El Chorro

El Chorro

Skrifað af: Örvar, Andra, Jonna, Heiðar og Eyþór | 15. febrúar 2010

 

16. Des
Ég kom til Reykjavíkur frá Ísafirði, var búinn að sofa u.þ.b. ekki neitt og var kannski örlítið, smá, geðveikt ofsa spenntur frá helvíti.
Jonni, frú Jonni og Andri sóttu mig á flugvöllinn og við fórum að stússast. Planið var að kaupa hamborgarhrygg og var ákveðið að fara í Nóatún. Vissum þó ekki hvar það var að finna. ,,Í NÓATÚNI Í NÓATÚNI!!!” Öskraði einhver og drifum við okkur þangað og fórum beint að kjötborðinu. Ég sagði að ég vildi hamborgarhrygg og benti á 8 kílóa, meters langt flykki. Ég leit á Jonna og Jonni á mig og við bara awwyeeeee og svo bara ómægod og þá bara þúst lol skiluru??! Stúlkan sannfærði okkur þó um að búta hann niður í 4,7 kíló svo hann passaði í vakúm vélina. Keyptum síðan tvær kippur af malti og appelsíni og ekkert meira því Jonni er með ofnæmi fyrir eggjum, hnetum, latexi, ávöxtum og grænmeti. Fengum allt vottað og vorum ekkert smá sáttir við lífið.
Förinni var næst heitið í MH að skoða próf og þess má geta að Andri big brainer náði 7 í spænsku og var hann krýndur túlkur ferðarinnar. Við hittum líka Rakel sem náði öllu! 😀
Um kvöldið voru ég og Jonni að pakka dótinu hans og æfa fyrstu hjálp við ofnæmi. Didda (mamma hans Jonna) sagði mér hvernig ég ætti að barkaskera og svo leyfði hún mér að sprauta lauk með adrenalíni.

Úrdráttur:

– Hitti strákana
– 4,7 kg af kjöti
– Dótinu pakkað
– Barkaskurður og adrenalín

17. Des
Andri sótti okkur og keyrðum á flugvöllinn. Hittum Eyþór og Heiðar á flugvellinum. Heiðar var FREKAR stressaður því við náðum ekki að prenta út miðana fyrir Spán áður en við komum og voru augun í honum glampandi stjörf. Við vorum hinsvegar frekar slakir yfir þessu öllu og sögðum honum að þessu yrði reddað á Gatwick.
Það var gerð dauðaleit á okkur í tollinum og þegar þeir sáu kalkpokana okkar horfðu þeir á okkur eins og við værum mestu fífl í heimi. En það reddaðist! 😀
Í fríhöfninni settumst við síðan niður og chill-uðum smá. Heiðari var síðan litið á skjáinn og brá heldur betur í brún því á honum stóð “FINAL CALL FOR GATWICK!!” og við röltum af stað, síðan var öskrað á okkur í hátölurunum og þá fórum við að hlaupa og rétt náðum vélinni!

Fyrr en varði vorum við lentir á Gatwick og þar tók við 7- 8 tíma bið og Jonni greyið þurfti að vera í pínulítilli bleikri peysu allan tímann plús flugið til Spánar af því að hann hafði tapað í dauðaspaða kvöldið áður.
Heiðar var ennþá klikkað stressaður út af miðunum og við ákváðum að það væri best að fá sér að borða, chill-a og fara í arcade áður en miðunum var reddað og þá varð hann hvítur í framan! Brauðið sem við keyptum í Simply Food var ógeðslega þurrt og drukkum við tvo lítra af kakómjólk með tveimur brauðsneiðum. Tveimur tímum síðar var stressmælirinn hans Heiðars orðinn fullur. Honum var flökurt, hvítur í framan, snerist í hringi og var að bresta í grát. Þá fyrst fórum við að EMJA af hlátri! Sýndum síðan Heiðari miðana og sögðum að við hefðum reddað þessu fyrir löngu. Hálftíma gráturs hláturskast tók við af setningunni ΄Þið eruð búnir að þessu er það ekki..?.” Við gátum ekki einu sinni staðið og lágum bara á gólfinu og grétum. Heiðar var btw. ekki sáttur!
Síðan fór okkur að leiðast. Ég, Eyþór og Jonni fundum skilti til að flagga á, eftir þrjú flögg kom óvingjarnlegur starfsmaður og sagði að fyrst við værum með skegg þyrftum við að haga okkur eftir því, annars myndi hann ná í vopnaða verði og láta kasta okkur öfugum út! Við hlýddum og keyptum okkur klifur-vélmenni og dagatal í staðin.
Þegar við fórum í check-in sá ég að nöfnin okkar voru vitlaust skrifuð á miðanum, það hefði pottþétt verið vesen og benti þess vegna afgreiðslumanninum á það. Hann sagðist ætla að gá að þessu sem varð að 22 mínútna veseni og þurfti ég þess vegna að vera í ,,silly-pants” um kvöldið.. 🙁

