Fuþark 5.9

Mynd 5A á mynd, boltuð sumarið 2015.

Deilir byrjun með Símonsleið en fylgir síðan vinstri sprungunni upp frá syllunni í miðjunni. Hefur upp á mjög fjölbreytt klifur að bjóða sem mynnir síst á sprunguklifur.

Fuþark hnias er nafnið á klassískasta rúnastafrófinu sem notast var við. Leiðin fékk nafn sitt þar sem að hún varð til við það að skoða gamalt project eftir Árna Gunnar en endaði síðan á að fara aðra línu til að halda erfiðleikanum samfelldari. Einnig má sjá hinar ýmsu rúnir út úr veggnum með fjörugu ýmyndunarafli.

Crag Hnappavellir
Sector Vatnsból
Stone
Type sport

Ósfell

Ósfell er grjótglímusvæði nálægt Hólmavík. Í kringum Hólmavík liggja mörg klettabelti en úr einu þeirra fyrir neðan Ósfell hafa nokkrir flottir steinar hrunið úr og myndað þetta ágæta klifursvæði. Bergið hentar mjög vel til klifurs og lendingarnar eru yfirleytt mjög fínar.

Steinarnir eru sumir hverjir mjög flottir, sérstaklega einn sem er áberandi stór steinn ofarlega á svæðinu sem hefur rúllað hvað lengst frá klettabeltinu. Allar hliðar steinsins eru yfirhangandi og á honum hafa verið klifraðir nokkrir mjög flottir probbar. Steinnin hefur stundum verið kallaður Rósin vegna þess hvernig hann er í laginu.

Hafið í huga að klifursvæðið er inni á landi fólksins í Ós og skulum við því vera tillitssöm og ganga einstaklega vel um svæðið.