Tag Archives: gym

Dýnuframkvæmdir í Klifurhúsinu

Í dag var farið í að laga dýnurnar sem urðu fyrir vatnsskemmdum og verður svo farið í að setja splunkunýtt appelsínugult segl yfir þegar dýnunum hefur verið komið í lag. Töluðverð bleita var undir dýnunum og þurfti að henda slatta af þeim. Klifurhúsið fær fleiri dýnur frá Góða hirðinum strax eftir áramót og verður þá klárað að ganga frá. Þangað til veður bara hluti af veggjunum opinn. Hægt er að sjá opnunartímann yfir hátíðarnar á klifurhusid.is.

Hér er smá time-lapse myndband frá í dag.

Klifurveggurinn í Patreksfirði

Helgina 9. og 10. október fórum við Kristó, Örvar, Jafet og Ásrún til Patreksfjarðar að halda smá klifurnámskeið. Björgunarsveitin Blakkur þar í bæ er búin að byggja mjög fínan klifurvegg, um fimm metra háan. Við byrjuðum á því að skrúfa allar festur sem voru þá á veggnum niður og skrúfa upp um 15 nýjar þrautir og gráða þær alveg eins og í Klifurhúsinu. Svo komu ungmenni úr björgunarsveitunum á Ísafirði og Patreksfirði og reyndu við þrautirnar. Við fórum einnig yfir grunnatriði í línuklifri. Við vorum mjög ánægð með hvernig námskeiðið gekk og  mikill áhugi var fyrir þessu öllu saman. Krakkarnir stóðu sig vel þrátt fyrir að þau hafi flest öll þurft að klifra á tánum.

Myndir komnar á fésið : )

Eðlustökksmót Klifurhússins

Elmar reynir að slá ÍslandsmetiðDænómót var haldið í gær í Klifurhúsinu. Mótið var með sama sniði og verið hefur undandfarin ár. Keppt var í yngri og svo eldri flokki og stóð keppnin langt fram á kvöld. Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson jöfnuðu Íslandsmetið sem Andri setti í fyrra og stukku 240 cm. Katrín Hrund Eyþórsdóttir sigraði í kvennaflokki.

Í dænómóti þurfa keppendur að stökkva á nett yfirhangandi vegg upp og til hliðar í 45°. Vegalengdin milli gripanna sem er stokkið úr og það sem er svo gripið í er mæld og stendur Íslandsmetið nú í 240 cm. Vegna lögunar veggsins í Klifurhúsinu þurftu Elmar og Andri að stökkva 247 cm. til að komast áfram en það er tveimur cm. meira en er venjulega bætt við hæðina. Heimsmetið í eðlustökki er 277,5 cm. sem Peter Würth setti árið 2008.

Nokkrar myndir voru teknar í mótinu og er hægt að skoða þær hér.

Þórshöfn

Heimilisfang: Langanesvegi 18b
Sími: 468 1515
Heimasíða: www.langanesbyggd.is
Heimasíða fyrir sundlaug: www.sundlaugar.is
Netfang: sveitarstjori@langanesbyggd.is

Klifurveggurinn stendur í Íþróttahúsi bæjarins á milli tveggja límtrés bita sem er undirstaða hússins. Veggurinn er nánast lóðréttur neðst en verður meira yfirhangandi eftir því sem ofar er farið í hann. Veggurinn er 4,7 metrar á breidd og 8,25 metrar á hæð og er þar hægt að stunda bæði ofanvaðs- og sportklifur. Tvær klirfurlínur eru í veggnum sem hægt er að nota.

Ofarlega á veggnum var komið fyrir kassa sem myndar skemmtilegt þak til að klifra á og einnig aðstöðu fyrir björgunarsveitamenn til að gera æfingar.

Það er ekki hægt að legja klifurskó á staðnum.

Opnunartími

Sumar:
Helgar: 11:00-17:00
Virka daga: 8:00-20:00

Vetur:
Mánudag til fimmtudags 16:00-20:00
Föstudaga 15:00-19:00
Laugardaga 11:00-14:00
Sunnudaga lokað

Verð

Það kostar 500 krónur til að komast í vegginn og þá er einnig hægt að fara í sund og heitan pott.

Myndir

 

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Skip to toolbar