Tag Archives: stuðlaberg

Tungufell

Nýtt klifursvæði hefur bæst í hóp klifursvæða á Klifur.is. Svæðið heitir Tungufell og er staðsett á Snæfellsnesi. Svæðið er um 300-400 metra langt stuðlabergs klettabelti með klettum sem eru um 10 metra háir. Tungufell svipar mikið til Gerðubergs sem er í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð.

Texti og myndir eru frá Leifi Harðarsyni.

Stardalur

Það má segja að Stardalur sé hjarta dótaklifurs á Íslandi. Klifrað hefur verið í Stardalshnjúk frá árinu 1978 og var það stærsta og vinsælasta klifursvæði landsins þar til Hnappavellir fundust upp úr 1990. Þar má t.d. finna erfiðustu dótaklifurleið landsins, Sónötu.

Í Stardal er eingöngu klifur, sem tryggt er á hefðbundinn hátt, þ.e. með dóti: hnetum, vinum og hexum. Spungurnar eru allt frá því að vera ókleifir hárfínir saumar upp í 20cm gímöld. Helstu sprungurnar sem hafa verið klifraðar eru fingra- og handasprungur en einnig nokkrar í víðari kantinum.

Þó nokkuð er einnig um viðnámsleiðir, sem liggja utan á stuðlum í stað sprungna milli stuðla. Er þær leiðir yfirleitt tryggðar í sprungur öðru hvoru megin við stuðulinn. Sumar þessara leiða eru tortryggðar.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í leiðarvísinum  Stardalur eftir Sigurð Tómas Þórisson.

kort
Sectorar í Stardal

Vaðalfjöll flottasta svæðið

Ásrún klifrar í VaðalfjöllumMikið var klifrað um helgina í Vaðalfjöllum. Dótaklifur hefur lengi verið stundað á hrauntappanum en nýlega hafa klifrarar farið að stunda þar grjótglímu og hafa nú verið klifraðar þar um 30-40 grjótglímuleiðir. Eru klifrarar almennt sammála um það að Vaðalfjöll sé eitt flottasta grjótglímusvæðið á Íslandi.

Grjótglímusvæðið er við rætur stærsta hrauntappans í rúmlega 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Tveir aðrir hrauntappar eru í nágrenninu en þeir eru kallaðir Litla- og Stóra Búrfell en á Stóra-Búrfelli er einnig möguleikar á nokkrum línum. Grjótglímusvæðið er vestan megin á Vaðalfjöllum og skiptist í 6 svæði. Hægt er að stunda þar klifur jafnvel þó að það rigni vegna mikils yfirhangs.

 

Hægt er að skoða myndir frá helginni og einnig hægt að sækja myndir af klettunum í Steinabankanum.

Skip to toolbar