Grænir fingur 5.5

Leiðin fylgir stuðlinum á myndinni, byrjar í þægilegu slabbi með tvemur stöllum í fyrri hluta, verður örlítið brattari og erfiðari þegar ofar dregur. Tveir fingralásar í efri hluta gera gæfu muninn. Leiðin verður eitthvað auðveldari ef stallarnir í kverkinni, og stuðlarnir á móti eru notaðir. Leiðin er mjög gróin, svo fólk gæti þurft að moka örlítið fyrir góðum fótum.

FF: Sigurður Ýmir Richter og Magnús Ólafur Magnússon

Varðandi Hrepphóla, svæðið skiptist í tvo hamra, annar er í Örnhól og hinn í Hólahnúk. Syðri hamarinn er í Hólahnúk og er virk náma, þar sem hin franska Ephémère (5.11d) liggur upp hæsta hluta hamarsins. Þegar vestar dregur minnkar bratti hamarsins, og verða stuðlarnir allt að 60-70° slabb vestast í hamrinum. Allir hlutar hamarsins eiga það þó sameiginlegt að mikið er um mjög stóra lausa steina efst í leiðunum, og að bergið er mjög lokað, svo verulega þarf að hafa fyrir því að finna aðra tryggingamöguleika en blaðfleyga og bolta.

Nyrðri hamarinn er í Örnhól, og virðist vera eldri hluti námunnar sem ekki er í vinnslu lengur. Hamarinn stendur á móti Hólahnúk, örlítið ofar, og er um 10-15m hár. Þar er töluvert meira um tryggingamöguleika, en á móti kemur að mikið af stuðlunum eru lausir og vega salt ofan á hver öðrum, svo erfitt er að finna traustar leiðir upp hamarinn.

Grænir fingur var eina leiðin sem var klifruð þennan dag, áður en heimamenn komu askvaðandi með látum á krúser inn námuna til að reka klifrarana burt (lögreglufylgd hótað og allt saman). Allt endaði málið þó í góðu, og eftir smá spjall við heimamenn var komist að þeirri niðurstöðu að þeim litist illa á að þarna væri fólk að koma til að stunda klifur í námunni, þá sérstaklega þar sem mikið er um lausa stuðla í námunum, og að þarna hafa þegar orðið mjög alvarleg slys. Að auki er þessi náma enn í vinnslu (allavega Hólahnúkur), svo leiðir sem settar eru upp standast líklega ekki tímans tönn, og stuðlar sem teknir eru úr hamrinum eru notaðir í minnisvarða, legsteina o.fl. svo fleygar og boltar eru líklega mjög óvinsæl viðbót við klettana.

Ef fólk er harð ákveðið að fara upp í Hrepphóla að ná nýjum línum, mælum við alveg hiklaust með að það sé gert í samráði við heimamenn, en við getum ekki lofað að tekið verði vel í slík áform.

Crag Hrepphólar
Sector Örnhóll
Type trad
First ascent
Markings

1 related routes

Grænir fingur 5.5

Leiðin fylgir stuðlinum á myndinni, byrjar í þægilegu slabbi með tvemur stöllum í fyrri hluta, verður örlítið brattari og erfiðari þegar ofar dregur. Tveir fingralásar í efri hluta gera gæfu muninn. Leiðin verður eitthvað auðveldari ef stallarnir í kverkinni, og stuðlarnir á móti eru notaðir. Leiðin er mjög gróin, svo fólk gæti þurft að moka örlítið fyrir góðum fótum.

FF: Sigurður Ýmir Richter og Magnús Ólafur Magnússon

Varðandi Hrepphóla, svæðið skiptist í tvo hamra, annar er í Örnhól og hinn í Hólahnúk. Syðri hamarinn er í Hólahnúk og er virk náma, þar sem hin franska Ephémère (5.11d) liggur upp hæsta hluta hamarsins. Þegar vestar dregur minnkar bratti hamarsins, og verða stuðlarnir allt að 60-70° slabb vestast í hamrinum. Allir hlutar hamarsins eiga það þó sameiginlegt að mikið er um mjög stóra lausa steina efst í leiðunum, og að bergið er mjög lokað, svo verulega þarf að hafa fyrir því að finna aðra tryggingamöguleika en blaðfleyga og bolta.

Nyrðri hamarinn er í Örnhól, og virðist vera eldri hluti námunnar sem ekki er í vinnslu lengur. Hamarinn stendur á móti Hólahnúk, örlítið ofar, og er um 10-15m hár. Þar er töluvert meira um tryggingamöguleika, en á móti kemur að mikið af stuðlunum eru lausir og vega salt ofan á hver öðrum, svo erfitt er að finna traustar leiðir upp hamarinn.

Grænir fingur var eina leiðin sem var klifruð þennan dag, áður en heimamenn komu askvaðandi með látum á krúser inn námuna til að reka klifrarana burt (lögreglufylgd hótað og allt saman). Allt endaði málið þó í góðu, og eftir smá spjall við heimamenn var komist að þeirri niðurstöðu að þeim litist illa á að þarna væri fólk að koma til að stunda klifur í námunni, þá sérstaklega þar sem mikið er um lausa stuðla í námunum, og að þarna hafa þegar orðið mjög alvarleg slys. Að auki er þessi náma enn í vinnslu (allavega Hólahnúkur), svo leiðir sem settar eru upp standast líklega ekki tímans tönn, og stuðlar sem teknir eru úr hamrinum eru notaðir í minnisvarða, legsteina o.fl. svo fleygar og boltar eru líklega mjög óvinsæl viðbót við klettana.

Ef fólk er harð ákveðið að fara upp í Hrepphóla að ná nýjum línum, mælum við alveg hiklaust með að það sé gert í samráði við heimamenn, en við getum ekki lofað að tekið verði vel í slík áform.

Leave a Reply

Skip to toolbar