12 related routes

26. Jón forseti – 5.11b

Allbrattur veggurinn klifraður eftir hryggnum á góðum tökum, klifurhúshreyfingum og framhandleggjasýrunni. Tryggingar eru smáar og vandasamar, en þokkalegar þó, í fyrri hluta. Byrjar á þægilegum tryggingastans undir bratta veggnum. Mögulegt er að klifra auðveldara afbrigði sem hliðrar út til hægri í auðveldari gróf í efri hluta, en Jón forseti heldur sig á bratta veggnum vinstra megin nær alla leið upp á topp.

Ff. Sigurður Arnoldsen Richter og Robert Askew, nov 2024.

27. Immram – 5.10b

Byrjar alveg niður við sjó á mjög náttúrulegum stans með þræðanlegri holu sem myndi nánast nægja sem akkeri. Leiðin fylgir sömu sprunginni mest alla leiðina þó að hún sjálf bjóði ekki upp á mörg grip, aðal klifrið á sér þó stað inn í kverkinni og við að komast út úr henni. Leið sem býður upp á frábært fésklifur, stóra juggara og endar á slabbi.

Ff. Tómas Ken Shimomura-Magnússon og Knútur Garðarsson, sept 2024.

28.  Naglfar – 5.10c

Byrjar eins og leið Immram alveg niður við sjó fyrir neðan slabbið. Klifrar þráðbeint upp úr stansinum upp á yfirhangandi hornið. Þar er gott að setja inn míkrovin (offset ef þú átt) hægra megin við hornið áður en haldið er áfram upp. Pumpandi leið sem stórfenglegu krúxi sem endar í risa juggara holu. Klárast upp sama slabb og í leið 18.

Ff. Tómas Ken Shimomura-Magnússon, okt 2024.

29. Fata morgana – 5.8

Leið sem býður upp á flott klifur og því algjör synd að sprungna bergið er laust til hægri eftir sylluna. Klifra þarf mjög varlega og halda laust ef að gripið er í grjótið til hægri. Leiðin stefnir síðan á slabbið til vinstri þar sem bergið er töluvert betra og eru hreyfingarnar í traversunni þangað yfir ótrúlega skemmtilegar. Byrjar í sama stansi og leið 18.5.

Ff. Tómas Ken Shimomura-Magnússon og Knútur Garðarsson, sept 2024.

30. Varðskipið Freyja – 5.8

Sigið niður að sjó og hangandi stans þar eða stans á syllu 3-4 metrum ofar. Fyrir miðri leið verður sprungan gleið og brattari, þar var klifrað til vinstri úr sprungunni og upp.. Eflaust hægt að klifra sprunguna en þá er leiðin erfiðari. Almennt góðar tryggingar og hnetur nýtast vel.

Ff. Ottó Ingi Þórisson og Torfi Fannar Gunnarsson, Júlí 2025

31. Atlantís –

Síga níður frá bolt og blokk og fara vinstra megin við arete-inu. Tryggja sig fyrir ofan sjóinn og klifra beintt upp á slab og arete. Frá litla sylluni klifra þig upp bratt vegg og klára.

Ff. Tómas Ken Shimomura-Magnússon ogKnútur Garðarsson, sept 2024.

32. Bakborði – 5.7

Stutt og skemmtileg leið með góðum tökum. Vinstri sprungan af tveimur vinstra megin við innskorna helluna.

Ff. Jay Borchard og Ólafur Þór Kristinsson, apr 2025.

33. Stjórnborði – 5.7

Gamaldags strompleið rétt vinstra megin við innskornu helluna og hægri sprungan af þeim tveimur.

Ff. Ólafur Þór Kristinsson og Jay Borchard, apr 2025.

34. Skarfssprunga – 5.10a

Bratt sprunguklifur sem bryja í milli grjótsvík. Byrjaðu á því að klífa opna hornið, náðu betri tökum og syllu áður en þú heldur áfram upp í bratta skeifuna og sprunguna. Óþægileg en ótrúlega örugg klifrun með frábærri lokahreyfingu.

Ff. Robert Askew og Kate Gallagher, sept 2024

35. Kjartan’s Korner – 5.8

Klifra á góður handsprungur og klára á bratt vegg með gott grípum.

F.f. Ólafur Þór Kristinsson og Jay Borchard, Apr 2025

36. Capt’n Pink Eye – 5.8

Start at the big scoop and continue on large holds to a break. Gather yourself before boldly climbing the steepening face directly. 

F.f Jay Borchard and Daniel Ben-Yehoshua, May 2025

37. Raptures of the Deep – 5.10c

Frábært leið og lengra en það litur út að vera. Horninu er lengst til hægri á grjótsvík. Krúksin er yfirgefa hornið og festa sig í sessi á headwall.  

Ff. Jay Borchard og Tómas Ken Shimomura-Magnússon, sept 2025

Leave a Reply

Skip to toolbar