Stefnið 5.10c

Leið 1, 5.10c, 90m ***

Leiðin fylgir sjálfu stefninu á Nöfinni fyrri tvær spannirnar, og fylgir hún að mestu sömu leið og Vinstri Orgelpípur að því undanskyldu að hún liggur beint upp víðu sprunguna í annarri spönn. Mælum með tryggingum í stærri kanntinum (sprungan tekur við vinum upp í BD C4 #6)

1. spönn, 5.8 20m, byrjar við þrjá brotna stuðla yst á nefinu, fer þaðan upp um 6 metra mjög víða sprungu upp á þokkalegan stall. Nokkrar mögulegar útgáfur af þessari spönn eru í boði.
2. spönn, 5.10c 40m, fer upp augljósu, stóru sprunguna framan á stefninu. Lykilkafli leiðarinnar er um 15-20 metra sprungan sem víkkar úr höndum í mjög vítt offwidth, hágæða sprunguklifur. Eftir sprunguna er brölt-hliðrun til hægri yfir í annan stans.
3. spönn, 5.9 30m, sama lokaspönn og í Orgelpípunum tveim, hornsprungu fylgt upp á topp, í nokkuð lausu bergi á köflum, gott að hafa varann á.

FF: Sigurður Ý. Richter og Magnús Ólafur Magnússon, maí 2019

Crag Fallastakkanöf
Type trad

Vargur 5.7

20m **

Leiðin merkt með gulu (rauðu línur hvoru megin eru Lúsífer og 7-up)

Leiðin byrjar á utanverðu nefinu hægra megin við lúsífer, hægra megin við stóra þakið neðst, og upp á stóra syllu. Þaðan er utanverður stuðullinn (EK) klifinn upp á topp á skemmtilegum tökum. Bannað að nota tök í vinstri sprungu og stuðli.

FF: Sigurður Ý. Richter, 2019

Crag Stardalur
Sector Miðvesturhamrar
Type trad

Guðlast 5.9

Vinstri (græna) línan á mynd. 20m

Leiðin er í suðurhluta Amtarinnar og er 5.7 ef stigið er í stuðulinn vinstra megin en 5.9 ef eingöngu er klifrað á fésinu.

FF: Hrappur og Rafn Emilsson, sumarið 2006

Crag Stardalur
Sector Stiftamt
Type sport

Boltabullur 5.9

Hægri (bláa) línan á mynd, 20m

Hægra megin við Guðlast, aðeins laus í byrjun en batnar hjá litlu þaki. Léttara 5.8 afbryggði er vinstra megin í henni.

FF: Ólafur Ragnar Helgason og Haukur Hafsteinsson, sumarið 2006

Crag Stardalur
Sector Stiftamt
Type sport
Skip to toolbar