Flatus lifir 7a 5.11b

Leið númer 34a.

Fjögurra spanna leið mitt á milli Svarta og Rauða turnsins. Leiðin byrjar að fara upp á mjög stóra og áberandi grassyllu sem hallar um ca 30°. Frá syllunni er farið upp nefið sem er hægra megin í skálinni og toppað út að lokum. Aðeins einn stans af fjórum er með keðju, því þarf að hafa með 120cm sling eða eitthvað í þá áttina.

Spönn 1, 5.4, 5 boltar, 35m: Aðkomuspönn upp á grassylluna. Spönnin er mjög gróin og klifrið er mjög þægilegt. Ekki er þörf á klifurskóm í þessari spönn, aðkomuskór eða strigaskór duga fínt. Spönnin endar á akkeri sem samanstendur af tveim boltum með hring.

Spönn 2, 5.6, 4 boltar, 10m: Auðvelt klifur upp áberandi kverk upp frá stans. Bergið í þessari spönn er örlítið brothætt í sér. Klifrið er nánast eingöngu á fótunum þar sem að vel er hægt að stemma á milli veggjana í kverkinni. Spönnin endar á rúmgóðri syllu í akkeri með keðju.

Spönn 3, 5.11b/c, 5 boltar, 12m: Frá rúmgóðu syllunni er lagt af stað hægra megin á henni. Freistandi er að byrja vinstra megin og klifra yfir tryggjarann en það er ekki jafn mikið af gripum í boði þar og það lítur út fyrir að vera. Bergið í þessari spönn er mjög fast í sér og er með því betra í Búahömrum. Gripin eru fyrst og fremst litlir kantar og spönnin er aðeins yfirhangandi, 2m eða svo. Búið er að rífa niður (vonandi) allt sem leiðarsmiðir töldu að væri laust (og nokkur grip sem talin voru föst). Spönnin endar því að klifra yfir brún þar sem komið er að tveimur boltum, þar af annar með hring.

Spönn 4, 5.3, 2 boltar, 20+m: Exit spönn. Fer yfir grasivaxið slabb og upp smá kverk með þrem klifurhreyfingum. Þegar upp á brún er komið þá má finna tvo bolta ca 15m innar.

Niðurleið: Ef toppað er upp úr leiðinni þá er þægilegast að ganga niður á sama stað og gengið er niður úr Svarta turninum, þ.e. niður framhjá Kuldabola. Ef leiðin er ekki toppuð ætti að vera þægilegt að síga úr stönsum þar sem allstaðar er hægt að komast í sighring.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Robert Askew, 3. maí 2020.

Crag Búahamrar
Sector Flatus
Type sport
First ascent
Markings

1 related routes

Flatus lifir 7a 5.11b

Leið númer 34a.

Fjögurra spanna leið mitt á milli Svarta og Rauða turnsins. Leiðin byrjar að fara upp á mjög stóra og áberandi grassyllu sem hallar um ca 30°. Frá syllunni er farið upp nefið sem er hægra megin í skálinni og toppað út að lokum. Aðeins einn stans af fjórum er með keðju, því þarf að hafa með 120cm sling eða eitthvað í þá áttina.

Spönn 1, 5.4, 5 boltar, 35m: Aðkomuspönn upp á grassylluna. Spönnin er mjög gróin og klifrið er mjög þægilegt. Ekki er þörf á klifurskóm í þessari spönn, aðkomuskór eða strigaskór duga fínt. Spönnin endar á akkeri sem samanstendur af tveim boltum með hring.

Spönn 2, 5.6, 4 boltar, 10m: Auðvelt klifur upp áberandi kverk upp frá stans. Bergið í þessari spönn er örlítið brothætt í sér. Klifrið er nánast eingöngu á fótunum þar sem að vel er hægt að stemma á milli veggjana í kverkinni. Spönnin endar á rúmgóðri syllu í akkeri með keðju.

Spönn 3, 5.11b/c, 5 boltar, 12m: Frá rúmgóðu syllunni er lagt af stað hægra megin á henni. Freistandi er að byrja vinstra megin og klifra yfir tryggjarann en það er ekki jafn mikið af gripum í boði þar og það lítur út fyrir að vera. Bergið í þessari spönn er mjög fast í sér og er með því betra í Búahömrum. Gripin eru fyrst og fremst litlir kantar og spönnin er aðeins yfirhangandi, 2m eða svo. Búið er að rífa niður (vonandi) allt sem leiðarsmiðir töldu að væri laust (og nokkur grip sem talin voru föst). Spönnin endar því að klifra yfir brún þar sem komið er að tveimur boltum, þar af annar með hring.

Spönn 4, 5.3, 2 boltar, 20+m: Exit spönn. Fer yfir grasivaxið slabb og upp smá kverk með þrem klifurhreyfingum. Þegar upp á brún er komið þá má finna tvo bolta ca 15m innar.

Niðurleið: Ef toppað er upp úr leiðinni þá er þægilegast að ganga niður á sama stað og gengið er niður úr Svarta turninum, þ.e. niður framhjá Kuldabola. Ef leiðin er ekki toppuð ætti að vera þægilegt að síga úr stönsum þar sem allstaðar er hægt að komast í sighring.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Robert Askew, 3. maí 2020.

Leave a Reply

Skip to toolbar