Hafrafell

Við Hafrafell er stakur steinn sem klifrað hefur verið á. Hugsanlegt er að svæðið hafi fleiri steina sem ekki hafa fundist enn.

Blóðsteinninn – The Bloodstone

Blóðsteinninn er stakur steinn hjá bílastæðinu  við Hafrafell við Svínafellsjökul. Steinninn er úr gæða basalti á meðan að flest annað í kring er úr Móbergi. Allar leiðir á Blóðsteininum byrja sitjandi. Varist auðveldu leiðirnar, því að ferðamenn sem skoða jökulinn eru þekktir fyrir að leita skjóls bakvið steininn og ganga örna sinna.

The Bloodstone is a single boulder next to the parking lot at Hafrafell by the Svínafellsjökull glacier. The boulder is good quality basalt while most of the other boulders in the area are poor quality tuff. All problems on the Bloodstone have a sit start. Be careful on the easy problems behind the boulder as tourists checking out the glacier have been known to use the shelter from the boulder to relieve themselves there.

Stefnis hliðin
1. Project
2. Stefnið 6B

One on one hliðin
1. Stefnið 6B
2. One on one 6C
3. Spiritual Athleticism 7B

The Archer hliðin
1. Spiritual Athleticism 7A
2. The Archer 7A
3. Project

Rip, rap og rup hliðin
1. Rip 5B
2. Rap 5C
3.Rup 5B

Ugla 5.6

Leiðin lengst til vinstri

Sumarið 2016 ákvað Palli, sem að eigin sögn hafði talað “digurbarklega” um að setja upp fleiri leiðir í Búahamra, að láta hendur standa fram úr ermum. Hann henti upp tveimur leiðum rétt vinstra megin við Svarta turninn. Ugla er 25-30m og með eitthvað á milli 15 og 18 bolta. Algengt er að fólk vant Hnappavöllum klári tvistana sína áður en leið er lokið. Einnig hefur talsvert verið um að fólk sé að rífa út grip í leiðinni, svo klifrið af nærgætni, notið hjálm.

Þó svo að gráðan sé létt, þá er þetta ekki byrjendavænasta leiðin vegna aðstæðna í hömrunum.

FF: Páll Sveinsson, 2016

Crag Búahamrar
Type sport

Stúlkan í turninum 5.7

Miðju leiðin

Sumarið 2016 ákvað Palli, sem að eigin sögn hafði talað “digurbarklega” um að setja upp fleiri leiðir í Búahamra, að láta hendur standa fram úr ermum. Hann henti upp tveimur leiðum rétt vinstra megin við Svarta turninn. Stúlkan í turninum er 25-30m og með eitthvað á milli 15 og 18 bolta. Algengt er að fólk vant Hnappavöllum klári tvistana sína áður en leið er lokið. Einnig hefur talsvert verið um að fólk sé að rífa út grip í leiðinni, svo klifrið af nærgætni, notið hjálm.

Þó svo að gráðan sé létt, þá er þetta ekki byrjendavænasta leiðin vegna aðstæðna í hömrunum.

FF: Páll Sveinsson, 2016

Crag Búahamrar
Type sport

Blóðbað 5.10a

Leið númer 4 á mynd

Leiðin var boltuð á tveimur dögum í ágúst 2016. Sex manna teymi var í þrjá daga að skoða þetta lítt þekkta klifursvæði. Þegar boltun var lokið þurfti annar leiðasmiðana að rjúka af stað í bæinn ásamt einum úr teyminu og skildu þau við hin fjögur sem hélt áfram að klifra í firðinum og prófa nýju leiðina. Þegar komið var í Reykjavík blasti við frétt á fréttamiðlum:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/03/hlaut_opid_fotbrot_vid_klettaklifur/

Mjög ofarlega í leiðinni, þar sem erfiðustu hreyfingarnar eru, dettur klifrarinn alveg við tvist sem hún var ekki búin að ná að klippa í. Næsti bolti er það langt fyrir neðan að hún dettur  og lendir á mjórri syllu og ökklabrotnar. Blóð spýtist út um allt, yfir alla leiðina, á línuna, tvistana og hressilega dropar á tryggjarann. Klifrarinn og teymið með henni höndlaði aðstæður eins vel og á er komist, stöðvuðu blæðingu, hringdu á hjálp, fengu börur og náðu að slaka henni niður brekkuna og í sjúkrabíl. Sjúkrabíllinn kom frá Hólmavík og skutlaði henni í sjúkraflug frá flugvellinum á Gjögri (þar sem er príðis boulder líka).

Af þessum atburðum dregur leiðin nafn sitt.

