Búnaður

Klifurskór (klifurtúttur)

klifurskórSérhannaðir klifurskór eru venjulega notaðir í klettaklifri. Til að auka grip fótanna við klettinn er notað gúmmí sem hylur skóinn að utan. Klifurskórnir eru venjulega aðeins nokkurra millimetra þykkir og smellpassa utan um fótinn. Best er að versla sér frekar litla klifurskó því auðveldara er að stíga á litlar fótfestur ef klifurskórnir eru þröngir. Klifrarar láta stundum endursóla gömlu klifurskóna sína til að minnka kostað.

Karabína

KarabínaKarabínur eru hringlaga tól úr málmi og eru notaðar til ýmissa tenginga. Á þeim er opnari sem er haldið aftur með fjöður. Áður fyrr voru karabínur yfirleitt úr stáli en í dag eru karabínur notaðar í klettaklifri nánast eingöngu búnar til úr léttri álblöndu. Karabínur úr stáli eru sterkari en mun þyngri. Þær eru oft notaðar af fallhlífarstökkvurum og leiðbeinendum með hópa.Til eru margar útfærslur af karabínum en þeim má aðallega skipta í tvo flokka, læstar og ólæstar. Á læstum karabínum er öryggi til að koma í veg fyrir að þær opnist ekki óvart. Læstar karabínur eru notaðar í mikilvægar tengingar þar sem ekkert má klikka. Ólæstar karabínur eru t.d. notaðar í tvista.Karabínur eru til í alls konar útgáfum eins og karabínur með víropnara, beygðan opnara og beinan opnara. Opnararnir hafa mismunandi styrk og tilgang. Flestar karabínur eru framleiddar með beinum opnara. Karabínur með beygðum opnara og víropnara er yfirleitt að finna á tvistum og er til að auðvelda klifrurum að klippa klifurlínuna í tvistinn.

Tvistur

tvisturTvistar eru notaðir af klifrurum til að tengja sig í bolta, akkeri eða aðra tryggingu. Tvistar eru samansettir úr tveimur ólæstum karabínum og stuttu sérsaumuðu vínilreipi. Í sumum tilfellum getur verið hentugt að lengja tvista með því að taka vínilbandið af og setja sling í staðinn.Karabínan sem er hugsuð til að klippa í bolta er með beinan opnara til að minnka líkurnar á að hann klippist úr boltanum. Á hinum endanum er karabína með beygðum opnara eða víropnara til að auðvelda klifraranum að klippa línuna í tvistinn.

Klifurbelti

KlifurbeltiKlifurbelti eru notuð til að tengja persónu við klifurlínu. Flest klifurbelti eru sett utan um mittið. Klifurbelti hafa yfirleitt lykkjur saumaðar á fyrir klifurbúnað.
Til eru margar tegundir af klifurbeltum sem þjóna mismunandi tilgangi. Það eru t.d. belti fyrir krakka sem ná yfir axlirnar, belti fyrir fjölspannaklifur sem eru mýkri og þægilegri og belti fyrir fjallgöngumenn sem eru léttari og nettari.

Klifurlína

KlifurlínaKlifurlínur eru settar saman úr kjarna og ytra lagi (kápu). Kjarninn gefur um 80% styrk línunnar en kápan sem er fléttuð saman er hugsuð til að gera hana betri í meðhöndlun.
Hægt er að skipta klifurlínum í tvo flokka, dínamískar og statískar línur. Dínamískar línur eru teygjanlegar og henta vel fyrir fólk í klettaklifri. þær mýkja fallið fyrir klifrarann og álag á allan búnaðinn minnkar. Statískar línur eru yfirleitt sverari og teygjast mun minna. Þær eru helst notaðar til að síga niður kletta og í fjallgöngur.

Átta

ÁttaÁtta er búnaður hannaður fyrir sig. Til eru áttur sem er hægt að nota til að tryggja klifrara í línuklifri en yfirleitt henta þær illa þar sem þær taka illa föll og erfitt er að draga línuna í gegn.
Með áttu hefur maður góða stjórn og mikinn hraða þegar verið er að síga.

Túba

TúbaTúba er notuð í klifri til að tryggja klifrara. Klifurlínan er þrædd í gegnum túbu og karabínu sem veldur viðnámi og án mikillar fyrirhafnar er hægt að læsa línunni og stöðva fallandi klifrara. Túbu er einnig hægt að nota til að síga niður kletta.

Nokkrar útfærslur eru til af túbunni en þær virka nánast allar eins

Grigri

grigriGrigri er sérhannað fyrir klettaklifrara og virkar mjög svipað og túba. Línan er þrædd í gegnum tækið sem er svo læst með karabínu. Ólíkt túbunni læsir grigri sér sjálfkrafa þegar togað er snögglega í línuna.
Grigri er vinælt tryggingartól meðal klifrara enda vandað og öruggt. Helstu gallar er hversu dýrt það er og einnig er hætta á því að línan sé þrædd í öfuga átt en þá getur skapast smá hætta.

