Landnám 5.10c

Leið númer 7. á mynd.

Leiðin fer upp á syllu á miðjum veggnum, síðustu hreyingarnar upp á sylluna eru eitthvað tómar svo að það er línubútur sem að má nota til að aðstoða sig til að komast upp á sylluna.

Frá syllunni fer Landnám beint upp, aðeins til vinstri. Leiðin er tæpir 30m með fantagóðu útsýni.

Einn mikilvægasti hlekkur í Íslandssögunni er landnám Íslands. Leiðin er sú fyrsta sem var boltuð á Sögu sectornum og ein af allra fyrstu leiðum svæðisins.

FF: Stefán Steinar Smárason, í kringum 2000.

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Siðaskiptin

Leið númer 8 á mynd.

Leiðin hefur sömu byrjun og Landnám (#7), hálfa leið upp vegginn á áberandi syllu. Eitthvað lítið er um tök til að komast alveg upp á syllu svo að þar er smá línubútur sem að hægt er að toga sig upp á.

Frá syllunni klofna leiðirnar í tvennt. Landnám fer beint upp, aðeins til vinstri en Siðaskiptin fara aðeins til hægri.

Siðaskiptin hafa ekki verið klifruð en eru opið project.

Boltuð af: Stefán Steinar Smárason, í kringum 2000.

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Blóðbað 5.10a

Leið númer 10 á mynd.

Háklassa leið sem allir ættu að prófa. Leiðin ferðast upp mest áberandi vegginn á sectornum tæpa 30m. Aðeins þarf að þræða á milli bstu gripana í byrjun en eftir 3. bolta ferðast línan nokkuð beint upp.

Leiðin var boltuð á tveimur dögum í ágúst 2016. Sex manna teymi var í þrjá daga að skoða þetta lítt þekkta klifursvæði. Þegar boltun var lokið þurfti annar leiðasmiðana að rjúka af stað í bæinn ásamt einum úr teyminu og skildu þau við hin fjögur sem hélt áfram að klifra í firðinum og prófa nýju leiðina. Þegar komið var í Reykjavík blasti við frétt á fréttamiðlum:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/03/hlaut_opid_fotbrot_vid_klettaklifur/

Mjög ofarlega í leiðinni, þar sem erfiðustu hreyfingarnar eru, dettur klifrarinn alveg við tvist sem hún var ekki búin að ná að klippa í. Næsti bolti er það langt fyrir neðan að hún dettur  og lendir á mjórri syllu og ökklabrotnar. Blóð spýtist út um allt, yfir alla leiðina, á línuna, tvistana og hressilega dropar á tryggjarann. Klifrarinn og teymið með henni höndlaði aðstæður eins vel og á er komist, stöðvuðu blæðingu, hringdu á hjálp, fengu börur og náðu að slaka henni niður brekkuna og í sjúkrabíl. Sjúkrabíllinn kom frá Hólmavík og skutlaði henni í sjúkraflug frá flugvellinum á Gjögri (þar sem er príðis boulder líka).

Af þessum atburðum dregur leiðin nafn sitt.

Bolta hefur verið bætt í kaflan þar sem að slysið átti sér stað og ætti leiðin að vera eins örugg og a verður kosið.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Magnús Arturo Batista, ágúst 2016

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Draugakálfurinn Slorsi 5.8

Leið númer 12 á mynd.

Leiðin ferðast um vegg og hliðrar hægt og rólega til hægri undir stórum þökum. Í lokin þarf að hliðra aðeins til vinstri til að komast í akkerið.

Kálfurinn Slorsi átti heima á bæ í Norðurfirði áður en að hann dó. Hann gekk aftur og hrellti fólk á bænum þannig að kalla þurfti til prest til að særa Slorsa í burtu.

FF: Bryndís Bjarnadóttir og Magnús Arturo Batista, 2018

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Tillberi 5.9

Leið númer 13. á mynd, er inni í breiðum stromp sem er áberandi þegar maður stendur undir veggnum.

Tilberi er galdravera sem yfirleitt er sköpuð af norn. Til að byrja með þarf að grafa upp mannsrif úr kirkjugarði og vefja það í gráan ullarflóka. Rifið þarf að bera við brjóst og ganga til kirkju. Við altari kirkjunar á í þrígang að spýta messuvíni í barminn og á rifið. Rifið á þá að lifna við og verða hinn svo kallaði tilberi. Aðal notagildi tilbera var að senda þá á næstu bæi til að stela mjólk frá kú og koma með aftur til tilberamóðurinnar. Að launum fyrir mjólkina þarf tilberinn að fá að sjúga blóð innanlæris á tilberamóðurinni.

