Indjáninn 5.9

Leið númer 4.

10 m var klifruð eftir 1982. Var frekar erfið leið fyrir sinn tíma. Þetta er ein lóðrétt sprunga sem endar á dálitlum slúttandi kafla. Mestan hluta leiðarinnar er klifrið í “layback” og einungis hægt að “jamma” fremsta hluta fingranna inn í sprunguna.

Eitthvað hefur verið rætt um að bolta Indjánann vegna þess hve erfitt er að tryggja hann

Crag Kjarni
Sector Arnarklettur
Type trad

Skelin

Leið númer 3.

Leiðin er 25m og var fyrst klifruð sumarið 1980. Leiðin hefst á alveg sléttum , fótfestulausum vegg og þurfti þar að notast við stiga. Notaðar voru hnetur og fleygar.

Nokkuð er síðan að þessi leið var klifruð, svo að gráðan er ekki viss

Crag Kjarni
Sector Arnarklettur
Type trad

Kjarni

Fyrir ofan Kjarnaskóg er langt klettabelti. Einu nafni nefnast klettarnir Kjarnaklettar en áður fyrr var talað um þrjá mismunandi kletta fyrir ofan skóginn. Þeir voru Langiklettur (syðst), Arnarklettur (mið) og Krossklettur nyrst. Skráðar eru fjórar klettaklifurleiðir í Arnarklett.

Eitthvað er af ísklifri í hömrunum líka en það má finna á isalp.is

Bremsufarið 5.11b

Merkt blá. Byrjar undir áberandi bumbu. Leiðin byrjar á skemmtilegum búlder sem fer beint yfir bumbuna upp að litlu þaki (ek) og þar upp á tæpt en skemmtilegt slabb þar sem reynir á jafnvægið. Þannig er “direct” útgáfan hugsuð. Það er hægt að “svindla” þegar maður kemur upp á slabbið og taka út fyrir kantinn til vinstri inn í Bakþanka en hver vill vera svindlari. Sameinast Bakþönkum upp á fyrsta áberandi þægilega stallinum.

 

Crag Akrafjall
Type sport

Saurgat Lykla-Péturs 5.5

Leið 1B, stutt, auðtryggjanleg sprunga milli Heyvagninsins á horninu og Internetsins.
Lykla-Pétur má finna í miðri leið, en þar er þröngur og djúpur mónó sem býður upp á skemmtilegan en varasaman “mónó-lás”, ef fingrinum er stungið inn og snúið (allavega fyrir kjúkustórt fólk).

(Engar upplýsingar fundust um leiðina þó svo hún hafi mjög líklega verið klifruð áður, svo gráða og nafn eru ekki heilög)

Crag Pöstin
Type trad

Klifur í Valshamri


Vegna ábendinga frá stjórn sumarhúsaeigenda í Eilífsdal er rétt að ítreka fyrir klifrurum sem koma með hunda að hafa stjórn á þeim, hafa þá helst í bandi og láta þá ekki gelta óstjórnanlega. Minnum einnig á að það á ekki að ganga upp að hamrinum gegnum sumarhúsaland heldur út með girðingunni, tekur enga stund og er bara góð upphitun.
Höldum friðinn, sýnum tillitssemi og höldum áfram að klifra í Valshamri.


Due to complaints from landowners in Elífsdal please keep your dogs under control, minimize barking and preferably keep them on a leash.
Also, when walking up to the cliff do not go through private land. Take the path running along the fench. It´s a short walk and a good warm up.
Lets keep the peace and keep on climbing in Valshamar.

Hólmavík

Hólmavík er fyrsta bæjarfélagið sem komið er að á Vestfjörðum. Vestfirðir eru þekktir fyrir að hafa þéttara og fastara berg heldur en suðurlandið og suðvesturhornið.

Í Hólmavík hefur eitthvað verið farið af grjótglímuþrautum en einnig eru hærri hamrar þar sem að nokkrar spotklifurleiðir eru í vinnslu.

1. Inni í bænum

1. Vömbin – project
2. Tannlausi álfurinn – 5A
3. Roy Rogers – 5B
4. Estrogen – 6A+
5. Daiya – 5C
6. Oumph – 6C

 

Garún Garún 5.11d

3m hægra megin við Gandreið (leið númer 4)

Stíf leið og erfið aðkoma. Best er að klifra Svarta turninn eða ganga upp gilið þar, ganga svo eftir toppnum á Búahömrum og síga niður á sylluna þar sem að leiðirnar eru. Sigboltar eru til staðar uppi.

FF: Sigurður Tómas Þórisson og Valdimar Björnsson

Crag Búahamrar
Type sport

Svarti turninn 5.8

Svarti turninn – 5.8

Staðsetning:

Búahamrar í Esju, um 100 metrum vestan við Rauða turninn.

F.F.: 6/7/´09 – Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Sveinsson (Sissi).

Lýsing leiðar:

1. spönn: 5.7 – 30 m.

2. spönn: 5.8 – 15 m.

3. spönn: 5.3 – 50 m (tengispönn, brekka með stuttu hafti).

4. spönn: 5.8 – 10 m.

Fyrsta spönn er löng og brött á köflum, erfiðust fyrstu 15 metrana. 9 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Önnur spönn liggur upp einskonar berggang og endar í víðum strompi og þar er krúxið. 5 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Þriðja spönn liggur upp grasbrekku sem leiðir að stuttu og léttu klettahafti með einum bolta. Þar fyrir ofan er stutt brekka upp í eins-bolta megintryggingu.

Fjórða spönn liggur upp víða sprungu (off-width). Á einum stað þrengist sprungan og verður þar mjög hentug fyrir meðalstóran hnefa. 4 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Niðurleið:

Við mælum eindregið með því að klifrarar gangi niður. Best er að fara nokkra metra til vesturs og þar niður gil, fylgja svo klettaveggnum þar til komið er að þröngu og bröttu gili. Sjá leiðarvísi.

Búnaður:

60 metra lína + 11 tvistar.

ATH!!

Við erum búnir að hreinsa leiðina nokkuð vel en þó geta leynst staðir þar sem bergið er laust. Því er nauðsynlegt að nota hjálm. Varast skal að klifra út úr leið í fyrstu spönn.

Njótið vel! Það væri gaman að heyra frá þeim sem klifra leiðina, t.d. athugasemdir um gráðun o.s.frv.

Leiðarvísir og myndir

Crag Búahamrar
Type sport
Skip to toolbar