Hneta

HnetaHnetur eru einfaldlega málmkubbur fastur við vír. Þetta eru tól til að búa til tryggingu í klett. Henni er komið fyrir í sprungu og svo er togað í þar til hún situr föst. Klifurlínan er svo fest við vírlykkjuna með karabínu eða tvist.

Hnetulykill

HnetulykillÞegar hnetur hafa tekið fall standa þær oft pikkfastar í klettinum. Þá er gott að hafa hnetulykil til að losa hnetuna úr sprungunni.

Vinur

VinurVinur samanstendur úr þremur eða fjórum kambhjólum sem er komið þannig fyrir á einum eða tveimur öxlum, að þegar togað er í vír sem tengist við öxulinn þrýstast kambhjólin í sundur. Togað er í lítið skaft sem er utan um vírinn og fara þá kambhjólin saman svo hægt sé að koma þeim fyrir í sprungu eða vasa í klettinum. Þá er skaftinu sleppt og spennast þá kambhjólin sundur með fjöður og helst hann þannig fastur á sínum stað. Eftir því sem togað er fastar í vininn því fastar þrýstir hann sundur í klettinn. Klifurlínan er fest við vininn með karabínu eða tvist.

Kalk

kalkKalk er fínt duft sem eykur grip með því að drekka í sig svita. Kalk inniheldur aðallega magnesíum karbónat en einnig er oft sett út í það magnesíum súlfat sem gerir þurrkinn meiri.
Á svæðum þar sem rigning er fátíð eða klettar eru í skjóli frá rigningu getur kalkið safnast upp í vinsælum klifurleiðum. Af þeim ástæðum er kalkið stundum umdeilt þar sem það þykir ekki falleg sjón. Komið hefur verið til móts við þetta vandamál með því að bjóða upp á litað kalk sem er í sama lit og klettarnir á svæðinu. Þetta er ekki vandamál á Íslandi.

Kalkpoki

KalkpokiKalkpoki er yfirleitt settur utan um mittið og þannig getur klifrari kalkað hendurnar í miðri leið og aukið gripið.
Til eru stærri kalkpokar en þeir eru aðallega hugsaðir fyrir grjótglímu. Þeir eru geymdir á jörðinni meðan klifrarinn fer í klettinn.

Hjálmur

HjálmurHjálmurinn er mikilvægur öryggisbúnaður. Hann ver höfuðið fyrir höggi og fallandi hlutum. Í klifri er alltaf smá hætta á að reka höfuðið í þegar klifrari dettur.
Þegar klifrað er í ísklifri eða klettaklifri þar sem mikið er af lausum steinum er mjög mikilvægt að nota hjálm, sérstaklega fyrir þann sem er fyrir neðan að tryggja.

Dýna

Dýna,,Boulder-dýna” er notuð í grjótglímu til að mýkja lendinguna við fall. Þær eru oftast gerðar úr 4-10 cm. þykku frauði sem er pakkað inn í sterkan dúk. Á dýnum eru oftast handföng og þeim er auðvelt að pakka saman til að auðvelda flutning.

SlingurSlingur

Slingur er sterk ól sem er saumuð saman og myndar lykkju. Sling er hægt að setja utan um stein til að búa til tryggingu, nota með öðrum klifurbúnaði og margt fleira. Slingar eru stundum notaðir til að lengja tvista.

Dísuhlekkir

DísuhlekkirÞessi búnaður er svipaður og slingur nema hann er saumaður samann á nokkrum stöðum og myndar þannig borða með mörgum minni lykkjum. Dísuhlekkir (dasy chain) er aðallega notaðir í fjölspannaklifri til að tengja klifurbelti við akkeri. Klifrarinn getur þá notað lykkjurnar til að stilla fjarlægð sína frá klettinum.

Burstar

BurstarÍ klifri eru burstar notaðir til að þrífa kalk úr leiðum og önnur óhreinindi. Í inniklifri safnast oft upp kalk á gripunum og þá getur verið gott að pússa aðeins af til að fá betra grip. Í útiklifri þarf einnig stundum að hreinsa leiðir en þá er það yfirleitt mosi, sandur eða ryk.
Burstarnir eru yfirleitt með mjúkum hárum (ekki ósvipaðir tannburstum) en einnig er hægt að fá sér vírbursta. Vírbursta notar maður aðeins á mestu óhreinindin eins og þegar leið hefur ekki verið klifruð og mikill mosi og gróður er á klettinum.

