Skátamót 5.6

Leið númer 10 á mynd

Byrjar á brölti upp slabb og þar tekur við stutt yfirhang þar sem farið er vinstra megin við stóran stall. Þegar upp á stallinn er komið tekur við klifur á litlum köntum og sprungum upp í topp. Deilir akkeri með Vírbursta nr. 3, allavega fyrst um sinn. Hreinsun tók nokkurn tíma þar sem mikið var um mosa og drullu, laust grjót og flögur. Klifrara eru því beðnir um að fara varlega í fyrstu atrennu, klifra mjúklega og nota hjálm.

Crag Akrafjall
Sector Suðursvæði
Type sport

Mulningur 5.5

Leið númer 9 á mynd

Leið sem byrjar hægra megin við hrygginn og fer upp losaralegasta hluta hamarsins. Fer upp á þægilegum tökum í byrjun en verður síðan þynnri fyrir miðju. Þegar yfir miðjuna er komið tekur við brölt upp í akkeri (tveir sigboltar). Leiðin ber nafn með rentu þar sem heilu blokkirnar voru hreinsaðar úr leiðinni og mikið var um laus tök. Algjör hjálmaskylda í þessari leið og farið rólega í hana til að byrja með.

Crag Akrafjall
Sector Suðursvæði
Type sport

[Verkefni]

Vinsamlegast EKKI bolta!
Dótaklifurverkefni, búið er að hreinsa sprunguna að mestu, en þó er enn eitthvað laust grjót og gróður fyrir miðri leið sem þarf að hreinsa.

 

Please do NOT bolt!
Trad project, the crack has mostly been cleaned, although there are still some loose rocks and vegetation roughly midway up that needs to be remove.

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type trad

Ritvélin 5.10d

Leið númer 2. Ekki merkt inn á mynd enn sem komið er en er rétt hægra megin við miðju á sectornum.

Ritvélin er þokkalega gömul tækni, en þessi leið er elsta leiðin á þessum sector (og reyndar eina enn sem komið er).

FF: Stefán Steinar Smárason, kringum 2000

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísina sector
Type sport

Grjótkast 5.10b

Leið númer 1 á mynd.

Leiðin er fullboltuð og tilbúin en hefur ekki verið klifruð. Leiðin er opið project og öllum velkomið að reyna.

Grjót var annað af tveim aðal vopnum sem voru notuð við Flóabardaga, ásamt Eldibröndum (Sjá nánar undir Eldibrandur).

Boltuð af: Friðfinnur Gísli Skúlason og Jón Heiðar Rúnarsson, 2018

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Eldibrandur 5.12a

Leið númer 2 á mynd.

Leiðin er fullboltuð og tilbúin en hefur ekki verið klifruð enn. Leiðin er opið project og öllum velkomið að reyna.

Þórður Kakali háði Flóabardaga gegn Kolbeini unga útfrá Trékyllisvík. Frá Þórði fóru tólf skip og yfir 200 manns. Hann sigldi út á Húnaflóa áður en að það gerði logn og fór bardaginn fram þar. Þórður hafði meðferðis heilan helling af grjóti sem var látið rigna yfir skip Kolbeins unga en einnig var logandi spýtum og lurkum kastað um borð, svokölluðum eldibröndum.

Boltuð af: Friðfinnur Gísli Skúlason og Jón Heiðar Rúnarsson, 2018

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Blómin á þakinu 5.9

Leið númer 3. á mynd

Kveikjan af þessu nafni kemur af stóru barði sem skagar yfir leiðina, á því eru alskonar blóm og plöntur.

Þessi leið vísar á tvennan hátt í sögu. Annars vegar er leiðin að vísa til húsakosta sem að Íslendingar hafa búið í öldum saman, torfbæina. Á þeim vex ýmislegt á þökunum, oftast gras en oft blóm eða aðrar plöntur. Oft var gripið til þess að setja kindur upp á þök torfbæja ef að sprettan í þakinu var orðin mikil. Hin tilvísunin í sögu er af öðrum toga, en hún vísar í barnabókina Blómin á þakinu sem kom fyrst út árið 1985 og er eftir Ingibjörgu Sigurðardóttir. Þessi tilvísun ætti betur við í Bókmennta og lista sectornum en sýnir á sama tíma hvað þema hvers sectors er teygjanlegt.

FF: Bryndís Bjarnadóttir og Magnús Arturo Batista, 2017

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Týnda síldin 5.10b

Leið númer 4. á mynd.

Á Íslandi hafa nokkrum sinnum gengið yfir síldarævintýri. Á Ströndum var talað um síldarævintýri á árunum 1917-1919. Seinna síldarævintýrið stóð yfir frá 1938-1954. Í Djúpuvík reis stæðsta síldarvinnsla landsins og bærinn taldi 500 manns þegar hæðst stóð. Að lokum færði síldin sig og hætti að koma inn á miðin og þá var lítið hægt að gera við síldarvinnsluna á Djúpavík.

Leiðin speglar þetta frábærlega með litlu gripi nálægt toppi leiðarinnar. Með góðu ímyndunarafli lýtur það út eins og lítil síld og erfitt er að sjá gripið. Þetta er hins vegar lykiltak og án síldarinnar geriru lítið líkt og síldarvinnslan í Djúpuvík.

FF: Bryndís Bjarnadóttir og Magnús Arturo Batista, 2017

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport
Skip to toolbar