Tag Archives: hraðklifur

Hraðaklifurmót á menningarnótt

Hér sést frækilegt heimsmet í HöfðatorgsklifriKlifurhúsið stendur fyrir hraðaklifurmóti á Höfðatorgsturninum á menningarnótt milli 14 til 16.

Skráning verður á staðnum og verða keppendur að geta bundið sig sjálfir og leitt, því ólíkt í fyrra verður leiðsluklifur núna en ekki ofanvað.

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt verða að mæta korter í tvö til að skrá sig.

Ekki þykir ólíklegt að sigurvegarar gangi frá þessu með fulla vasa af gulli auk frægðar og frama, og jafnvel bikar.

Klifur á Höfðatorgi

Stórviðburður mun eiga sér stað á Höfðatorgi á Menningarnótt, en þá munu allir bestu og hörðustu klifrarar landsins koma saman og keppa í hraðaklifri. Í keppninni sem er á vegum Klifurhússins verður klifrað á einum turninum á Höfðatorgi sem er 7 hæðir og 25 metrar. Skráning fer fram á Höfðatorgi fyrir keppni. Skilyrði er að vera vanur klifrari.

 

Menningarnóttin sem að vana er á 22. ágúst er að þessu sinni tileinkuð húsunum í borginni og af því tilefni verðu turninn sjálfur opinn almenningi sem getur skellt sér á nítjándu hæð og skoðað útsýnið.

Skip to toolbar