Vestrahorn er fjallasvæði á Suð-Austurlandi á nesinu milli Skarðsfjarðar og Papafjarðar. Fjallið stendur milli Hornsvíkur og Papóss við opið úthaf um 10 km fyrir austan Höfn í Hornafirði.
Vestrahorn er frægt fyrir áberandi oddhvassa tinda og gróft landslag. Fyrstu leiðirnar sem voru klifraðar í Vestrahorni voru fjölspanna dótaklifurleiðir. Elsta leiðin á svæðinu er leiðin upp Leitishamar frá 1979. Markmið þeirrar ferðar var að klifra Kambhornið en þar sem að lagt var af stað í þoku endaði teymið ekki á réttum tindi.
Helstu tindar Vestrahorns svæðisins eru, Húsadalstindur, Klifatindur, Rustanöf, Litla Horn, Leitishamar, Kambhorn og Brunnhorn. Leiðir hafa verið klifraðar á fjórum af þessum tindum og er Kambhornið þar langvinsælast.
Brunnhorn, einnig þekkt sem Batmanfjallið , er fjallið sem liggur lengst til austurs í Vestrahorni. Miðtindur fjallsins var klifinn um Hvítasunnuhelgi 1994. Einnig er minnst á í fréttabréfi Ísalp #27 að Einar Steingrímsson og Björn Vihjálmsson hafi verið “um árið” í Brunnhorni en minna er vitað um þá leið en hina.
Í fjörunni neðan við fjallið Vestrahorn eru steinblokkir sem fallið hafa úr klettunum í fjallinu. Grjótin eru allt frá því að vera smásteinar upp í að vera á stærð við margra hæða blokkir. Grjótglímunni á svæðinu er skipt niður á 10 svæði eða sectora. Hér á myndum má sjá staðsetningar þessara svæða og steina.
If you have a 4×4 jeep you are able to drive all the way to sector 4 Herbúðir, by following the dotted line on the map below. Drive carefully on the sand! If you have a smaller car it’s best to walk from the Café, the walk to the first sector takes about 25 minutes.
All photos and maps come from the guidebook Vestrahorn Bouldering by Eyþór Konráðsson. Prints will be soon available.
Fiskasteinn is the first boulder you come to after driving over the sand, It´s a steep overhanging boulder with a nice collection of routes. Fiskasteinn or “the fish stone” gets his name from the fishermen that set sail from this spot as early as the viking age. The rock is sharp so bring lots of tape!
Herbúðir is named after the old British military base from WWII that stood in the middle of the sector. If you drive to the area then Herbúðir is where you park your car. It’s best to park next to the upper chimney next to the foundation.
Valshamar er lítið klifursvæði í Eilífsdal í Kjósinni. Það hefur verði klifrað þar í rúmlega 30 ár eða frá 1978. Þetta svæði er afar heppilegt fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í klettaklifri og er það mikið nýtt á sumrin. Leiðirnar eru 8 til 20 metra háar og allt frá 5.4 upp í 5.11d. Nánari upplýsingar um svæðið er að finna í leiðarvísinum.
Svæðið er í einkaeigu og er rétt fyrir ofan sumarbústaðabyggð og eru klifrarar beðnir um að sýna íbúum þar virðingu. Öskur og hávaði berst vel um dalinn. Hundar eru einnig beðnir um að hvetja sína húsbónda sína hljóðlátlega þar sem aðrir hundar í hverfinu taka alltaf undir með þeim 🐕
Eftirfarandi reglur og fylgni þeirra eru skilyrði fyrir áframhaldandi klifri í Valshömrum:
Engin tónlist
Ekkert klifur eftir kl. 22
Engir hópar
Engin eldamennska
Engin gisting
CLIMBING IN VALSHAMAR:
The landowners have set the following rules in order for climbing to continue in the valley:
Valbjargjargjá er lítið grjótglímuklifursvæði yst á Reykjanesinu. Valbjargargjáin og svæðið í kring er mjög fallegt og þar er margt að sjá. Margir ferðamennt koma þangað á hverju ári til að skoða. Reykjanes vitinn stendur tignarlega á einni hæðinni og sérst víða að.
Klifrið er mjög skemmtilegt. Leiðirnar eru oft yfirhangandi og með löngum hreyfingum. Um 20 klifurleiðir hafa verið klifraðar á svæðinu sem eru frá 5a til 7c? Upplýsingar um klifurleiðirnar eru í Reykjanes Boulder leiðarvísinum.
Eitthvað er um lausa steina fyrir ofan klettana og er þess vegna oft betra að fara niður í staðin fyrir að toppa leiðirnar.
