Svartar fjaðrir 5.10c

5.10c R (E3 5c), 25 m

Áberandi leið sem fylgir augljósum hryggnum upp hæsta hamarinn á austanverðu salthöfðanefi. Stöðugt klifur, ögn yfirhangandi í toppinn á stórskemmtilegum festum og, þó örlítið sé á milli trygginga í seinni hálfleik, eru tryggingarnar óaðfinnanlegur og ekkert nema tómið til að lemjast utan í í mögulegu falli. Góðir akkerissteinar eru yfir leiðinni og lítið mál að ganga uppfyrir. 

FF: Sigurður Arnoldsen Richter, 2024

Crag Hnappavellir
Sector Salthöfðanef
Type trad

Í bláum skugga 5.10a

HVS 5b

Augljósa sprungan milli draumalandsins og Limbó klifruð upp að drjólanum og þar hliðrað út til hægri, og fyrir hornið yfir draumalandinu. Endar í sama akkeri og draumalandið. Hægt er að framlengja leiðina og klifra auðtryggða sprunguna upp á topp, en þá endar klifrarinn í nokkurn veginn sama krúxi og Limbó, og getur þ.a.l. gert ráð fyrir gráðu af svipuðu kaliberi.

Sigurður Arnoldsen Richter 2024

Crag Hnappavellir
Sector Vatnsból
Type trad

Kryddpíurnar 5.5

Leið nr 7, 15 m

S/HS

Orðið var við ósk sportklifrara og er hér komin ný leið með varanlegum tryggingum, stefnir í klassík? Tvöfaldri sprungu í grunnri kverk fylgt um hálfa leið, svo er klifrað til vinstri á gróið slabb og stefnt á bratta grófina í toppinn. Varúð, laus efst. Getur verið sniðugt fyrir kræsna að taka með hnetusettið.

4 fleygar + akkeri (inni á brún).

FF: Sigurður Arnoldsen Richter, 2024

Crag Stardalur
Sector Stiftamt
Type sport

Sorry Einar 6b+

Tómas fann þessa fínu línu sem þurfti nánast ekkert að hreinsa. Stallar og grip bara fullkomlega tilbúin fyrir klifur. En það kemur þá í ljós að Einar Sveinn hafði hreinsað leiðina árinu áður.

Sett upp af: Tómas og Vikar… og Einar

FF. Ónefndir og óvæntir gestir úr Norrænu (sáu einhverja upp í klettunum þegar ferjan kom að landi og fóru leiðina morguninn eftir að leiðin var boltuð)

Crag Seyðisfjörður
Sector Svarti
Type sport
Skip to toolbar