Tag Archives: vatnajökull

Steinafjall

Í Steinafjalli eru nokkrir mjög flottir steinar með eðal grjótglímu leiðum. Svæðið er í um 30 mín. akstursfjarlægð frá Hnappavöllum og hefur það verið vinsælt að skreppa þangað þegar rigningarskýið virðist vera beint fyrir ofan Hnappavelli.

Svæðið er um 50 metrum frá þjóðveginum og er því aðgengi að svæðinu mjög þæginlegt.

Í Steinafjalli hefur verið klifrað töluðvert af flottum leiðum en ég veit ekki hvort leiðirnar hafa verið skráðar nokkursstaðar niður. Væri ekki leiðinlegt að fá þessar leiðir hérna inn ef þær eru til.

Skip to toolbar