Það voru betri veitingastaðir inn í fríhöfninni sjálfri (að við héldum) og fengum við okkur borgara á Armadillo sem leit frekar solid út. Bretar hafa samt aldrei verið þekktir fyrir góða eldamennsku (hafiði einhverntíma ætlað út að borða og ákveðið að fá ykkur breskan mat? Hélt ekki…”) og var hamborgarinn gerður úr kjötfarsi og þurfti jonni að láta laga hamborgarann sinn tvisvar út að því að þau tóku ekki mark á ofnæminu hans, ég og Eyþór erum samt alltaf tilbúnir fyrir barkaskurð og adrenalínsprautur og leið Jonna mun betur við það. Síðan var ekki nóg að maturinn hafi verið vondur heldur vorum við rukkaðir um 72 evrur fyrir matinn og þeir taka ekki við meira en 20 evru seðlum…. Algjörlega glataður staður..

Við lærum alltaf að mistökum og komum tímanlega í flugvélina. Ég, Jonni og Andri fengum að sitja aftast og fengum EKKERT pláss og ekki nóg með það heldur hölluðu fíflin fyrir framan okkur sætunum sínum aftur þannig að við vorum alveg í kremju og sváfum ekki rassgat!
Við lentum í Malaga kl 22:00 að spænskum tíma. Drifum okkur í lestina og fyrir þá sem langar til el Chorro þarf að taka lest til Malaga center (verslunarmiðstöð) og taka síðan lest restina eða leigubíl.
Við fengum okkur ógeðslega solid pizzu hjá sætri stelpu á stað sem heitir Telepizza. Öll spænskukunnáttan okkar var notuð í þessa pizzu en það virkaði að segja „Grande pepperoni pizza! Que hora” (Gei hóra) . Mælum með því og RISA kók á Burger King (sleppa klakanum, þá fáið þið meira kók..).

