Júdas 5b+

Nr 7

V1+/V2

Allur veggurinn hliðraður úr grónu kverkinni lengst til vinstri, þar til hún sameinast Kyrrlátt kvöld. Hefur líka verið klifruð með ísöxum og hentar ágætlega í þurrtólunar æfingar. Er þá kannski einhversstaðar í kringum leiðslugráðuna D5.

Crag Kúadalur
Type boulder

Hiroshima 6a

Nr 6

V3- *

Byrjar á lítilli festu hægra megin inn undir þakinu, yfir í litla mónó vasa og þaðan í merkta festu á vinstri kantinum á þakinu (mynd). Skemmtileg dýnamísk hreyfing út á kantinn og þaðan beint yfir þakskeggið.

Græni hringurinn er byrjunarfesta. Bláu hringirnir eru nokkurn vegin hugmyndin að gripunum og fótfestunum sem notuð eru. Leiðin toppar yfir þakið.
Crag Kúadalur
Type boulder

Kúadalur

Lítill snotur klettur í Heiðmörk sem sést illa frá veginum, en tekur litlar tíu mínútur að ganga að. Hér er að finna furðu stórt þak, sem er óvenjulegt fyrir grágrýtið í Heiðmörk. Ekki er vitað hvort þarna hafi verið klifrað áðu, ekki voru skráðar neinar þrautir, en undirritaður fann svæðið í leit að hafnfirskum klifurmöguleikum í miðjum sóttvarnarlokunum vorið 2020. Fáar þrautir eru skráðar enn sem komið er en nokkrar þokkalegar þó. Kletturinn snýr í norðaustur og í góðu skjóli í birkirjóðri, svo í morgunsólinni er sérstaklega yndæl forsæla í rjóðrinu. Enn er töluverður gróður á klettinum svo ekki er verra að hafa með bursta, sérstaklega ef á að finna nýja möguleika. 

Svo er ekki verra á fallegum degi að nýta aðkomuna í að skoða skemmtileg forn sel í Selgjá (https://ferlir.is/selgja-fridlyst/)

West World 5.7

UK trad – ~VS 4b
Augljós sprunga hægra megin við gilið.

Klöngur upp blautt bergið að upphafi leiðarinnar. Góðar tryggingar.
Þarf að hreinsa leiðina aðeinsbetur- svolítið skítug. Fara varlega- mjög laus steinn efst, mun hreinsa í næstu viku vonandi.

F.f. Robert Askew & Ólafur Páll Jónsson (30/04/2021)

Crag Stardalur
Sector Vesturhamarar
Type trad

Qivittoq 5.10c

E2 6a / 5.10+ (?)

Leið 17.1 🙂

25m

Bratti, áberandi stuðullinn milli A16 og A17 klifraður utanverður, án þess að nota næstu stuðla í kring. Áberandi lítið þak neðarlega á stuðlinum (EK) og vandasamt jafnvægisklifur eftir það. Árið 2019 uppgötvuðust efst á þessum stuðli tveir vægast sagt varasamir múrboltar sem voru samstundis fjarlægðir.

Útilokun: Klifrið einskorðast við stuðulinn í efri helming leiðarinnar (12m), þ.e.a.s. ekki skal nota stuðla utan við áberandi lóðréttar sprungur hvor sínu megin við stuðulinn. Engin ákveðin leið er bundin við fyrri hluta leiðarinnar (upp að bratta stuðlinum), jafnvel hægt að byrja bara klifrið af stóru bröttu syllunni og tryggja þaðan.

Janúar 2021, Sigurður Ý. Richter

(Leiðin var klifruð á þokkalega köldum degi í janúar, svo það má vel vera að leiðin reynist mun léttari fyrir aðra þegar sólin er komin hærra á loft. Gráðunni má því gjarnan taka með ákveðnum fyrirvara (sagði einhver soft tía í Stardal?!))

Crag Stardalur
Sector Vesturhamarar
Type trad
Skip to toolbar