Fyrsta tilraun í Vítisbjöllur

vitisbjolluklettarVið Armas ákváðum að skella okkur í Búhamra í dag þar sem veðrið virtist vera nokkuð gott. Verkefni dagsins var Vítisbjöllur 7b+ sem Björn Baldursson setti upp. Ég var að fara þarna í fyrsta skipti og var bara mjög gaman að sjá svæðið.

Til að komast að Vítisbjöllum þarf að klifra upp með reipi sem komið hefur verið fyrir í klettinum. Einnig er búið að koma fyrir vír þannig að maður getur tryggt sig á leiðinni upp. Komið er að stansi fyrir neðan leiðina þar sem þú getur fest þig með sling.

Leiðin sjálf er í nettu yfirhangi alla leið og verður yfirhangið aðeins meira eftir því sem líður á leiðina. Það er búið að líma nokkur grip og bora önnur og er útkoman bara mjög góð. Klifrið minnir mikið á basic inniklifur í Klifurhúsinu, kannski ólíkt mörgum leiðum á Hnappavöllum þar sem hreyfingarnar eru oft tæknilegri. Það er engin hvíld í leiðinni, bara pumpa alla leið upp á topp. Í leiðinni eru tvö krúx, annað eftir ~4. bolta og hitt eftir ~6. bolta. Engin hreyfing í leiðinni er samt sérstaklega erfið, heldur er þetta bara virkilega góð úthalds æfing. Þetta er svona eins og að klifra nokkrar v4-v5 leiðir í röð.

armas-og-brjaladi-fuglinn
Armas og reiði fuglinn

Aðeins um aðstæður á svæðinu. Við mættum um 12 leitið og var þá sólin svona við það að fara skína á klettana. Það voru samt ský við Esju sem skyggði á sólina þar til um klukkan 4. Vindurinn var því kaldur mest af en það hlýnaði með deginum. Þegar ég fer næst á ég eftir að horfa svolítið vel eftir vindinum þar sem hann magnast svolítið upp þarna við klettana. Svo voru það fílarnir sem voru ekki sáttir með Armas og einn sem átti hreiður beint við hliðina á stansinum ældi vel yfir hann nokkrum sinnum. Við gáfum fuglinum nokkra sénsa áður en við köstuðum í hann línupoka til að koma honum í burtu. Það voru svo fílar þarna út um allt sem maður þurfti svolítið að passa sig á.

Við fórum ekki leiðina í þessari tilraun en þetta er leið sem er gaman að vinna í þannig að ég geri ráð fyrir að við förum aftur mjög fjótlega. Kannski smá Hnappó fyrst. Að lokum þá verð ég að láta fylgja með smá myndband af tveimur tilraunum hjá okkur. Við tókum báðir fall og má alveg segja að annað hafi verið meira “smooth” en hitt.

Fuþark 5.9

Mynd 5A á mynd, boltuð sumarið 2015.

Deilir byrjun með Símonsleið en fylgir síðan vinstri sprungunni upp frá syllunni í miðjunni. Hefur upp á mjög fjölbreytt klifur að bjóða sem mynnir síst á sprunguklifur.

Fuþark hnias er nafnið á klassískasta rúnastafrófinu sem notast var við. Leiðin fékk nafn sitt þar sem að hún varð til við það að skoða gamalt project eftir Árna Gunnar en endaði síðan á að fara aðra línu til að halda erfiðleikanum samfelldari. Einnig má sjá hinar ýmsu rúnir út úr veggnum með fjörugu ýmyndunarafli.

Crag Hnappavellir
Sector Vatnsból
Type sport

Ósfell

Ósfell er grjótglímusvæði nálægt Hólmavík. Í kringum Hólmavík liggja mörg klettabelti en úr einu þeirra fyrir neðan Ósfell hafa nokkrir flottir steinar hrunið úr og myndað þetta ágæta klifursvæði. Bergið hentar mjög vel til klifurs og lendingarnar eru yfirleytt mjög fínar.

Steinarnir eru sumir hverjir mjög flottir, sérstaklega einn sem er áberandi stór steinn ofarlega á svæðinu sem hefur rúllað hvað lengst frá klettabeltinu. Allar hliðar steinsins eru yfirhangandi og á honum hafa verið klifraðir nokkrir mjög flottir probbar. Steinnin hefur stundum verið kallaður Rósin vegna þess hvernig hann er í laginu.

Hafið í huga að klifursvæðið er inni á landi fólksins í Ós og skulum við því vera tillitssöm og ganga einstaklega vel um svæðið.

Skip to toolbar