Leiðarvísir
Leiðarvísir fyrir Valbjargargjá. Í Reykjanes Boulder eru tekin fyrir þrjú klifursvæði á Reykjanesinu og Öskjuhlíðina í Reykjavík.
Flott grjótglímusvæði er í Vaðalfjöllunum en þar er einnig hægt að klifra með dóti. Klifrað er á hrauntöppum úr stuðlabergi. Grjótglímusvæðið er í miklu yfirhangi og er þess vegna gott skjól og gott klifur sem er í erfiðari kanntinum.
Í Steinafjalli eru nokkrir mjög flottir steinar með eðal grjótglímu leiðum. Svæðið er í um 30 mín. akstursfjarlægð frá Hnappavöllum og hefur það verið vinsælt að skreppa þangað þegar rigningarskýið virðist vera beint fyrir ofan Hnappavelli.
Svæðið er um 50 metrum frá þjóðveginum og er því aðgengi að svæðinu mjög þæginlegt.
Í Steinafjalli hefur verið klifrað töluðvert af flottum leiðum en ég veit ekki hvort leiðirnar hafa verið skráðar nokkursstaðar niður. Væri ekki leiðinlegt að fá þessar leiðir hérna inn ef þær eru til.
Það má segja að Stardalur sé hjarta dótaklifurs á Íslandi. Klifrað hefur verið í Stardalshnjúk frá árinu 1978 og var það stærsta og vinsælasta klifursvæði landsins þar til Hnappavellir fundust upp úr 1990. Þar má t.d. finna erfiðustu dótaklifurleið landsins, Sónötu.
Í Stardal er eingöngu klifur, sem tryggt er á hefðbundinn hátt, þ.e. með dóti: hnetum, vinum og hexum. Spungurnar eru allt frá því að vera ókleifir hárfínir saumar upp í 20cm gímöld. Helstu sprungurnar sem hafa verið klifraðar eru fingra- og handasprungur en einnig nokkrar í víðari kantinum.
Þó nokkuð er einnig um viðnámsleiðir, sem liggja utan á stuðlum í stað sprungna milli stuðla. Er þær leiðir yfirleitt tryggðar í sprungur öðru hvoru megin við stuðulinn. Sumar þessara leiða eru tortryggðar.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í leiðarvísinum Stardalur eftir Sigurð Tómas Þórisson.
Í Sauratindum eru fjórar klifraðar leiðir og eru tvær af þeim boltaðar á meðan hinar eru klifraðar í dóti. Boltuðu leiðirnar eru tveggja spanna og um 60m langar. Mælum við með því að þeir sem heimsækja þetta svæði klifri upp á klettana og skrifi afrek sín í gestabók. Gestabókin er í vörðu rétt fyrir ofan klettana.
Upprunalega voru það Ísfirðingar sem fóru fyrst að klifra á þessu svæði. Árið 1995 opnuðu drengirnir Eiríkur Gíslason, Hörður Harðarson , Ólafur Th Árnason og Ragnar Þrastarson fyrstu leiðina. Árið 1997 boltuðu Árni Gunnar, Gregory , Jökull bergmann og Rúnar Óli tvær leiðir, nefnist sú austari Prima Noche (5.9). Dagur Halldórs og Stefán Steinar voru skammt undan þetta sumar og opnuðu seinni dótaleiðina , City Slickers (5.7/5.8).
Þetta svæði bíður upp á mikla möguleika og væri gaman að sjá fleiri gera sér ferð þangað uppeftir og setja upp nýjar leiðir.
Viljum við minna sérstaklega á að hjálmar eru nauðsynlegir á þessu svæði og ef fólk ætlar þangað að vetri til ber að kanna snjóflóðahættu!
Prima Noche
1. Fyrsta – 5.8/9 – Trad
2. Prima Noche – 5.9 – Sport
3. Önnur – 5.8/9 – Sport
4. City Slackers – 5.7/5.8 – Trad
PDF úrgáfu af leiðarvísinum má finna hér undir Aðrir leiðarvísar -> Grjótglíma, sport og dótaklifur.
Norðurfjörður sá sínar fyrstu leiðir upp úr aldarmótum, þegar Stefán Steinar Smárason boltaði fimm leiðir í firðinum.
Ekki voru margir sem lögðu leið sína út í Norðurfjörð og datt svæðið í gleymsku þar til sumarið 2016 þegar að Magnús Arturo Batista og Bryndís Bjarnardóttir gengu upp að klettunum og sáu að þarna voru rosalegir möguleikar fyrir sportklifur.
