Skátamót 5b 5.6

Leið númer 10 á mynd

Byrjar á brölti upp slabb og þar tekur við stutt yfirhang þar sem farið er vinstra megin við stóran stall. Þegar upp á stallinn er komið tekur við klifur á litlum köntum og sprungum upp í topp. Deilir akkeri með Vírbursta nr. 3, allavega fyrst um sinn. Hreinsun tók nokkurn tíma þar sem mikið var um mosa og drullu, laust grjót og flögur. Klifrara eru því beðnir um að fara varlega í fyrstu atrennu, klifra mjúklega og nota hjálm.

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Mulningur 5a 5.5

Leið númer 9 á mynd

Leið sem byrjar hægra megin við hrygginn og fer upp losaralegasta hluta hamarsins. Fer upp á þægilegum tökum í byrjun en verður síðan þynnri fyrir miðju. Þegar yfir miðjuna er komið tekur við brölt upp í akkeri (tveir sigboltar). Leiðin ber nafn með rentu þar sem heilu blokkirnar voru hreinsaðar úr leiðinni og mikið var um laus tök. Algjör hjálmaskylda í þessari leið og farið rólega í hana til að byrja með.

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Mr. Hyde 7a 5.11b

Leið númer 1 á mynd

Hyde byrjar á svolítið snúinni byrjun. Engin grip snúa rétt. Örugglega hægt að vinna í þessari byrjun til að gera hana smooth. Eftir fyrri helmin kemur no-hands rest sem er aðeins of gott. Svo kemur nettur boulder probbi sem endar í notalegum juggara. Besta reward í heimi. Leiðin er í sömu skál og Í skjóli nærur og Valdarán.

Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson, sumar 2017

Crag Hnappavellir
Sector Salthöfði - Austur
Type sport

Video

Smyrlabúðir

Lítið svæði rétt fyrir ofan Hafnarfjörð. Gott fyrir byrjendur og unga klifrara. Leiðirnar eru 4-9 metra háar og þétt boltaðar. Passið ykkur að það eru holur á svæðinu sem hægt er að detta ofan í. Látið sérstaklega unga klifara vita og segið þeim að passa sig.

Leiðarlýsing

Leggið á bílastæðinu fyrir Helgafell og gangið göngustíginn í átt að Helgafelli.  Beygt er út af stígnum áður en þið farið niður brekkuna (ca. 15m eftir að þið gangið fram hjá svarta brunninum sem sést á fyrri myndinni). Þar þurfið þið að ganga í 50-150m þangað til þið finnið slóða. Þið gangið þennan slóða í 10-12 mín þangað til þið komið að ryðguðum staur sem er á slóðanum (sjá seinni mynd). Þar sést klifursvæðið á vinstri hönd frá slóðanum.

Skip to toolbar