Talía 5.7

Leið 1

12m
Klifrað upp augljósa sprungu og grjóthrafl upp á góða syllu, síðan er haldið upp hornið vinstra megin sem er krefjandi. Nýtir sömu boltalínu og Bókin.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Crag Munkaþverá
Sector Nýji sector
Type sport
First ascent
Markings

9 related routes

Frumburðurinn 5.10b

Leið númer 1 á mynd. 11 metrar, 8 tvistar. Sex í leið og tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Fyrsta leiðin sem gengið er að þegar komið er í gilið. Liggur frá vinstri juggara og upp til hægri í átt að akkeri. Endar í sama akkeri og Englaryk 5.9 og leiðirnar deila líka seinasta bolta fyrir akkerið.

(Bjarki Guðjónsson & Magnús Arturo Batista 2020)

Niður 5.8

Leið 8 á mynd. 11metrar, 8 tvistar. Sex í leið og tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Tæknilegir fætur og jafnvægi upp augljóst lóðrétt horn. Slabb tekur við (hægt að vera vinstri eða hægri sinnaður) upp að lokakaflanum sem er sá sami og í Ljósbrot. Skemmtilega öðruvísi leið en aðrar í Munkanum. Velta má fyrir sér nafninu Niður!

(Jón Heiðar Rúnarsson, 2019)

Súlur-Power 5.10b

Leið númer 6 á mynd. 12m, 7 tvistar. Tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana. Veisla af fjölbreyttum hreyfingum alla leið á topp. Létt yfirhangandi kaflar framhjá tveimur bumbum gerir leiðina spennandi í samfelldu klifri samkvæmt gráðunni. Góð leið.

(Friðfinnur Gísli Skúlason, Magnús Arturo Batista & Victoria Buschman, 2019)

Ljósbrot 5.6

Leið númer 7 á mynd. 11m, 8 tvistar. Tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Ein af tveimur 5.6 leiðum í Munkanum. Hrun varð í klettunum árið 2013 og hrundi allstór kafli við leiðirnar Talía/Bókin sem skildi eftir sig stórt ljóst “sár” á veggnum. Talía og Bókin eru ekki samar eftir þetta en úr varð ný leið, “Ljósbrot”. Lóðrétt stór sprunga á góðum gripum og fótum, fer fyrir horn til hægri og upp. Fjölbreyttar hreyfingar alveg upp í akkeri.
(Bryndís Elva Bjarnadóttir & Magnús Arturo Batista, 2018)

Nýi sector eru leiðirnar frá vinstri að og með brotinu sem varð 2013. Á þessum kafla hafa bæst við 6 leiðir milli 2011-2019. Bókin/Talía er hvítmerkt til viðmiðunar en þær eru númer 1&2 í leiðarvísi fyrir eldra svæðið til hægri, sjá hér: https://www.klifur.is/problem/talia

  1. Frumburðurinn 5.10b
  2. Englaryk 5.9
  3. Tímaglasið 5.11a
  4. Róló 5.6
  5. Skurk 5.9
  6. Súlur-Power 5.10b
  7. Ljósbrot 5.6
  8. Niður 5.8

Skurk 5.9

Leið númer 5 á mynd

Boltuð sumarið 2016 af Jón Heiðari Rúnarssyni og Fríðfinni Gísla Skúlasyni.

Nefnd eftir hljómsveitinni sem Jón Heiðar leikur í. Skemmtilegt byrjunarkrúx sem reynir mikið á að setja þyngd á fæturna.

Róló 5.6

Leið númer 4 á mynd

Boltuð sumarið 2016 af Jón Heiðari Rúnarssyni og Fríðfinni Gísla Skúlasyni.

Frábær og breytileg létt leið.

Tímaglasið 5.11a

Leið númer 3 á mynd

Slabb neðst, yfirhangandi probi efst.

Englaryk 5.9

Leið númer 2 á mynd

Talía 5.7

Leið 1

12m
Klifrað upp augljósa sprungu og grjóthrafl upp á góða syllu, síðan er haldið upp hornið vinstra megin sem er krefjandi. Nýtir sömu boltalínu og Bókin.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Leave a Reply

Skip to toolbar