Þrengsli

Árið 2019 voru Valdimar Björnsson og Kristján Þór Björnsson að malbika Þrengslaveginn.
Dagurinn langur og nægur tími gafst til að líta í kringum sig. Steinarnir í hlíð Stakahnúks leyna
á sér og malarhrúgan blekkir augað. Þetta endaði með því að þeir urðu að ganga upp og skoða
hvort að þarna væri eitthvað sem vert væri að klifra. Sem það vissulega var, steinarnir virka
miklu minni en þeir eru í raun þegar að þeim er komið. Á svæðinu eru steinar af sömu stærð og
gerð eins og má finna á grjótglímusvæðinu í Jósepsdal. Afar fastir í sér, flottir og henta vel til
klifurs. Brekkan er betri en sú sem má finna í Jósepsdal, styttri aðkoma og ekki alveg eins brött.
Á steinunum má finna leiðir frá V1 og upp í V9. Þetta svæði er með eitthvað fyrir alla.

Skip to toolbar