Krókur kapteinn 5.13c

Gamalt project frá ca. 2010-2012. Það væri hægt að fara vinstra megin við boltalínuna en þá er vel hægt að stíga í kverkina. Ef leiðin er klifruð þannig er hún ekki nema ca. 5.10. Mér fannst skrítið að klifra þetta þannig og reyndi því að komast út á hornið. Mér fannst líklegt að leiðin hafði verið boltuð með það í huga. Ég endaði á að finna flottar hreyfingar úr á hornið við annan bolta. Geggjaður átta hreyfinga probbi: puttaholur, tákrókur, hælkrókur og dass af köntum! Set inn beta-myndband hér á síðuna. Strákarnir fá þakkir fyrir að finna þessa geggjuðu línu!

Crag Hnappavellir
Sector Sandar
Type sport

Video

Hnappavallaholan 5.6

Leið 2a.

Leið upp sama slabb og leiðin “Þar sem grámosinn glóir”. Leiðin er nokkuð snúin í fyrri hluta með litlum fótfestum eða smurningum. Léttist eftir því sem ofar dregur og endar við skemtilega holu eða gat í gegnum klettinn.

FF: Benjamin Mokry, Leó Mokry og …, júlí 2020

Crag Hnappavellir
Sector Þorgeirsrétt-austur
Type sport

Agabrot 5.10b

E1 5b (5.10b/c)

Leið 8.1

20m

Stuðullinn milli 8 og 9 klifraður utanverður á ágætis tökum og jafnvægishreyfingum. Fáar en góðar tryggingar í efri hluta (EK).

Útilokun (elimination): Ekki stíga út í næstu stuðla í kring eða taka í sprungurnar sinn hvor megin (“Sveittir fingur” og “Skráman”).

FF: Sigurður Ýmir Richter, 2020

Crag Stardalur
Sector Miðvesturhamrar
Type trad

Poseidon 5.12b

Klifrið byrjar með skemmtilegum ævintýrakafla sem endar á góðri hvíld undir bungunni. Krúxið er að koma sér yfir fyrri bunguna í leiðinni. Síðan er önnur hvíld undir seinni bungunni. Þar tekur við úthaldskafli sem endar rétt fyrir neðan akkeri.

Leiðin er staðsett vinstra megin við Burstabær.

Boltuð af Eyþóri.

Crag Hnappavellir
Sector Salthöfði
Type sport

Coronavirus 5.8

Leið númer 6 á mynd

Leiðin er ein 20m spönn eins og er en búið er að hreinsa næstu 15m sem verða sennilega líka 5.8. Ef einhver hefur áhuga á að klára það verkefni þá er það velkomið.

FF: Ólafur Páll Jónsson – 2020

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísinda svæði
Type sport

Sauður í bjarnarfeld 5.10b

Leið númer 13.

Löng og brött leið sem er full af góðum gripum og er léttari en hún lítur út fyrir að vera.

5.10b/c – 25m

Nafnið vísar til margra tilvika þar sem tilkynnt hefur verið um ísbjörn hér á landi en eftir mikla leit hefur komið í ljós að líklega var um kind að ræða.

FF: Robert A. Askew, 2020

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu svæði
Type sport

Akademía 5.10b

Leið númer 5 á mynd

Leið upp áberandi heilan vegg rétt hægra megin við risa þakið. Það þarf aðeins að brölta upp grasskorning til að byrja á klifrinu.

Einum stein var hent út leiðinni sem að lenti akkúrat ofan í skorningnum og bjó til góðan stall til að klæða sig í skó.

23m, 9 boltar

FF: Dóra S. Ásmundardóttir, Jónas G. Sigurðsson & Sindri Ingólfsson – 2020

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísinda svæði
Type sport

Laser Show 5.12b

Leið númer 4 a mynd

Fyrsta 5.12 leiðin í Norðurfirði. Fer upp flottan og nokkuð sléttan vegg inni í sama skorning og Akademía er í, rétt hægra megin við risa þakið.

FF: Emil B. Sigurjónsson, Stefán Ö. Stefánsson (& Jónas G. Sigurðsson) – 2020

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísinda svæði
Type sport

Grasafræði 5.7

Leið númer 2 á mynd

Leiðin byrjar á þægilegu slabbi sem endar á fínum stalli áður en haldið er uppbrattari vegg í lokin.

23m, 9 boltar

FF: Katarína E. Sigurjónsdóttir, Sigríður Þ. Flygenring & Jónas G. Sigurðsson – 2020

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísinda svæði
Type sport

Grettisbeltið 5.11a

E3 5c (5.11a)

Gula línan

Tæpir 40m, 50% slabb, 50% í fangið

Langar hreyfingar á tröllagripum í viðvarandi slútti og tryggingarnar allar akkúrat þar sem maður vill hafa þær. Draumur plast-dótaklifrarans.

Leiðin byrjar á tvem samsíða sprungum og fer þaðan beint upp slabbið. Þegar undir bratta vegginn er komið, er stuttum, brotnum sprungum fylgt upp um hálfan vegginn, en rétt áður en slær af hallanum í grónu grófinni er stefnan tekin lóðbeint til vinstri á enn betri sprungu (veggurinn þveraður við stóru holuna). Þeirri sprungu er fylgt upp á topp í gegnum tvö þök og endar á hvalreki upp yfir brúnina.

Nei, enga bolta takk!

Sigurður Ýmir Richter, 2020

Crag Norðurfjörður
Sector Íþróttir & leikjasvæði
Type trad

Skessa 5.10b

Leið 2a á mynd, afbrigði af Tröll (leið 2 á mynd).

Leiðin byrjar í undirgripi undir litla þakinu og er farin á köntum hægra megin við boltalínu á fésinu ásamt því að nota juggarann í miðjunni og ísskápatak til vinstri undir fyrsta bolta.

Leiðin er 5.10a/b, megið endilega gefa álit.

FF. Hildur Björk Adolfsdóttir

Crag Háibjalli
Sector Klettar
Type sport

Video

Skip to toolbar