18. Des
Við fórum út að leita af leigubíl. Það voru svona tíu leigubílar saman í hóp og kallarnir stóðu og voru að spjalla. Leið og þeir sáu okkur þögnuðu þeir og horfðu á okkur mjög grunsamlega. Við héldum áfram að nota spænskuna okkar og báðum um “Grande taxi, cinco personale. Álora, el Chorro” og þeir svöruðu með “no no no! quadro personale..” og einhvað meira.. Það sem við skildum var að það væri ekki hægt að fá stóran taxa og að þeir vildu fá okkur í tvo taxa og 60 evrur fyrir hvorn. Það var ekki séns í helv. að við værum að fara borga það og upp hófst mikið vesen. Þetta endaði með því að ungur strákur labbaði upp að okkur og sagði að hann myndi taka okkur alla í einn taxa og vildi 80 evrur fyrir. Þá urðu hinir kallarnir EKKI sáttir og fóru að skamma strákinn en hann hló bara að þeim og sagði einhvað ,,culo” (rass). Bíllinn var gersamlega troðinn af drasli og lá alveg við götuna.
Hann sagði okkur að ef löggan kæmi myndi einn hlaupa að fela sig og síðan myndi hann keyra í hring og taka hann upp aftur. Við álitum það skothelt plan! Ferðin gekk mjög vel alla leið í Álora. Það var farin að myndast smá röð fyrir aftan okkur því við þurftum að læðast yfir hraðahindranir. Hann sagði okkur að ef löggan myndi koma myndu við allir fara í fangelsi og hann missa réttindin. Fimm metrum síðar stoppaði löggan okkur 😀 Heiðar missti andlitið og varð hvítur af stressi, Andri fékk hnút í framan og fraus, leigubílstjórinn lagðist fram á stýrið, Jonni stundi orðunum “ææ..” upp ég gat ekki annað en hlegið og Eyþór sat sultu rólegur í framsætinu og út úr lögreglubílnum stigu tveir ungir menn með skammbyssur. Annar þeirra var feitur með grímu fyrir andlitinu og hinn var aðeins eðlilegri í útliti. Jonni lá á þessu augnarbliki í grúfu, búinn að losa belltið spyrjandi hvort hann ætti að hlaupa á meðan Heiðar var að kúka á sig og segja mér að þegja. Bílstjórinn byrjaði að tala við lögguna í svolitla stund og þetta leit allt út eins og þetta myndi reddast, allt þar til hann kom inn í bílinn, barði hnefanum í lófann og sagði amuerte!! Ég spurði Eyþór hvað hann væri að segja og Eyþór svaraði með „við erum allir dauðir…” ennþá sultu slakur. Þá vantaði Heiðari að æla úr stressi og Andri sagði bara fokk, fokk, fokk, fokk….! Endalaust!
Þetta endaði síðan með því að við sýndum allir skilríkin okkar og ég og Jonni vorum sendir út og áttum að bíða á umferðareyju eftir að leigubílstjórinn var búinn að skutla Andra, Heiðari og Eyþóri í El Chorro. Síðan átti hann að koma til baka aftur að sækja okkur. Ég og Jonni fórum út og leigubílstjórinn keyrði af stað og síðan okkur til undrunar fór löggan bara… Leigubílstjórinn keyrði því bara svolítið áfram, henti Andra og Heiðari út og skildi þá eftir stressaða í drasl og kom til baka og sótti mig og Jonna og síðan náði hann í Heiðar og Andra og við héldum áfram allir saman restina af leiðinni. Það var líka gott að finna sameiginlegt áhugamál með bílstjóranum sem var brjóst og kellingar. Hann skælbrosti og hló.

Við komum síðan kl. 3 um nóttina í húsið okkar eftir frekar klikkaða ferð 😀 Húsið er ógeðslega fínt og það er sundlaug fyrir utan.
Það var 17 stiga hiti þegar við vöknuðum við þrumur veðurguðanna. Planið var að kíkja í klifurbúðina. Þegar ég og Andri bönkuðum heyrðum við bara gelt frá helvíti og síðan gekk hurðin til þegar hundurinn réðst á hana. Hjörtu okkar stoppuðu í smá stund en þá heyrðist í vingjarnlegri röddu og hurðin opnaðist. Það var kona sem sagði að það væri lokað á milli 14 og 17 en bauð okkur samt inn að skoða. Það er til fullt af dóti og meira að segja snýtuklútar í regnbogans litum. Ég spurði síðan eigandann að nafni og en bætti við hvort hann héti ekki Bóbó.. Hann sagði ,,ha?” en kynnti sig svo og við tókumst í hendur. Jonni og Eyþór keyptu í matinn og dagurinn var að stefna í pungsvitabað, litla skoðunarferð og vélmennaþjálfun.
Kletturinn lítur ógeðslega vel út og ætlum við í Poma de Roca á morgun. Við erum þó vongóðir um góðar stundir og gott klifur.
Ég eldaði snilldar pasta með rjómaost og tómatssósu. Jonni snillingur hafði óvart valið eggjapasta þannig að hann gat ekki borðað matinn. Heiðar kláraði ekki af disknum sínum og fékk ekki eftirmat! Töluðum síðan við Susan og Dell sem voru tilbúin til þess að gefa okkur hund! Langar geðveikt í…
Fórum í klifurbúðina í grenjandi rigningu, Jonni keypti sér Kong Frog tvist á 25 evrur og síðan græddum við fullt af mandarínum og sítrónum af trjárunna sem er hjá hótelinu. Enduðum síðan í typpasundi, spilinu endalausa, og Heiðar dj-aði og spilaði á hljómborð allt kvöldið! 😀

