Tag Archives: Valbjargagjá

Valbjargagjá

Nýtt klifursvæði hefur fundist á Reykjarnesinu. Þetta er grjótglímusvæði sem Stefán Smárason fann og er staðsett í Valbjargagjá. Klifursvæðið er á litlu klettabelti nálægt Reykjarnesvita og eins og margir vita er útsýnið á því svæði ekki á lakari endanum.  Klifrið í Valbjargargjá er mjög flott en flestar leiðirnar þar eru í nettu yfirhangi. Bergið er frekar sérstakt með nóg af puttaholum og köntum og lendingin er góð. Ekki er búið að klifra mikið á svæðinu en þar er möguleiki á um 20 klifurleiðum.

Skip to toolbar