Sportleiðin 5.10c

Leið 19.2

18m

Skemmtileg dótaleið sem býður upp á líklega áhugaverðustu og bestu tryggingu Hnappavalla. Leiðin byrjar á grjótglímuþraut vinstra megin við músastigann (hefst á augljósum mónó í tveggja metra hæð og fer beint upp hornið). Þaðan er brölt upp í skútann og klifrað út stóru sprunguna hægra megin. Ekki klifra upp á barðið og inn í hellinn (mikið af drullu og lausu grjóti!). Í stað þess er klifrað á góðum tökum út á hornið til vinstri og þaðan er yfirhangandi hryggnum fylgt beint upp á topp án þess að hliðra út til hægri á barðið eða til vinstri í strompinn.

Sigurður Ýmir Richter, 2020

Crag Hnappavellir
Sector Vatnsból
Type trad

Sinningur í barðinu 5.7

Leið 13.1 🙂

12m

Eina yfirhangandi leiðin í Austurhamri. Leiðin liggur upp miðjan hamarinn efst í gilinu milli hamranna tveggja í Austurhamri (beint fyrir aftan Einhyrninginn). Leiðin fer upp undir litla yfirhangið, og þaðan beint upp það á góðum tökum.

Flestir minni steinarnir hafa verið losaðir, en best er að hafa varann á þar sem eitthvað er um stórar blokkir sem virðast ekki sérlega traustvekjandi.

Sigurður Ýmir Richter & Magnús Ólafur Magnússon, 2020


Crag Stardalur
Sector Austurhamrar
Type trad

Hafnfirðingabrandari 5.8

Leið 14.1 🙂 🙂

30m

Leiðin hefst á brattri sprungu upp á stallinn. Þaðan er óljósri sprungunni fylgt upp miðjan vegginn upp á topp á skemmtilegum tökum í furðu góðu bergi (m.v. Vesturhamar), en samansaumuð sprungan tekur illa við tryggingum á köflum.

Sigurður Ýmir Richter & Valur Áki Svansson, 2020

Crag Stardalur
Sector Vesturhamarar
Type trad

Sætur bauni 5.7

Leið 14.2 🙂

30m

Stutt sprunga klifruð upp á stall. Þaðan er óljós sprunga vinstra megin við Skrekk Björns klifruð án þess að nota hægri vegginn og sprunguna í Skrekk Björns (þó er gott að tryggja með þeirri sprungu). Eftir það er óljósu sprungunni fylgt upp á topp án þess að stíga út í stallinn til hægri.

Sigurður Ýmir Richter, 2020

Crag Stardalur
Sector Vesturhamarar
Type trad
Skip to toolbar