Júmmari

JúmmariJúmmari er notaður til að hífa sig upp reipi. Júmmarinn er settur utan um reipið og læstur með karabínu. Reipið rennur þá í gegn aðra áttina en læsist þétt um línuna þegar togað er í hina. Júmmarinn er fyrst festur í klifurbeltið með t.d sling og svo settur utan um línuna og svo læstur með karabínu. Tveir júmmarar eru venjulega notaðir til að hífa sig upp línu.
Til er önnur tegund af júmmara. Sá hefur þann eiginleka að línan getur runnið í báðar áttir en þegar kippt er snöggt í línuna þá læsist hún.

Klifur

Klifur er íþrótt sem felst í því að klifra kletta eða tilbúna klifurveggi. Markmiðið er að komast alla leið upp eða að endapunkti í fyrirfram ákveðni leið. Klifur er krefjandi íþrótt sem tekur á líkamlega og andlega. Mikilvægt er að hafa rétta kunnáttu og búnað til að geta stundað klifur hættulaust.

Klifur skiptist í þrjá meginflokka, grjótglímu, sportklifur og dótaklifur.

Nýr leiðarvísir

Klifursvæðið á Hnappavöllum heldur áfram að stækka og Jón Viðar, höfundur Hnappavallaleiðarvísisins hefur nú sent frá sér viðbót við hann. Í þessari viðbót tekur Jón Viðar saman allar þær leiðir sem bæst hafa við á árunum 2008 og 2009.

Í leiðarvísinum er farið yfir helstu viðburði á síðastliðnum árum, afrek klifrara tekin saman og tekið er fyrir framkvæmdir á svæðinu.

Hægt að sækja leiðarvísinn með því að smella á myndina.

Nafnlausa svæðið

Byrjað var að klifra á nýfundnu klifursvæði í sumar. Klifursvæðið var talið vera í Sýrfellshrauninu en eftir að hafa skoðað kort af Reykjarnesinu kemst Jón Viðar Sigurðsson að því að Sýrfellshraunið er mun lengra í suð-austri. Eins og staðan er núna er ekki vitað með vissu hvað kalla á þetta klifursvæði. Tjaldstaðagjá er nálægt klifursvæðunum en klifursvæðið er staðsett á hrauni sem á sínum tíma lak úr gíg á Sandfellshæð. Ef einhver þekkir vel til svæðisins væri vel þegið að fá upplýsingar.

 

Með greininni læt ég til gamans fylgja með kort sem ég fékk sent frá Jóni. Á kortinu eru klifursvæðin merkt með rauðum punktum.

Klifurmót á Laugarvatni

Óformlegt klifurfélag Laugarvatns hélt á dögunum klifurmót fyrir nemendur Háskólans á Laugarvatni og Menntaskólans á Laugarvatni. Klifrað var á vegg björgunarsveitarinnar Ingunnar. Keppnisfyrirkomulagið var þannig að klifraðir voru fimm léttir probbar og tveir efstu í karla og kvennaflokki fengu svo að glíma við tvö aukaprobba í bráðabana.

 

Keppnin var hörkuspennandi í karlaflokki en svo fór að Loftur Gísli Jóhannesson sigraði í bráðabana. Í kvennaflokki var keppnin aldrei spennandi en Maríanna Þórðardóttir skildi aðra keppendur eftir og var sú eina sem lauk við fjóra af fimm byrjunarprobbunum. Doddy sá um skipulagningu og uppsetningu leiða.

 

Laugvetningar binda vonir við að áhugi klifrara á svæðinu aukist og að veggurinn góði fái meiri notkun. Haustið byrjar rólega en vonandi verður hægt að halda úti góðu starfi á veggnum í vetur. Hugmynd er um að halda klifurmót eftir áramót og bjóða þá Klifurhúsinu í kaffi og klifur. Hvetjum klifurapa landsins til að kíkja í heimsókn og skoða aðstæður.

Hraðaklifurmót á Höfðatorgi

Hraðaklifurmótið var haldið á menningarnótt í fyrsta skipti. Þó nokkrir mættu til að taka þátt í mótinu og var einnig töluvert af áhorfendum. Klukkan 2 fór fólkið að tínast að og fékk að prufa leiðirnar áður en mótið byrjaði. Tveir og tveir kepptu í einu og sá Sigmar Vilhjálmsson (rauðhærði gaurinn úr Simmi og Jói þættinum) um að lýsa leikunum. Hann stóð sig eins og hetja og fræddi fólkið um köngulóastellinguna og áttuhnútinn.

 

Eftir að allir höfðu klifrað var farið í undanúrslit þar sem tvær stelpur og fjórir strákar kepptust um hinn eftirsóknarverða Höfðatorgsbikar. Eftir seinni umferðina var tími klifraranna lagður saman og höfðu þá Jafet Bjarkar og Lóa Björk sigrað.

 

Fólk var sammála því að þetta hafi verið frábær skemmtun og gaman hafi verið að klifra vegginn sem var nokkuð strembinn. Keppnin um Höfðatorgsbikarinn er ætlað að vera árlegur viðburður og verður hún þá haldin aftur að ári liðnu.

