Tag Archives: myndband

Glænýtt myndband úr Jósepsdal

Vinur okkar Jonatan Van Hove hefur sett saman annað klifurmyndband en hann er sá sem setti saman myndbandið af steininum hjá Munkaþverá.

Það er alltaf hressandi að skella sér í Jósepsdalinn. Ef þið eruð að hugsa um að kíkja er gott að hafa í huga að til þess að komast alla leið þar helst að vera á jeppa eða á þokkalega háum bíl. Það er hægt að komast að brekkunni sem fer upp og inn í dalinn en það er ekki ráðlagt að fara lengra á fólksbíl. Það kemur smá slæmur kafli snemma á veginum hjá krossbrautinni en þar er hægt að fara út af veginum til vinstri á aðeins betri slóða.

Kisi
Úthorn
Jósefsdalur er ekki til

Félagarnir í Kjuge

Benjamin Mokri setti saman video frá ferð sem hann fór með Valdimar Björnsson til Kjuge í Svíþjóð í september, 2010. Valdi hitti Benjamin heima hjá honum í Kaupmannahöfn og svo keyrðu þeir yfir í Kjuge þar sem þeir klifruðu í tvo daga.

Valdimar segir að svæðið hafi verið miklu betra en hann átti von á og stefnir á að fara þangað aftur í apríl næstkomandi.

Skip to toolbar