Stemmari 6c

Steinn 7 í Svínafelli, leið 1.

Sitjandi byrjun í góðum djúpum þriggja putta vasa fyrir vinstri hendi. Fer upp til vinstri og miðar á toppinn á þríhyrndu hliðinni sem að leiðin er á, topout til hægri.

Mjög góð leið og flest allt sem getur brotnað úr leiðinni er sennilega farið nú þegar.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 7
Type boulder

Tveggja turna tal 5.8

Leið 36d á mynd.

Leið á milli Svarta turnsins (#36c) og Angurboðu (#36e). Leiðin byrjar á áberandi stall þar sem að Angurboðu skorningurinn byrjar.

Spönn 1: Byrjar á stallinum á stölluðu klifri í nokkuð grónu landslagi en mjög fljótlega eykst hallin, gróðurinn minkar og leiðin verður áhugaverðari. Fullboltuð, 5.7 ca. 25m.

Spönn 2: Byrjar á góðri syllu í boltuðu akkeri og fer beint upp vegg en stefnir svo fljótlega inn í áberandi stromp á þokkalegum tökum. Frá toppnum á strompinum er létt stallað klifur upp á brún. Fullboltuð, 5.8 ca 25m.

Leiðin endar á svipuðum stað og önnur spönnin í Svarta turninum, þar hafa klifrarar val um að ganga niður úr leiðinni eða fara í loka spönnina í svarta turninum.

FF: Bjartur Týr Ólafsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. júní 2018. Tvær spannir, fullboltuð, 5.8, 50m.

Crag Búahamrar
Type sport

Piparkorn 5a

Steinn númer 1 í Svínafelli, leið númer 2.

Standandi byrjun og færir sig upp til vinstri í top out.

Það er sennilega möguleiki á sitjandi byrjun, en lykiltak brotnaði í slíkum tilraunum. Þessi steinn er úr þursabergi og því aðeins lausari í sér.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 1
Type boulder

Steinvala 6a

Steinn númer 2 í Svínafelli, leið númer 1.

Leiðin sem snýr frá vegslóðanum. Byrjar sitjandi í mjög stórum og áberandi juggara. Juggarinn skröltir aðeins en ætti ekki að losna af nema að mjög harkalega sé gengið um.

Frábær leið.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 2
Type boulder

Leirbað 6a

Steinn 2 í Svínafelli, leið 3.

Byrjar sitjandi alveg vinstramegin á hlið 2. Löng hreyfing upp til hægri í áberandi góðan kant. Kanturinn var með smá mosabarði á og eitthvað af leðju í gripinu.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 2
Type boulder

Göltur

Steinn 5 í Svínafelli, leið 1. Project

Standandi byrjun í undirgripum, ferðast upp til hægri og mynnir dálítið á Jón Pál í Jósepsdal. Sameinast Gullinbursta í áberandi flötum juggara. Löng leið, fullt af hreyfingum.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 5
Type boulder

Gullinbursti

Steinn 5 í Svínafelli, leið 2. Project

Standandi byrjun í áberandi flötum juggara og fer upp til hægri og yfir feisið. Þar koma tvær hreyfingar niður á við og svo upp allar hreyfingarnar í Voila (#3).

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 5
Type boulder

Zupp 5a

Steinn 5 í Svínafelli, leið 4.

Standandi byrjun á miðri bakhlið steinsinis. Leiðin einkennist af stórum undirtökum og einhverjum gróðri á leiðinni upp. Auðveldasta klifurleiðin upp á steininn og þægileg leið til að komast til að skoða efri hluta hinna leiðanna.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 5
Type boulder
Skip to toolbar