Örvar

19. Des
Vöknuðum eldhressir klukkan hálftvö og sáum að það var glampandi sólskin og awesome veður fyrir klifur. Fengum okkur morgunmat og héldum af stað upp að Poema de Roca. Þessi sector er risa hellir og vorum við allir að missa okkur þegar við sáum hann. Byrjuðum klifrið á léttum 6b leiðum og svo fór Eyþór í það að endurtaka 7b búlderleið sem hann hafði klifrað í fyrra. Klifruðum þar til við vorum orðnir einir með leðurblökunum, fuglunum og myrkrinu og ákváðum þá að það væri kannski orðið tímabært að halda heim í húsið þar sem við vorum löngu hættir að sjá eitthvað.

Fengum okkur couscous í kvöldmat og mælum við með því að vatnið sé soðið áður en couscous er sett útí því annars verður það eins og steypa…já við höfum reynsluna 🙂 horfðum svo á tvær frábærar og mannbætandi bíómyndir. Byrjuðum á að horfa á Idiocracy og eftir hana voru allir að sofna en ákváðum að það væri solid að horfa líka á Dawn of the Dead og fórum ekki að sofa fyrr en langt var liðið á nóttina.

Andri

20. Des
Vöknuðum aftur klukkan hálf tvö þrátt fyrir að hafa stillt vekjaraklukku og sáum fram á að þetta gengi ekki lengur.
Þennan dag var ákveðið að þar sem við höfðum svo lítinn tíma í klifur að fara á sector sem væri aðeins nær og fórum á Castrojo en þar eru leiðir eins og Little brown baby. Ég (Andri), Jonni og Örvar fundum okkur leið til að hita upp í og var okkur sagt að hún væri gráðuð IV sem er súper létt. Endaði sem fönký klifur og komumst við að því að hún væri 6b+. Heiðar og Eyþór fóru í einhverja röltleið sem virtist solid. Ég og Jonni fórum svo í geggjaða leið sem heitir Big fun sem er sko réttnefni. Þegar Jonni var kominn frekar hátt og sá fram á að hann ætti alveg dass eftir að klifra kallaði hann niður til að kanna statusinn á línunni og við Örvar álitum hann solid (það voru 2-3 metrar eftir í helming línunnar). Þegar Jonni kom svo niður sáum við að leiðin var AKKÚRAT 30 metrar. Eftir hana fórum við í 6c+/7a leiðina Simon ha perdido el panadero og flössuðum hana allir nema Eyþór því hann var að spara sig fyrir Pane, pane supermercado 7b+. Örvar og Heiðar komust svo að í Little brown baby en í hana hafði verið klikkuð röð allan tímann. Örvar komst að krúxinu og Heiðar var nokkrum hreyfingum frá flassi þegar það var komið myrkur.

Komum við hjá Maribel á leiðinni heim og keyptum í matinn og ákváðum að þar sem Jonni sagðist vera meistari í grjónagrautseldun og það yrði í matinn. Hann sagði að það þyrfti bara helmingi meira af vatni en grjónum og svo miðað við þetta kíló sem við vorum með 4 lítra af mjólk. Það leið þó ekki langur tími eftri að grauturinn var kominn í suðu að Heiðar komst að því að allt vatnið var búið að gufa upp. Jonni sullaði þá bara allri mjólkinni útí en komst svo að því að það vantaði 1 lítra af vatni. En þetta reddaðist og var grjónagrautur í matinn.

