Klifurfréttir eftir Verslunarmannahelgi

Frábært veður var á landinu alla Verslunarmannahelgina (lesist lítill vindur og ekki rigning) og mikið var klifrað víða um land.

Hópur fór í Norðurfjörð til að klifra og setja upp nýjar leiðir. Helgin var vel nýtt og opnaðar voru 6 nýjar leiðir.

Grjótkast – 5.10a
Dalalæða – 5.8
Tyrkjaránið – 5.11a
Baskavígin – 5.9
Þorskastríðið – 5.9
Strengjafræði – 5.7

Einnig voru nokkrar leiðin sem að enn vantaði akkeri eftir seinkun á akkerapöntun. Akkerum var bætt við í: Blómin á þakinu 5.9, Týndu síldina 5.10b/c, Tilbera 5.9 og Nábrækur 5.8. Nú eru því allar leiðirnar í Norðurfirði eins og þær eiga að sér að vera.

Leiðarvísirinn hefur verið uppfærður og myndir lagaðar

Einnig var margt um manninn á Hnappavöllum. Margar leiðir voru klifraðar og náði Björn Baldursson að komast upp Föðurlandið 5.13c, elstur manna.

Lukku Láki 5.6

Leið 3, 15m

Skemmtileg sprunga í horni upp á syllu, brölt í grófinni þar upp undir tréð þar sem tekur við skemmtileg söðulshreyfing til vinstri, endar í sama akkeri og leið 1 og 2. Hægt að fylgja sprungukerfi til hægri en þá þarf að setja upp akkeri þar.

Sigurður Ý. Richter og Ólafur Þór Kristinsson, 2019

Crag Hnappavellir
Sector Skjól
Type trad
Skip to toolbar