24. april ’09

Það var föstudagur og ég var að vinna í KH. Fréttir bárust líkt og eldur í sinu að Eyþór og Heiðar ætluðu í Jósepsdal fyrripart seinniparts dagsins. Ég æstist auðvitað upp en var að vinna og gat því ekki komið fyrr en eftir vinnu. Strákarnir skelltu sér í dalinn og áttu stórfínan dag. Þeir komu síðan aftur í bæinn þegar ég var búinn í vinnunni, náðum í nokkra kalda og við skelltum okkur á Hlölla og síðan í dalinn. Þegar þangað var komið hreiðruðum við um okkur í hellinum og sváfum þar. Þetta var mikil upplifun fyrir borgarbarnið Heiðar sem hafði aldrei séð jafn mikið af störnum á æfinni og vissi heldur ekki að gerfitung færu eins hratt og þaug gerðu. Ég haf sjaldan sofið jafn vel og við vöknuðum endurnærðir daginn eftir í glaða sólskini og spakasta góðviðri.

Dagurinn byrjaði á smá morgunmat og Kristó sem hafði verið eilítið slappur í tánni daginn áður (það má segja að táin á honum hafi verið eins og skemt slátur..) byrtist hress og kátur á slaginu 11:00. Aðspurður um hvernig táin sagði hann “ég reddaði þessu heima í gær” og fóru ekki fleiri sögur af þeim lækningum.

Við hituðum upp og byrjuðum að hjakkast í Draumadísinni 7a+, Heiðar og Eyþór fóru hana leikandi og má þess geta að þetta var fyrsta 7a+ leiðin hans Heiðars og þar með var hann búinn að ná sumarmarkmiði sínu. Kristó bjó síðan til nýja leið við hliðina á Draumadísinni, beint upp face-ið, var hún nefnd Aldrei tæpur vegna þess hve Kristó var óvenju stöðugur á leiðinni upp.

Þar næst færðum við okkur í stein örlítið neðar í brekkunni og lögðum grunninn af tveim nýum leiðum og ég afrekaði einhverja 6a+/6b leið.

Kristó kórónaði síðan daginn með því að sína okkur hvernig er að vera ekki aumingi og fór 7b+ í efsta steinunum í brekkunni.

Eftir það fengum við okkur vel að éta og héldum síðan heim og á American Style.

Leave a Reply

Skip to toolbar