Eftir matinn tók enn á ný við bíómyndagláp en ákváðum við að læra enn og aftur af mistökum og horfa bara á eina mynd og varð Boondock Saints fyrir valinu. Eftir að vera búnir að horfa á klikkað rússadráp tók við spjallstund þar sem að einhverri ástæðu ákvað ég að segja “un byssó pro favor” sem hitti líka svona vel á hláturtaugarnar og var mikið hlegið að því :D.
Eftir að hafa skoðað tópóinn vel og vandlega fann ég svo leið sem heitir Fantsía 6c og höfum við sett okkur það markmið að klifra hana…SOLID

Andri

21. Des
RIGNING 🙁 :(. Vöknuðum á mettíma klukkan 12 en þá var búin að vera rigning alla nóttina og var ennþá grenjandi rigning. Borðuðum kaldan grjónagraut og svo fóru Jonni og Eyþór til Álora til að versla ódýrari mat. Örvar var í klifurstuði þrátt fyrir bleytu og mikil ský og ákvað að fara hetjuferð upp að Poema de Roca og reyna að ná einhverju klifri. Ég og Heiðar vorum eftir í chilli í húsinu og eftir þónokkrar tilraunir tókst honum að fá Dyna-Flex boltann á ferð og varð hann klikkað stoltur af sjálfum sér.
Vegna mikillar hræðslu Örvars við allt sem hreyfist og hefur fleiri en tvær fætur ákváðum að sýna honum kóngulóna sem við fundum og biðum því spenntir eftir að hann sneri heim 🙂
Jonni og Eyþór létu loksins sjá sig klukkan 6 en ekkert hefur heyrst frá Örvari og komumst við að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að hann væri dáinn.

Andri

Í tilefni af áðurnefndri rigningu var sjálfskipaður hvíldardagur og ég og Eyþór fórum í magninnkaup í Álora. Við löbbuðum og löbbuðum í grillandi hita og úða alveg heilan helling og enginn vildi taka okkur uppí þeir bentu bara hinumegin á veginn og beint áfram. Að lokum vildi gamall kall taka okkur upp í. Þess má geta að hann talaði enga ensku, hvað þá íslensku og hann var með haglabyssuskot í aftursætinu. Hann keyrði okkur svona kílómeter þar til að við komum að skriðu á veginum. Þá sagði hann „drekos spúos eldos me hombre” eða eitthvað í þá áttina og sneri við og við héldum áfram að labba. Svona þremur korterum síðar tók einhver kona okkur uppí og keyrði okkur restina.
Þegar við fórum að versla komumst við að því að Spánverjar eru asnalegir, því að í rekkunum í búðinni voru heilar grísalappir, ekkert kjötborð, og skammt frá því fundum við grísafóstur sem var búið að skera í tvennt eftir hryggnum, setja stóra plástra á sárið og setja þetta síðan í vacum pakkningu. Keyptum við þrjár hálfsmetra pepperoni lengjur (Elgslifur) og fullt af öðru stöffi. Þegar við komum út var komið úrhelli svo við ákváðum að kíkja á löggustöðina með 50 kg. af mat til að reyna að heilsa uppá kunningja okkar frá því um daginn. Síðan drösluðum við okkur heim og ekkert merkilegt gerðist þar til að Örvar sofnaði í rúminu mínu og ég ákvað að sjálfsögðu ekki að biðja hann fallega að fara í sitt rúm heldur tók ég mér sitthvorn pepperoni liminn í hönd og barði hann þar til að hann var ekki lengur sofandi. Þá fór hann að slá á móti og náði í blautt handklæði og upphófst mikill slagur þar sem Örvar fékk nokkuð fast pepperonihögg í punginn og ég fékk handafar á öxlina og handklæðasmell á innanvert hnéð. Við sömdum um vopnahlé og Örvar fór að hlúa að pungnum á sér og ég fór að sofa mjög ánægður að hafa loksins fengið að berja einhvern með pepperoni.

Jonni

22. Des
Það var Poema de Roca klifur þennan daginn. Þar sem það hafði verið rigning allt kvöldið og nóttina vorum við alveg í skýjunum að sjá að það var kominn blár himinn og glampandi sól. Við lögðum hressir af stað upp að klettinum og þegar við vorum rúmlega hálfnaðir komst snillingurinn Örvar að því að hann hafði gleymt skónum sínum í húsinu. Hann hljóp aftur til baka en restin af okkur hélt áfram. Þegar við komum svo í hellinn var grenjandi rigning inní hellinum en veðrið fyrir utan var solid. Við létum það ekki stoppa okkur að kletturinn væri farinn að gráta og skelltum okkur í skó. Eyþór, Heiðar og ég byrjuðum á að hita upp í 7b leið. Heiðar fór hana í öðru gó-i og mér tókst að flassa hana. Jonni og Örvar voru báðir mjög nálægt að klára hana en eyddu meiri tíma í 7a leið sem var frekar blaut. Í einu gó-inu hjá Jonna stoppaði hann, settist í línuna, leit svo aðeins á puttana sína en kallaði svo stoltur niður að hann væri búinn að fylla puttaholuna í leiðinni af blóði.