FF: Michael Walker, 2017

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Nábrækur 5.8

Leið númer 14 á mynd

Nábrækur eru galdraflíkur sem að reynt var að búa til á öldum áður. Til að byrja með þurfti að gera samning við mann, áður en að hann deyr. Eftir andlát þarf að grafa hann upp úr kirkugarði og fletta af honum skinnbuxunum, þ.e. allt skinn frá ofanverðu mitti og niðurúr. Mikilvægt er að ekki komi gat á skinnið við þessa aðgerð, því að þá munu buxurnar ekki virka. Til að virkja buxurnar að þessu loknu þarf að setja pening í punginn á buxunum. Mikilvægt er að stela peningnum frá fátækri ekkju á einni af þremur stórhátíðum ársins. Því næst er farið í buxurnar og eiga þær að gróa við mann, jafn óðum og farið er í þær. Erfitt er að fara úr þeim en það er hægt ef að annar aðili samþykkir að fara í þær. Sá aðili verður að fara í hægri skálmina jafnóðum og þú ferð úr þeim.

FF: Erla Guðný Helgadóttir og Jónas G. Sigurðsson, 2017

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu sector
Type sport

Tékkóslóvakía 5.10b

Leið númer 1 á mynd.

Tékkóslóvakía varð til í lok fyrri heimstyrjaldarinnar úr landsvæði sem áður tilheyrði Ungverjalandi. Pólitískst ósætti var á milli Tékka og Slóvena, þar sem erfiðlega gekk að komast að samkomulagi með marga hluti sem lutu að stjórnun landsins. Sátt komst á að sennilega væri bara best að skipta landinu í tvennt. Var það gert 1. janúar 1993. Nýju löndin nefndust Tékkland og Slóvakía.

FF: Stefán Steinar Smárason

Crag Norðurfjörður
Sector Landafræði sector
Type sport

Júgóslavía 5.10b

Leið númer 2 á mynd

Júgóslavía varð til í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar og var að stórum hluta gerð úr landi sem áður tileyrði Ungverjalandi. Mikil spenna var í Júgóslavíu en ágætlega gekk að halda henni í lágmarki allt til 1980 þegar að Júgóslavía tók að liðast í sundur. 13 árum síðar, 1993, hafði Júgóslavía skiptst upp í: Slóveníu, Króatíu, Bosníuog Hersagóvínu, Svartfjallaland, Serbíu og Makedóníu. Nafnið merkir land suður slavana og vísar til skildleika þeirra við norður slavana í Póllandi og nágrannalöndum þess.

FF: Stefán Steinar Smárason, kringum um 2000

Crag Norðurfjörður
Sector Landafræði sector
Type sport

Stemmari 6c

Steinn 7 í Svínafelli, leið 1.

Sitjandi byrjun í góðum djúpum þriggja putta vasa fyrir vinstri hendi. Fer upp til vinstri og miðar á toppinn á þríhyrndu hliðinni sem að leiðin er á, topout til hægri.

Mjög góð leið og flest allt sem getur brotnað úr leiðinni er sennilega farið nú þegar.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 7
Type boulder

Tveggja turna tal 5.8

Leið 36d á mynd.

Leið á milli Svarta turnsins (#36c) og Angurboðu (#36e). Leiðin byrjar á áberandi stall þar sem að Angurboðu skorningurinn byrjar.

Spönn 1: Byrjar á stallinum á stölluðu klifri í nokkuð grónu landslagi en mjög fljótlega eykst hallin, gróðurinn minkar og leiðin verður áhugaverðari. Fullboltuð, 5.7 ca. 25m.

Spönn 2: Byrjar á góðri syllu í boltuðu akkeri og fer beint upp vegg en stefnir svo fljótlega inn í áberandi stromp á þokkalegum tökum. Frá toppnum á strompinum er létt stallað klifur upp á brún. Fullboltuð, 5.8 ca 25m.

Leiðin endar á svipuðum stað og önnur spönnin í Svarta turninum, þar hafa klifrarar val um að ganga niður úr leiðinni eða fara í loka spönnina í svarta turninum.

FF: Bjartur Týr Ólafsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. júní 2018. Tvær spannir, fullboltuð, 5.8, 50m.

Crag Búahamrar
Type sport

Piparkorn 5a

Steinn númer 1 í Svínafelli, leið númer 2.

Standandi byrjun og færir sig upp til vinstri í top out.

Það er sennilega möguleiki á sitjandi byrjun, en lykiltak brotnaði í slíkum tilraunum. Þessi steinn er úr þursabergi og því aðeins lausari í sér.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 1
Type boulder

Steinvala 6a

Steinn númer 2 í Svínafelli, leið númer 1.

Leiðin sem snýr frá vegslóðanum. Byrjar sitjandi í mjög stórum og áberandi juggara. Juggarinn skröltir aðeins en ætti ekki að losna af nema að mjög harkalega sé gengið um.

Frábær leið.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 2
Type boulder

Leirbað 6a

Steinn 2 í Svínafelli, leið 3.

Byrjar sitjandi alveg vinstramegin á hlið 2. Löng hreyfing upp til hægri í áberandi góðan kant. Kanturinn var með smá mosabarði á og eitthvað af leðju í gripinu.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 2
Type boulder
Skip to toolbar