Horn of plenty 5.9

Leið á stuðlinum sem er alveg fráskilinn frá veggnum. Leiðin liggur upp hægri hlið stuðulsins, ekki inni í sprungunni. Einhverjar líkur eru á að þetta sé sama leið og Strútur en talið er að Strútur liggi upp sprunguna sjálfa.

5.9R

FF: Rory Harrison, ágúst 2022

Crag Hnappavellir
Sector Þorgeirsrétt-austur
Type trad

Lionsklúbburinn Kiddi 5.10c

Leiðin liggur inni í gili við Rótarýbrúna, sunnan megin við Berjadalsána, og eru leiðirnar þá orðnar þrjár í gilinu

Hefst á brölti upp grasbala upp að fyrsta bolta (farið mjög varlega, laust og gróið). Fyrstu metrarnir eru á góðum tökum á slabbi en eftir það byrjar veggurinn að halla og við taka kantar og grunntök (ek). Klifrað út á horn og svo þverað til vinstri eftir grunnri sprungu og svo endað í toppi.

6b – 5.10b/c

FF: Sylvía Þórðardóttir og Þórður Sævarsson, ágúst 2022.

Crag Akranes
Sector Berjadalur
Type sport

Kollhnís 5.7

Leið númer 5.

Byrjar á lóðréttu klifri á góðum tökum sem fer svo fljótlega út í yfirhang á góðum tökum. Þegar komið er upp úr yfirhanginu léttist leiðin og fer eftir slabbi. Leiðin sameinast svo Krullu efst og þær samnýta akkeri.

22m, 5.7, 11 boltar

FF: Elísabet Thea Kristjánsdóttir & Emil Bjartur Sigurjónsson, júlí 2022

Crag Norðurfjörður
Sector Íþrótta og leikja svæði
Type sport
Skip to toolbar