Tag Archives: klifurleiðir

298 klifurleiðir á Hnappavöllum

Klifurnördar

Í dag tókum við Jafet, Eyþór og Jonni gott session og settum inn allar klifurleiðir sem skráðar eru í Hnappavalla Klifurhandbókinni eftir Jón Viðar og Stefán Steinar. Allar klifurleiðir úr leiðarvísunum hans Sigga Tomma (Gerðuberg, Munkaþverá, Stardalur og Valshamar) hafa einnig verið skráðar.

Þegar klifursvæðin eru borin saman sést að Hnappavellir er lang stærsta klifursvæðið okkar þar sem eru núna skráðar 298 klifurleiðir. Það næst stærsta er Stardalur með 87 klifurleiðir og svo Jósepsdalur með 76 leiðir. Það á hins vegar eftir að skrá leiðir úr Vestrahorni þar sem eru um 200 klifurleiðir. Samtals eru núna 812 klifurleiðir skráðar á Klifur.is.

Með því að hafa allar klifurleiðirnar skráðar í tölvutæku formi getum við loks auðveldlega talið leiðirnar á Hnappavöllum en leiðirnar 298 skiptast svona:

  • Grjótglíma: 139
  • Sportklifur: 138
  • Dótaklifur: 21

Þetta er held ég stórt skref fyrir litla klifursamfélagið okkar á Íslandi. Þessar upplýsingar sem við höfum safnað saman í gegnum árin eru það sem gerir klifrið á Íslandi eins skemmtilegt og það er og nú hefur aðgengið að þessum upplýsingum aldrei verið betra. Með allar þessar klifurleiðir skráðar á sama stað er auðvelt að uppfæra stóru klifursvæðin og klifrarar geta farið og upplifað ný klifursvæði án þess að það þurfi að vera til prentaður leiðarvísir. Nú er bara að byrja að skipuleggja næsta sumar. Er ekki eitthvað klifursvæði sem þú átt eftir að skoða?

Ég get ekki sett inn þessa grein fyrr en ég hef þakkað leiðarvísasmiðunum fyrir að vera súper nettir á að leyfa okkur að nota allar upplýsingarnar sem þeir hafa sett svo mikla vinnu í að safna saman. Takk kærlega!

Heiðmerkur búlder

Heiðmörk is a forestry and nature reserve close to Elliðavatn east of Reykjavik. This area´s the largest outdoor recreation in the vicinity of the city, about 32 square kilometers. Almost 90% of the area is sparsely vegetated land, of which about 20% of cultivated forests and 20% wild birch woods and scrub.

The bouldering there is on good solid rock and has ok landings. The cliffs are formed in a fault zone which stretches from the same fissure swarm as in Krýsuvík on the reykjanes peninsula. There is also a camping place there in hjallaflatir and its the only camping spot in heiðmörk. Also, about 80 meters right of hjallabumban there is another cliff that has one highball called Laumufarþegi and a travers named Innskotið. To the left about 100 meters there is a nice travers called flatahliðrun and its about 6c.

Leiðir:
Hársbreidd 7a+
Great balls of fire 6b+
Hjallabumban 6a

Skip to toolbar