17. april ’09

Það var 17. april, sumsé 20 ára afmælið mitt! Ég og Eyþór ákváðum því að kíkja inn í Jósepsdal og rokka feitt. Við fórum á Skoda-num hans eftir skóla og viti menn, það var að sjálfsögðu gott veður þegar inn var komið. Við byrjuðum á einstæðingi og færðum okkur síðan lengra upp í brekku þar sem við hittum Jafet sem hafði labbað yfir fjallið og var að koma niður brekkuna 😛

Við hituðum örlítið betur upp og síðan fór Eyþór nokkrar ferðir í Draumadísinni (7a+) og Jafet sýndi okkur nýja leið sem Eyþór fór síðan og var hún nefnd Flengdi apinn.

Góður dagur í góðum aðstæðum!

Leave a Reply

Skip to toolbar