Seinna þetta sama sumar sigu Magnús og Jónas G. Sigurðsson niður línu sem að eftir mikla hreinsun varð að leiðinni Blóðbað.
Styrkir frá GG sport, Klifurhúsinu, Boltasjóð og Ísalp settu svo af stað verkefnið að koma upp sportklifri í Norðurfirði.
2021 fékk vekefnið styrk frá sjóðnum Áfram Árneshreppur upp á 400.000 sem mun ganga úr skugga um að verkefnið nái að halda áfram næstu árin.
Eins og stendur eru leiðirnar á svæðinu ríflega 42 talsins og mikið meira á leiðinni.
Svæðið skiptist niður í sex undirsvæði sem að hvert um sig hefur nafnaþema sem samsvarar til spurningaflokks í spurningaspilinu geysivinsæla, Trivial Pursuit.
Sögu svæði
Stæðsti sectorinn á Ströndum, þéttnin á leiðum er að verða þokkaleg en samt nóg af línum eftir.
Þessi sector er beint fyrir ofan bæinn Steinstún. Hér eru tvær leiðir frá Stefáni sem voru boltaðar um aldarmótin. Þær eru í áberandi gili, með möguleika á mun fleiri leiðum.
Leirvogsgil er norðaustan við Mosfellsbæ og tekur það innan við 10 mínútur að keyra þangað frá bænum. Þetta er lágt klettabelti sem sem liggur fyrir ofan Leirvogsá.
Það var byrjað að klifra á svæðinu rétt fyrir 1990 í hæsta hluta klettabeltisins. Þar er meðal annars fyrsta 5.12 leið landsins, Undir Esju sem Björn Baldursson klifraði 1990. Núna er búið að finna mikið af grjótglímuþrautum af öllum stærðum og gerðum í klettabeltinu.
Gilið
Jafet í Dampur
Jósef í sömu leið
Góð leið!
Sportklifur
Í Leirvogsgili eru a.m.k. 6 boltaðar sportklifurleiðir. Þær eru allar mjög stuttar, 7-9m, og tæknilega stífar.
Í Gýgjarsprotshömrum eru tvær 100 metra háar boltaðar fjölspannaleiðir. Klettarnir eru mjög flottir og leiðirnar góðar. Möguleikar fyrir fleiri leiðir á svæðinu.
Gerðuberg er klettar úr stuðlabergi og er þarna skemmtilegt sprunguklifur. Leiðirnar eru oft í erfiðari kanntinum og eru um 7-14 metra háar. Í Gerðubergi er klifrað með dóti enda bannað að bolta klettana.
Í Búahömrum má finna allarg gerðir af klifri. Einnar eða margra spanna sport- eða dótaklifur, grjótglíma, ís-, mix- og alpaklifur.
Fyrir nánari upplýsingar um allt svæðið er hægt að lesa leiðarvísinn hér og fyrir frekari upplýsingar um vetrarleiðir á svæðinu má skoða klifursvæðið Esju á isalp.is
Það eru u.þ.b. 10 leiðir á svæðinu og flestar þeirra eru slabbandi eða lóðréttar. Klettarnir eru frá 2 til 6m og er erfiðleiki leiðanna mjög margbreytilegur. Svæðið er í hlíð og er lendingin þess vegna oft í brekku. Leiðirnar hafa verið nefndar eftir Norðurhlið Eiger á einhvern hátt.(Upplýsingar frá Klifurhúsið.is)
Spurning hvort einhver eigi þessar leiðir skráðar hjá sér og sé til í að deila gleðinni með okkur?
Klifrað hefur verið á Skinnhúfuklettum í Vatnsdal síðan 1989. Klifrarar fóru þangað fyrst til að klifra í stórum stuðlabergshamar sem sést vel frá veginum en kom þá í ljós að hamarinn var laus í sér og óhæfur til klifurs. Klifrað var á Skinnhúfuklettum í staðin og fengu klettarnir þá nafnið Sárabótin.
Bergið í Skinnhúfuklettum getur verið svolítið hvasst og hrjúft. Klifrið er oft svolítið sértakt, oft mikið jafnvægis og fingraklifur. Ekki mjög byrjendavænt klifur.
Í dalnum hafa fundist margar fornleifar og núna í sumar komu hauskúpur rúllandi á móti bónda sem var að grafa í landinu sínu. Voru það fornleifar frá því um 100 árum eftir að fólk settist að hér á Íslandi.
