Fuþark 5.9

Mynd 5A á mynd, boltuð sumarið 2015.

Deilir byrjun með Símonsleið en fylgir síðan vinstri sprungunni upp frá syllunni í miðjunni. Hefur upp á mjög fjölbreytt klifur að bjóða sem mynnir síst á sprunguklifur.

Fuþark hnias er nafnið á klassískasta rúnastafrófinu sem notast var við. Leiðin fékk nafn sitt þar sem að hún varð til við það að skoða gamalt project eftir Árna Gunnar en endaði síðan á að fara aðra línu til að halda erfiðleikanum samfelldari. Einnig má sjá hinar ýmsu rúnir út úr veggnum með fjörugu ýmyndunarafli.

Crag Hnappavellir
Sector Vatnsból
Type sport

Ósfell

Ósfell er grjótglímusvæði nálægt Hólmavík. Í kringum Hólmavík liggja mörg klettabelti en úr einu þeirra fyrir neðan Ósfell hafa nokkrir flottir steinar hrunið úr og myndað þetta ágæta klifursvæði. Bergið hentar mjög vel til klifurs og lendingarnar eru yfirleytt mjög fínar.

Steinarnir eru sumir hverjir mjög flottir, sérstaklega einn sem er áberandi stór steinn ofarlega á svæðinu sem hefur rúllað hvað lengst frá klettabeltinu. Allar hliðar steinsins eru yfirhangandi og á honum hafa verið klifraðir nokkrir mjög flottir probbar. Steinnin hefur stundum verið kallaður Rósin vegna þess hvernig hann er í laginu.

Hafið í huga að klifursvæðið er inni á landi fólksins í Ós og skulum við því vera tillitssöm og ganga einstaklega vel um svæðið.

Saurgat Satans 5.10b

Boltuð fjölspannaleið, ágætlega langt á milli bolta á sumum stöðum, slabb allan tíman.

Aðkoma: Gengið beint upp brekkuna frá tjaldsvæðinu, ætti ekki að taka mikið meira en korter. Best er svo að síga niður leiðina aftur þar sem hún fer ekki alveg upp á topp, muna að setja hnúta á endana á línunni!

Búnaður: 12-15 tvistar ætti að vera feiki nóg, ekki vitlaust að kippa 2-3 hnetum með, ekki nauðsinlegt samt. Mælt er með því að vera með hjálm allan tíman! Nesti, lína, bakpoki, kalk, klifurskór, tryggjaradúnn og góða skapið.

Leiðarlýsing: Leiðin er sjö spannir, 150+m. Leiðin er orðin nokkuð gróin og því er skynsamlegt að fara ekki í hana strax eftir rigningardag, ágætt að bíða 2-3 daga frá rigningu, endilega hreinsa burt mosa og þess háttar eftir þörfum.

Spönn 0: Brött grasbrekka upp að fyrsta akkeri,ekki boltuð enda ekki eiginlegt klifur. Ekki þörf á að fara í klifurskó eða tryggja. Mælt er með á leiðinni niður að síga samt úr akkerinu, þetta er eiginlega of bratt til að ganga niður.

Spönn 1: Byrjar á að travisa aðeins út til hægri og stefnir svo út á lítið þak, endar á góðri syllu, 5.10a

Spönn 2: Hér þarf að sýna varúð til að fara ekki út úr leið! Ef haldið er beint áfram upp frá akkerinu, þá er maður kominn inn í dótaleiðina Ódyseif, það er einn ryðgaður bolti 8-10m fyrir ofan akkerið og fleygur sem er hálfur inni, ekki fara þangað! Í staðinn þarf maður að travisa fyrir hornið hægra megin við akkerið og þá kemur maður að flottum vegg með góðum stall undir fyrir tryggjara og yfir veggnum er stærðarinnar þak, fer ekki fram hjá neinum. Þessi spönn er sennilega tæknilega erfiðasta spönnin í leiðinni, endar á syllu stall með grasi. Mikill sportklifur fílingur í þessari spönn, 5.10b

Spönn 3: Léttasta spönnin í leiðinni, að spönn 0 undanskyldri. Hér fer klifrarinn frá gras-syllu-stallinum upp stuttan vegg, yfir horn og svo í hvarf frá tryggjara. Klifrarinn heldur áfram upp frekar beint að næsta akkeri, 5.9

Spönn 4: Ágætlega löng spönn, hér fer að teygjast á boltunum. Nokkuð augljós beint upp, 5.10a/b

Spönn 5: Mjög stutt spönn menn hafa freistast til að taka spönn 5 og 6 saman, það er hins vegar alveg rosalega gott fyrir sálina að gera það ekki, 5.10a

Spönn 6: Meðal löng spönn, tvö ágætis boltabil. Liggur nokkurn veginn beint upp og endar í akkeri, 5.10a/b

 

Crag Vestrahorn
Type sport

Dýnuframkvæmdir í Klifurhúsinu

Í dag var farið í að laga dýnurnar sem urðu fyrir vatnsskemmdum og verður svo farið í að setja splunkunýtt appelsínugult segl yfir þegar dýnunum hefur verið komið í lag. Töluðverð bleita var undir dýnunum og þurfti að henda slatta af þeim. Klifurhúsið fær fleiri dýnur frá Góða hirðinum strax eftir áramót og verður þá klárað að ganga frá. Þangað til veður bara hluti af veggjunum opinn. Hægt er að sjá opnunartímann yfir hátíðarnar á klifurhusid.is.

Hér er smá time-lapse myndband frá í dag.

Skip to toolbar