Tag Archives: skófur

Skógurinn á Reykjanesi

Valdimar hefur sett saman enn eitt klifurmyndbandið. Í þessu myndbandi sem heitir “Svanurinn, Háibjalli” erum við Valdi að prófa í fyrsta skifti að klifra á þessum skemmtilega steini við Háabjalla á Reykjanesinu. Steinninn var vel mosavaxinn og við gáfum okkur góðan tíma í að þrífa steininn.

Í byrjun reyndum við að klifra leið sem liggur upp miðjan steininn. Leiðin er í nettu yfirhangi og fer upp slópera og lítil grip. Sú lína er ennþá óklifruð. Svanurinn 6b, fer aðeins til hægri og endar í langri hreyfingu upp á brún í flottan vasa.

Á steininum eru einnig Funky Joe 6a+ og Litlu flugurnar 6a.

Skip to toolbar