Fiðlarinn í þakinu 5.13a

Leið númer 2.

Fyrsta 5.13 Vestfjarða.

Leiðin er í smá hvilft í miðjum sector, vinstra megin við Ísbjarnablús. Leiðin fer nokkuð beint upp lóðréttan vegg áður en komið er í þak. Þakið leiðir mann aðeins til hliðar, upp á annan lóðréttan vegg og svo í annað þak. Leiðin endar á aðeins auðveldara klifri upp í akkeri.

FF: Jafet Bjarkar Björnsson, júlí 2021
Boltuð af Þórði Sævarssyni.

Crag Norðurfjörður
Sector Dægrardvalar svæði
Type sport

Baunabelgurinn 5.8

2b á mynd. Klifraði á trad (R. Askew) en má bolta. HVS 4c / 5.8

Klifra baunabelgurinn á mjög goðum grípum, fara til vinstri (crux) og klára upp Skessa/Tröll. Efsta partið er ekki mjög vel tryggt – á FF efsta partið var klifraði á dót (upper moves protected by 1 size 00 cam) en getur alveg vera á boltum.

Crag Háibjalli
Type trad

Páskahret 5.8

Leið 5a, rauð lína

“Páskahret”, hefst á sama stað og “Sætur Álfur” en heldur svo áfram upp feisið vinstra megin við hornið, án þess þó að ramba út í óhreinsaða kverkina og múkkahreiðrin.

FF: Sylvía Þórðardóttir

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Auðhumla 6c

Auðhumla 6c. FA: Þórður Sævarsson

Auðhumla var frumkýrin. Hún varð til þegar frost Niflheims blandaðist eldum Múspellsheims í Ginnungagapi. Þar fyrir utan er þetta alveg frábær leið, smá Font-stemmning á norðurhveli.

Byrjar sitjandi undir klettinum í grunnri holu með hægri og góðu undirtaki með vinstri, hér er jafnvel hægt að ná knee-bar. Há fótstig, grunnar holur/kantar, tæpir fætur og full-on top-out. Muna eftir dýnunum.

Crag Akranes
Sector Innstavogsnes
Type boulder

Niðavellir 7a

Niðavellir 7a: FA: Þórður Sævarsson

Stórkostleg leið. Sagan segir að hinir góðu og þeir vitru muni dvelja á Niðavöllum eftir Ragnarök. Byrjar í góðri holu fyrir hægri, slópí hliðartak á vinstri og lítil nibba fyrir vinstri fót undir klettinum. Leiðin toppar og því ráðlegt að hafa nóg af dýnum eða svellkaldan haus.

Crag Akranes
Sector Innstavogsnes
Type boulder
Skip to toolbar