Eflaust hafa þónokkrir velt fyrir sér hvaða leið sé í Pöstinni lengst til vinstri en nefnist hún Vippan og henni hefur verið gefin gráðan 5.11b. Kristín Martha Hákonardóttir á heiðurinn af boltun hennar.
Annars er vert að benda á nýtt fyrirkomulag kamars-, bolta- og tóftarsjóðs Hnappavalla. Nú er öllum þeim klifrurum sem ætla að nýta sér svæðið bent á að fjárfesta í Hnappavallakortinu.
Það fæst í Klifurhúsinu og kostar 1000 krónur. Einnig er hægt að greiða með millifærslu á reikning 111-26-503810 kt:410302-3810 Skýring: Kamar.
Meðfylgjandi er mynd af þessu glæsilega korti.