Tag Archives: boltaðar

Leirvogsgil

Leirvogsgil er norðaustan við Mosfellsbæ og tekur það innan við 10 mínútur að keyra þangað frá bænum. Þetta er lágt klettabelti sem sem liggur fyrir ofan Leirvogsá.

Það var byrjað að klifra á svæðinu rétt fyrir 1990 í hæsta hluta klettabeltisins. Þar er meðal annars fyrsta 5.12 leið landsins, Undir Esju sem Björn Baldursson klifraði 1990. Núna er búið að finna mikið af grjótglímuþrautum af öllum stærðum og gerðum í klettabeltinu.

Sportklifur

Í Leirvogsgili eru a.m.k. 6 boltaðar sportklifurleiðir. Þær eru allar mjög stuttar, 7-9m, og tæknilega stífar.

Fjólublá: Albatros – 5.11c/d
Appelsínugul: Flugan – 5.10c
Rauð: Kverkin – 5.9+
Græn: Undir Esju – 5.12b/d
Svört: Nornadans – 5.11d
Blá: Hornadans – 5.10d

Skip to toolbar