Klifur á Höfðatorgi

Stórviðburður mun eiga sér stað á Höfðatorgi á Menningarnótt, en þá munu allir bestu og hörðustu klifrarar landsins koma saman og keppa í hraðaklifri. Í keppninni sem er á vegum Klifurhússins verður klifrað á einum turninum á Höfðatorgi sem er 7 hæðir og 25 metrar. Skráning fer fram á Höfðatorgi fyrir keppni. Skilyrði er að vera vanur klifrari.

 

Menningarnóttin sem að vana er á 22. ágúst er að þessu sinni tileinkuð húsunum í borginni og af því tilefni verðu turninn sjálfur opinn almenningi sem getur skellt sér á nítjándu hæð og skoðað útsýnið.

Hnappavallamaraþon

Jæja, þá er Hnappavallamaraþoni 2009 lokið og ekki er hægt að segja annað en að þetta hafi verið frábærlega vel heppnað. Maraþonið byrjaði á slaginu hálft 10 á laugardagsmorgunn og kláraðist sólarhringi seinna á sunnudegi. 5 lið höfðu skráð sig í kapphlaupið mikla, hvert lið með sitt markmið sem voru af ýmsum toga eins og að klifra flesta lengdarmetra eða klifra allar leiðir í sömu erfiðleikagráðu.

 

Á meðan maraþoninu stóð var klifrurum boðið upp á ís, grill, kökur og svo morgunkaffi eftir maraþonið. Þreyttir klifrarar fengu að hvíla lúin bein en svo var farið í verðlaunaafhendingu. Lið sem kallaði sig 1993 og samanstóð af Kjartan, Andra, Rakel og Kára, stóð uppi sem sigurvegari maraþonsins. Markmið þeirra var að klifra allar leiðir sem settar voru upp 1993.

 

Gaman er að minnast á það að á meðan á Hnappavallamaraþoninu stóð var þáttagerð í gangi. Verið er að mynda þætti sem verða sýndir í sjónvarpinu fljótlega. Þættirnir eru um útivist á Íslandi og verður þessi þáttur sérstaklega um klifur.

Klifur.is uppfærð

Unnið hefur verið hörðum höndum og nú hefur stórum áfanga verið náð í þróun Klifur.is. 18 kort hafa verið búin til af klifursvæðum víðs vegar um Ísland. Þetta gerir fólki kleift að sjá staðsetningu klifursvæða nokkuð nákvæmlega. Markmið Klifur.is er að búa til nokkuð ítarlega síðu um öll klifursvæði landsins með myndum, leiðarvísum, leiðarlýsingu og öðrum upplýsingum um svæðið sjálft. Þetta boðar alls saman mjög gott og þið eigið von á góðu : )

Opnun Klifur.is

Nú hefur heimasíða fyrir íslenska klifursamfélagið verið formlega opnuð. Markmið okkar er að þessi síða gagnist klifrurum sem samskiptaleið og upplýsingamiðill. Núna er síðan á grunnstigi og munum við uppfæra hana jafnt og þétt. Við vonumst til þess að þetta verði lifandi og góður vettvangur fyrir klifrara til að skiptast á skoðunum og afla sér upplýsinga. Í sumar verður helsta verkefni okkar að safna saman upplýsingum um klifursvæði víðs vegar um landið og gera þær aðgengilegar á vefnum. Einnig munum við gefa út leiðarvísa á prenti fyrir stærstu klifursvæði landsins. Gleðilegt klifursumar! Jafet og Elmar

Kjarri klifrar Fantasíu

Kjartan Jónsson fór með nokkrum vöskum klifrurum á Hnappavelli í vikunni sem leið og voru þau að máta sig í margar af erfiðari leiðunum á Völlunum. Það sem hæst bar á góma var þegar Kjartan kláraði Fantasíu 5.13a. Leiðin var sett upp af Bjössa fyrir rúmum tíu árum og hafa Hjalti Rafn, Þórarinn, Valdi og Kjartan (Björnssynir) og Kristján einnig klifrað leiðina.

Useful

Um klifur

Grjótglíma
Sportklifur
Dótaklifur

Klifurveggir

Klifurveggir eru tilbúnir veggir með gripum fyrir hendur og fætur til að klifra á. Klifurveggir eru gerðir úr krossviðarplötum eða öðru sambærilegu efni. Á plötunum eru göt með skrúfgangi til að festa gripin á. Gott er að byrja á því að æfa sig á klifurvegg áður en farið er út að klifra á klettum.

Klifurhúsið
Björk
Laugarvatn
Súlur
Þórshöfn

Annað

Búnaður
Leiðarvísar
Vegalengdir
Gráðutafla

Linkar
Orðabók

Skip to toolbar