Klifurfréttir eftir Verslunarmannahelgi

Frábært veður var á landinu alla Verslunarmannahelgina (lesist lítill vindur og ekki rigning) og mikið var klifrað víða um land.

Hópur fór í Norðurfjörð til að klifra og setja upp nýjar leiðir. Helgin var vel nýtt og opnaðar voru 6 nýjar leiðir.

Grjótkast – 5.10a
Dalalæða – 5.8
Tyrkjaránið – 5.11a
Baskavígin – 5.9
Þorskastríðið – 5.9
Strengjafræði – 5.7

Einnig voru nokkrar leiðin sem að enn vantaði akkeri eftir seinkun á akkerapöntun. Akkerum var bætt við í: Blómin á þakinu 5.9, Týndu síldina 5.10b/c, Tilbera 5.9 og Nábrækur 5.8. Nú eru því allar leiðirnar í Norðurfirði eins og þær eiga að sér að vera.

Leiðarvísirinn hefur verið uppfærður og myndir lagaðar

Einnig var margt um manninn á Hnappavöllum. Margar leiðir voru klifraðar og náði Björn Baldursson að komast upp Föðurlandið 5.13c, elstur manna.

Strengjafræði 5.7

Leið númer 3 á mynd.

Leiðin byrjar á stuttu brölti upp á syllu. Þar kemst maður inn í stallað klifur. Um miðja leið klifrar maður upp nokkuð brattan vegg á góðum gripum. Leiðin liggur hægt og rólega upp til vinstri inn í kverkina.

28m, 10 boltar

Strengjafræði er fræði á bakvið eðlisfræðikenningu. Kenningin heldur því fram að allir kvarkar innihaldi litla strengi af hreinni orku. Eftir því hvaða form strengurinn hefur og hvernig hann sveiflast verða til mismunandi kvarkar. Kvarkar koma svo saman og mynda eindir á borð við rafeindir, róteindir og nifteindir sem koma svo saman og mynda atóm.

FF: Jónas G. Sigurðsson & Ólafur Páll Jónsson – 2019

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísinda sector
Type sport

Þorskastríðið 5.9

Leið númer 14 á mynd

Leiðin fer upp miðjuna á stórum og fallegum vegg hægra megin við Blóðbað. Ofarlega er hreyfing sem hentar vel fyrir hávaxna og því gæti leiðin verið nær 5.10a fyrir stutta.

5.9, 9 boltar.

Í raun voru þrjú Þorskastríð háð við strendur Íslands. Það fyrsta varði frá 1958-1961, annað Þorskastríðið varði 1972-1973 og það þriðja 1975-1976. Í öll skiptin var kveikjan sú að Ísland stækkaði landhelgi sína eða efnahagslögsögu. Fyrst var landhelgin færð úr fjórum sjómílum upp í 12, í annað skiptið var lögsagan aukin í 50 sjómílur og í það þriðja var hún færð upp í 200 sjómílur. Þetta líkaði Bretum ekki því að nú náði lögsaga Íslands yfir svæði sem þeir voru vanir að veiða á. Bretar héldu áfram að veiða á svæðunum sem nú tilheyrðu Íslandi og sendu þeir herskip til að vernda togarana. Varðskipið Ægir beitti íslensku uppfinningunni togvíraklippum og skar á öll togaranet sem veiddu ólöglega innan efnahagslögsögunnar. Eitt manntjón varð í Þorskastríðunum þegar að vélstjóri á Ægi fékk raflost við að laga viðgerðir eftir ásiglingu Breta. Í fjóra mánuði sleit Ísland stjórnmálatengslum við Bretland og hótaði að ganga úr NATO. Eftir að minnstu munaði að meiri mannskaði yrði í maí 1976 þá funduðu fulltrúar beggja landa í Noregi og komust að samkomulagi.

FF: Daniel Ben-Yehoshua – 2019

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Baskavígin 5.9

Leið númer 8 á mynd

Leiðin byrjar á léttu klifri upp á syllu. Frá syllunni eru tvær nokkuð stífar hreyfingar til að koma sér inn í kverk. Frá því að maður nær að stíga á hinn vegginn í kverkinni er maður í strompaklifri alveg upp á topp.

ATH: Klifrari klifrar úr augsýn tryggjara rétt eftir miðja leið

Baskneskir hvalveiðimenn upp Hvalstöð á Ströndum og lifiðu í sátt og samlyndi við heimamenn næstu í tvö ár, eða til 1615. Upp komu deilur sem mátti rekja til stuldurs á harðfisk í kjölfar skipbrots. Baskar voru dæmdir útlægir af heimamönnum og 80 mönnum var slátrað í köldu blóði á örfáum dögum. Þetta er síðasta skráða fjöldamorðið á Íslandi.

FF: Jónas G. Sigurðsson & Nóa Sólrún Guðjónsdóttir – 2019

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Tyrkjaránið 5.11a

Leið númer 7 á mynd

Leiðin byrjar á augljósum stein sem skagar út úr veggnum. Frá honum er farið upp lóðréttan vegg ca 10m og upp á syllu. Frá syllunni tekur við veggur sem er yfirhangandi um ca 20°-30° alla leið upp á topp.

25m, 10 boltar.

Frumferð á Tyrkjaráninu

Tyrkjaránið vísar til atburðar sem átti sér stað í Vestmannaeyjum, Grindavík og á Austfjörðum. Ránið átti sér stað á fyrrihluta 17. Aldar og var framið af sjóræningjum frá Algeirsborg í Alsír en ekki Tyrkjum eins og áður var haldið. Sjóræningjar fóru um og rændu fólki og drápu á þeim stöðum sem þeir fóru um. Fólkið sem var tekið var selt í ánauð í Algeirsborg.
Þessi leið er við hilðina á leiðinni Baskavígin og ferðast þær upp vegginn í talsverðu návígi. Þetta mynnir okkur á að Íslendingar voru ekki bara saklausir bændur og fórnarlömb. Íslendingar lentu bæði í grimmilegum atburðum og ofbeldi af hálfu aðkomumanna ásamt því að gera slíkt hið sama við saklausa aðkomumenn.

FF: Jónas G. Sigurðsson, 2019

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Dalalæða 5.8

Leið númer 6 á mynd.

22m, 9 boltar.

Leiðin fer upp aðeins slabbandi vegg í byrjun og stefnir á syllu. Frá sylunni eru nokkrar yfirhangandi hreyfingar til að komast á næsta vegg og svo eru stór grip þaðan og upp á topp.

Dalalæða er þoka sem að myndast oft á kyrrum kvöldum og nóttum eftir sólríkan dag þegar að raki við yfirborð nær að þéttast. Oft má sjá Dalalæðu leggja upp úr skurðum eða mýrum. Dalalæða er yfirleitt um mittisdjúp og flæðir hún fallega yfir umhverfi sitt. Árið 2008 var haldin kosning um fegursta orðið í íslensku máli. Orðið Dalalæða vann orðið kærleikur með naumindum. Árið 2013 var þessi keppni haldin aftur og var þá stærri og meiri um sig. Í það sinn stóðu orðin ljósmóðir og bergmál uppúr og hafði það fyrra sigurinn.

FF: Catherine Gallager & Robert A. Askew, 2019

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport
Skip to toolbar