Í Pöstunum eru 13 boltaðar leiðir og 2 skráðar dótaleiðir, 10-25 metra háar. Klettarnir, sem eru gamlir sjávarhamrar, eru fallega mótaðir og klifrið þar er mjög skemmtilegt. Lengst af voru aðeins þrjár boltaðar leiðir á svæðinu (Perestrojka, Geirvartan og Langi seli) og aragrúi af dótaleiðum, en svæðið hefur svæðið verið tekið í gegn, leiðirnar endurboltaðar og settar upp 10 nýjar sportleiðir.
Klifursvæðið er á landareign bóndans á Hvammi og hann hefur gefið klifrurum leyfi til að klifra þarna með því skilyrði að umgengni sé góð.
Örlítið lengra (6,7km) en Pöstin, rétt vestan við Steina er lítill drangur sunnan við veginn. Drangurinn heitir Arnarhóll eða Össudrangur eftir því hvaða kort er skoðað. Hér hafa verið klifraðar þrjár leiðir.
Munkaþverá er staðsett um 15 km. sunnan við Akureyri og er klifursvæðið ofan í gili fyrir neðan brúna. Í Munkaþverá er klifrað í sportklifri og dótaklifri og eru klettarnir frá 10 – 15 metra háir. Til er leiðarvísir af svæðinu sem er hægt að skoða með því að smella á linkinn hér að neðan.
Klifurleiðirnar í Munkanum eru af ýmsum gerðum og gráðum, en flestar einkennast þær af tæknilegu klifri í lóðréttum veggjum á köntum og í grunnum sprungum. Nokkrar leiðir fylgja alfarið sprungukerfum (Dóni, Góðir vinir, Hornið) og eru þær tryggðar á hefðbundinn hátt (dótaklifur) og stendur ekki til að bolta þær leiðir.
Nýji sector
Nýi sector eru nýjar leiðir lengst til vinstri í Munkaþverárgilinu eða fyrstu leiðirnar sem komið er að ef gengið er niður ofan í gilið. Hér voru áður leiðirnar Bókin, Talía og Létta leiðin. Fyrir nokkrum árum hrundi byrjunin úr þessum leiðum í vorleysingum. Nýja leiðin Ljósbrot fylgir Léttu leiðinni í seinni hluta en fer eftir splunku nýjum fyrri hluta.
Mynd vantar af þessari stöku leið hinum megin við ána. Leiðin er á sumum stöðum skráð 5.12a og það er hægt að klifra útgáfu af leiðinni sem er í kringum þann erfiðleika.
Grjótglíman við Munnkaþverá saman stendur af einum stökum stein sem er uppi við verin, aðeins frá gilinu. Hér hafa verið klifraðar að minnsta kosti 7 leiðir. Þær eru frekar fá farnar vegna þess hve vinsælt er að fara frekar í sportklifrið ofan í gilinu.
Helgina 9. og 10. október fórum við Kristó, Örvar, Jafet og Ásrún til Patreksfjarðar að halda smá klifurnámskeið. Björgunarsveitin Blakkur þar í bæ er búin að byggja mjög fínan klifurvegg, um fimm metra háan. Við byrjuðum á því að skrúfa allar festur sem voru þá á veggnum niður og skrúfa upp um 15 nýjar þrautir og gráða þær alveg eins og í Klifurhúsinu. Svo komu ungmenni úr björgunarsveitunum á Ísafirði og Patreksfirði og reyndu við þrautirnar. Við fórum einnig yfir grunnatriði í línuklifri. Við vorum mjög ánægð með hvernig námskeiðið gekk og mikill áhugi var fyrir þessu öllu saman. Krakkarnir stóðu sig vel þrátt fyrir að þau hafi flest öll þurft að klifra á tánum.
Löng hliðrun á skemmtilegum gripum. Klassík á Reykjanesinu. Er þokkalega strembin á köflum en með góðum no hands restum á milli. Krúxið er í enda leiðarinnar.
Nýji klifur leiðarvísirinn Reykjanes Boulder er loksins kominn í búðir. Í leiðarvísinum eru tekin fyrir fjögur grjótglímu klifursvæði; Öskjuhlíð, Gálgaklettar, Valbjargargjá og Hörzl við Hauga. Fjöldi leiða á svæðunum er á milli 18-44 og eru þær samtals 108 í bókinni. Ekkert af þessum svæðum hafa áður komið út í leiðarvísi og er þetta góð viðbót við klifurmenninguna á Íslandi.
Vísirinn er í sama stíl og Jósepsdalur Boulder sem var gefinn út í fyrra nema bara flottari. Hægt er að nálgast leiðarvísinn í Klifurhúsinu og Fjallakofanum.