Þegar komið var í hús fór ég í það að vaska upp þar sem ég hafði tapað í dauðaspaða og var EKKI sáttur þegar ég var kallaður uppvaskakonan. Eftir kíló af hakki og kíló af spagettí var horft á 300. Í klikkuðu macho-flippi var svo haldið í hefðina að fara naktir í sundlaugina þrisvar sinnum en hún er svona 4 gráðu heit.. solid. Heiðar greyið er hinsvegar eitthvað hræddur og fer alltaf í sundskýlu.
Seinna um kvöldið var Dyna-Flex boltinn á fleygi ferð í höndunum á Örvari og fékk hann þá snillldar hugmynd að stoppa hann á geirvörtunni sinni……. VIÐ HLÓGUM GEÐVEIKT MIKIÐ !!!! svo ákvað Heiðar að prófa og boltinn var aðalvopnið það sem eftir var af kvöldinu. Enn seinna um kvöldið ákváðum við að það væri geggjað sniðug hugmynd að hrinda Heiðari út í sundlaugina í buxum og það var aðeins of fyndið…sögðum honum að hann þyrfti að vera dómari í sundkeppni hjá Örvari og Jonna og ég og Eyþór myndum halda á ljósinu.. ÁN EFA BESTA KVÖLDIÐ HINGAÐ TIL!!!!!!!!!!!!!!!

Andri

á meðan Heiðar ölið þambar
eru strákar að slurka
fórn í sundin hafnar
dofna karla lurkar

Menn hlægja að krafti
Heiðar grætur í stafni
Jonni gnístir í horni
Andri heldur hann sofni
Eyþór er sulturólegur

glóandi geirar lýsa stafninn
ægir étur punga
hreinir sveinar trilla manninn
áfengið róar unga
                  Örvar

Gullkorn:

Heiðar: „ok þegar maður er fullur, ég kalla það lausn við tímaflakki því að þá er tíminn afstæður..”   ??
Jonni: „nei, þetta er dótið mitt, ekki setja þetta á eistun á þér!!”

23. Des
Það hafði rignt alla nóttina en við fórum samt upp í Poema de Roca. Heiðar ákvað að vera heima þennan daginn og taka því rólega, taka til og laga rafmagnið. Þegar við komum í hellinn var hann alveg eins og daginn áður, flestar leiðirnar blautar nema leiðirnar sem okkur langaði að klifra. Þá var byrjað á 7b búlderleiðinni og svo fór Eyþór í Eyes of the storm og restin af okkur í Poema Roca. Allt gekk rosa vel og kom meira að segja þrumuveður og svo tvö stykki ský heilsuðu upp á okkur inni í hellinum. Ein þruman var svo klikkuð að allur hellirinn nötraði og þá var Örvari hætt að vera sama, hljóp í hringi og vissi ekkert hvað hann átti að gera en við hinir hlógum bara að honum og sögðum honum að vera rólegur.

Eftir erfiðan dag var horft á Monthy Python og Top gear og borðaðir hamborgarar. Ég, Jonni og Eyþór fórum svo í það að reyna að finna út hvar einn klifursectorinn í tópóinum væri að finna og bárum við saman kortið í tópóinum hans Eyþórs og svo mínum og Jonna. Komumst við að því að það væru ekkert samræmi á milli þessara korta og sumt væri speglun, annað hliðrun og sumt annað væri bara ekki af sama landsvæðinu. Það tók okkur ekki nema klukkutíma að komast að þessari niðurstöðu sem var svo til einskis því við vorum ekkert nær því að vita hvar þetta væri.

Andri

Þess má geta að í dag voru fyrstu nærbuxnaskiptin hjá sumum í hópnum!

