Uppsöluregn 5.10d
5.10+
Leið 3
80 m
1. Spönn 5.10+ – Handa- /hnefasprungu fylgt upp á lítinn stall, þaðan er þunnum sprungum fylgt nokkra metra upp á stóra stalla þar sem gott er að gera stans.
2. Spönn 5.10 – brött handa/hnefasprunga klifruð af stóru grónu syllunni nokkra metra upp á syllu undir stórri hvelfingu. Þar er breiðri off-width sprungunni fylgt upp á topp stóra stuðulsins. Einhverjar lausar, stórar flögur eru efst í sprungunni svo í frumferðinni var hliðrað út á fés stuðulsins þar sem sprungan verður yfirhangandi.
3. Spönn 5.10 – Óregluleg sprunga í grunnu horni. Sprungan tekur reglulega við góðum tryggingum, en gæði bergs utan sprungunnar eru takmörkuð og töluvert er um laus tök, sérstaklega efst. Engu að síður glæsileg, brött spönn með vítt til allra átta.
FF – Svana Bjarnason, Sigurður Ý. Richter og Jorg Verhoeven, september 2022
Crag | Fallastakkanöf |
Type | trad |