4 related routes

Grútskítug grásleppa! 5.4

Leið 1

*

15-20 m

Tiltölulega bein og augljós leið, gróin á köflum.

FF. Sigurður A. Richter, 2025

Nístandi náhveli! – 5.2

Leið 2

10 m

Stutt, auðtryggð leið eftir sprungunum í skotinu.

Tundurskeyta-túnfiskar! 5.5

Leið 3

***

15-20 m

Skemmtileg leið sem fylgir augljósu sprungunni í byrjun um 6-8 m, þangað til hún sveigir til hægri. Þar eru tekin nokkur hliðarspor út á slabbið til vinstri, þar sem komið er að stuttum, bröttum kafla upp á stóra syllu (EK). Þaðan eru nokkrar hreyfingar upp eftir lausum hryggnum efst.

FF. Sigurður A. Richter, 2025

Skáröndóttir skötuselir! 5.6

Leið 4

**

15-20 m

Leiðin fylgir sprungunni í horninu um hálfa leið, þar sem stutt en vandasöm hliðrun endar á litlum stalli á hryggnum hægra megin. Þeim hrygg fylgt upp á topp. Tveir óútsýrðir boltar leynast efst, milli hryggjarins og topps sprungunnar. Leiðin var upprunalega einfarin og því þessi leið valin, en með tryggingar er eflaust eðlilegra að fyglja grófinni áfram upp, eða byrja hrygginn á bröttu sprungunni neðst.

FF. Sigurður A. Richter, 2025

Leave a Reply

Skip to toolbar