Leiðin er þokkalega byrjendavæn samt sem áður, löng og flæðandi. 15 boltar eins og er en þeim 16. verður bætt við í næstu ferð sem farin verður í Norðurfjörð til að gera leiðina skothelda.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Magnús Arturo Batista, ágúst 2016

27m

Crag Norðurfjörður
Sector 1
Type sport

Kollafjörður

Kollafjörður, og í raun allir Vestfirðir hafa lítið verið skoðaðir með tilliti til klifurs en þó er heill hellingur í boði þar. Kollafjörður en með a.m.k eitt innskot eða berggang  sem að bíður upp á sportklifur. Vorið 2016 setti Haraldur Ketill Guðjónsson upp fystu leiðina í firðinum í þessu heillega innskoti. Hugsanlega er pláss fyrir eina til tvær sportklifurleiðir í viðbót á þessum vegg. Aðalmöguleikar Kollafjarðar og nærliggjandi fjarða liggja sennilega í grjótglímu.

Burstabær 5.13d

Leið númer 11

Enn ein viðbótin í hæðsta svæði Hnappavalla og vonandi eiga fleiri eftir að fylgja í kjölfarið.

Leiðin er með tvö akkeri. Ef klifrað er upp að neðra akkerinu telst leiðin vera 5.11d. Fyrri hlutinn er lóðréttur og eltir sprungur og holur upp sléttan vegg. Ofar breytist hún og verður meira eins og langur boulderprobbi með krúxið á lokakaflanum. Holur kantar og slóperar. Þrjár stjörnur.

FF: Valdimar Björnsson, 2016

Crag Hnappavellir
Sector Salthöfði
Type sport

Boltaðar leiðir í Akrafjalli sumarið 2016

hamarinn

Í sumar voru boltaðar nokkrar leiðir í Akrafjalli, rétt fyrir ofan Akranes (um 45 mín frá Rvk). Leiðirnar eru fjórar og allar í sama hamri, fyrir utan eina staka leið, en í hamrinum hefur verið klifrað í nokkurn tíma í ofanvaði. Nú hafa leiðirnar verið boltaðar og sett sigakkeri, sem auðvelt er að nálgast að ofan fyrir þá sem vilja klifra í ofanvaði. Mælt er með að klifra með hjálm í hamrinum og forðast að klifra lang út fyrir boltalínu þar sem eitthvað er um laust og sprungið grjót.

Í hamrinum eru fjórar leiðir boltaðar.

“Hreiðrið 5.10c/d”. Byrjar á brölti upp stall, takið varlega í grjótið. Leiðin hefst fyrir alvöru á sléttum vegg á litlum köntum og tæpum fótum. Powerhreyfing í geðveikt undirtak og svo eru nokkrar tæpar hreyfingar til viðbótar upp að litlu þaki og yfir það. Eftir það er smá slabb, kantar og fótavinna. Orginal leiðin er hugsuð beint upp feisið án þess að taka út fyrir hornin hægra eða vinstra megin og ekki nota stóru juggarana í hliðunum (áberandi góð tök). Ef allt er notað er leiðin mun léttari, 5.10a. En endilega smakkið á henni og gefið álit. 9 boltar í leiðinni. Fyrst leidd af Þórði Sævarssyni sem boltaði ásamt Sigurði Tómasi Þórissyni.

“Varðmenn spýjunnar”, 5.5. Dregur nafn sitt af varðmönnum í Fýlslíki sem spúa eldi og brennistein á alla sem komast upp í miðja leið. Ekki freistast langt út úr leið. Leiðin byrjar í skemmtilegu yfirhangi á góðum juggurum. Við tekur slabb (framhjá hreiðrunum) sem lýkur á góðum stalli. Eftir það er þægilegt klifur upp í topp. Þéttboltuð leið, góð byrjendaleiðsla.
“Írskir dagar”, 5.5. Þægileg leið upp smá stall. Krúxið er að vippa sér upp á slabbið en þar stendur maður mjög vel í góðri brekku. Eftir slabbið er létt klifur beint upp eftir boltalínunni. Var boruð og boltuð á Írskum dögum, bæjarhátíð Akurnesinga.
“Ljótur álfur”, 5.8. Leiðin er gömul og var boltuð af félögum úr Björgunarfélagi Akraness. Leiðin byrjar á slabbi og upp í góða hvíld undir litlu þaki. Áfram yfir þakið á litlum köntum og jafnvægishreyfingum. Endar á þægilegum tökum upp í topp.

Norðan við bílastæðið er ein stök leið boltuð.

“Stjakinn 5.11a”. Grjótglímuþraut í leiðslu, þrír boltar og eitt auga og setja sling utan um grjótið efst fyrir akkeri, þægilegt að ganga í að ofan. Ber nafn sitt af grjóti sem stendur upp úr jörðinni og líklegt til að stjaksetja þá sem detta. Tryggjari þarf að vera vel vakandi. Byrjar vinstra megin í góðri flögu og fer vinstra megin upp eftir sprungum, grípið varlega. Þverar til hægri undir yfirhangið og svo upp hægra megin í dýrðlega holu sem er eins og einhver hafi mótað hana í höndum. Toppar svo með látum. Töff leið. Þórður Sævarsson boltaði og leidd fyrstur.

Bendi áhugasömum á að skoða leiðavísi fyrir Akrafjall: https://drive.google.com/file/d/0Bwig2xc5HxGybGVNZmhadGl1dE0/view

Skip to toolbar