Slímhyski! 5.3
Leið 5
*
6-8 m
Örstutt leið eftir áhugaverðri, mjórri flögu og ekki alltaf augljóst hvoru megin betra er að vera.
Leið 6
6-8 m
Stemmað er upp eftir hægra skotinu fyrstu metrana upp að þakinu, þaðan er hliðrað til vinstri í sprunguna úti á hryggnum yfir litla þakinu. Eflaust er mögulegt að byrja leiðina með útilokunarprobba í byrjun, en sú þraut er allnokkuð erfiðari en framhaldið.
FF. Sigurður A. Richter, 2025
Leið 8
**
6 m
Örstutt dótaleið/há grjótglímuþraut. Auðvelt slabbið leiðir upp að stakri stökkhreyfingu upp í áberandi holuna efst. Auðvelt mantl eftir það.
FF. Sigurður A. Richter, 2025