Atómstöðin 5.12b

5.12b (E5 6c) ?

34 m 

Rauð/hvít lína (gul lína er Poseidon)

Þrjátíuogfjórir auðtryggjanlegir metrar sem bjóða upp á flesta klifurstíla sem hugurinn girnist. Hentar eflaust vel fyrir þau sem staðið hafa sína plikt í úthaldsæfingum yfir veturinn.

Ath. taka þarf gráðunni með miklum fyrirvara, þar sem EK er fingrasprunga og veltur mjög á fingrasverleika. Þessi gráða er því sett á leiðina með það í huga að hún var klifruð af tækniheftum pylsufingrahlunki. Öllum heiðarlegum gráðutillögum er því að sjálfsögðu tekið fagnandi.

Leiðin byrjar á mjórri sprungu (sem þó tekur við góðum tryggingum) á neðsta slabbinu og fer þaðan upp bratta augljósa sprunguna í yfirhangandi kverk á miðjum veggnum. Eftir hana, í stað þess að klifra upp á stóru grassylluna er hliðrað 2 m til hægri í næstu sprungu og henni fylgt upp á topp. 

Á bungu vinstra megin fyrir ofan brúnina yfir Poseidon er gamalt vinnuakkeri úr þeirri leið, og er mjög hentugt að nota það sem toppakkeri í Atómstöðinni, en þá er hægt að strengja línuna ofan í kverk sem leiðir línuna beint yfir toppinn á leiðinni. 

Og að sjálfsögðu, að vanda, enga bolta takk.

2021, Sigurður Ý. Richter

Crag Hnappavellir
Sector Salthöfði
Type trad

Kindin Dolly 5.8

Leið númer 1.

Slabb og horn lengst til vinstri á Tækni og vísindasvæði. Auðtryggjanleg og skemmtileg leið

Ef einhver vill bolta, þá er það í góðu lagi (Þó að hún sé fín á hefðbundnum tryggingum).

Leiðin heitir Kindin Dolly eftir fyrsta stóra spendýrinu sem var klónað og því það var fullt af ull í litlum helli þar sem leiðin byrjar.

FF: Catherine Gallager & Robert A. Askew – 2021

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísinda svæði
Type trad

It must be some kind of… hot tub time machine 5.10a

Leið númer 3

5.10a R (E1 5b)

Frábær sprunga í efsta hluta er alveg spillt af lausum neðri hlutanum. Fyrst klifruð ground-up og þarf smá að hreinsa. Í frumferð var farið upp vegginn undir sprungunni en vegna flétta og skófa á berginu og takmarkaðs úrvals af tryggingum var farið upp í augljóst gil til hægri og klifrað mjög vandlega á stórum steinum (5.4/5). Því næst var farið upp í litla handarsprungu ofan við gilið með góðum tryggingum (þessa sprunga getur verið skemmtilegt en mjög erfið og djörf leið). Héðan er klifrað mjög vandlega til vinstri á stórum steinar til að finna aðal sprunguna. Auðtryggjanlegt með stórum vinum (gulur til grár) og klifraðar nokkrar erfiðar hreyfingar að finna “Thank God” juggara og klárað á stóraum gripum. Klöngur upp að tryggja á stórir blokk á sillunni. Labbað upp og til vinstri til að finna niðurleið og lítið aldrei til baka.

F.f.: Robert Askew – ágúst 2021.

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísinda svæði
Type trad
Skip to toolbar