24. Des JÓL!! 😀
Skunduðum af stað í Castrojo í von um að þar væri þurrt og góðar aðstæður til þess að klifra. Þegar þangað var komið var Heiðar frekar svekktur því að Little brown baby var blaut í byrjun og í endann. Þá fórum við í 6a+ leið sem leit út fyrir að vera solid og þegar ég var búinn að klifra slatta heyrðist í Jonna „áttu nokkuð mikið eftir að klifra ?” og svaraði ég játandi og spurðist fyrir um statusinn á línunni og fékk ég þá til baka að hann væri bara góður og fylgdu svo hlátrasköll frá Jonna og Örvari sem voru mjög hughreystandi en ég hélt áfram. Komumst seinna að að leiðin var 35 metrar og línana mín er 60 metrar……. en þetta var alveg solid og reddaðist. Eyþór missti sig svo í Pane pane supermercado 7b+ og kláraði hana auðveldlega og Heiðar og Jonni flössuðu frekar svít 6c leið og Örvar fór hreyfingarnar og var grátlega nálægt að klára hana. Þegar Eyþór var að hreinsa Big fun lenti hann í draumi hvers klifrara. Hann snerist á hvolf og fór í óteljandi hringi.

Eyþór og ég löbbuðum af stað heim í hús og ákváðum að kíkja við hjá Maribel fyrst það væri í leiðinni en vorum ekkert rosalega vongóðir um að það væri opið. En viti menn, það var opið klukkan 7 á aðfangadag sem er eitthvað það mest solid sem ég veit um. Versluðum og á leiðinni út var að sjálfsögðu kallað Felize navidad
og varð gamla frekar sátt.

Jonni og Örvar dembdu sér í að sjóða hamborgarhrygginn þegar þeir komu heim. Það átti að sjóða hann með malti og tómatpúrru svo við ákváðum það að hella jólablandi og tómatsósu kæmist bara frekar nálægt því og var sinnepi bætt útí svona í tilefni dagsins. Eftir stutta stund benti Jonni svo á að hryggurinn væri farinn að lykta eins og pylsa á Bæjarins Bestu sem var svo sannaleg rétt. Eyþór fór að vinna í því að gera jólatréð okkar jólalegt og hengdi því tvista á það sem jólaskraut og kom það bara vel út svo ég hef ákveðið að kaupa aldrei jólaskraut á mín jólatré.
Vesenið er aldrei langt undan. Ekki nóg með það að enginn okkar kunni á ofninn svo að við þurftum að fá tvo Slóvaka til að kenna okkur á hann og svo áttum við ekki ofngrind svo að grindin af eldavélinni var notuð en hún var bara aðeins of stór í ofinn en það var allt í góðu.

Andri

25. Des
Geðveikt chill orsakaðist vegna mikillar rigningar. Örvar hinsvegar var duglegur að læra allan tímann! Það var samt soldið scary að heyra í þrumunum og sjá glampandi eldingar inn um gluggann. Strákunum fannst það mjög fyndið og gerðu í því að hrekkja mig… aumingja litli ég.

26. Des
Annar dagurinn í eymdinni… Ég hélt að óveðrið ætlaði engan enda að taka. Það var ekki langt í að dauðir lifnuðu við og færu að ásækja okkur, hundarnir (sem eru fleiri en fólkið í el chorro) færu að svelta og það losnaði um helvíti til frambúðar! Strákarnir litu illa út. Heiðar var svartur í kringum augum og talaði afturábak.. Það var ekki mikið eftir í eilífðina.

27. Des
Heitasti dagurinn til þessa! Blár himinn og ekki sást í hvíta bólstra neinstaðar. Planið var að rölta niður í Castrojo og klifra þar upp einhverja brekku sem endar í la Canjada sem er soldið töff sector. Þar er léttasta leiðin 6c+ og erfiðasta leiðin 7c.
Jonna fannst góð hugmynd að príla til og frá upp í klettunum sem endaði með því að hann greip í grip sem hann héllt að færi fast en það losnaði og flaug niður brekkuna og í áttina að Castrojo sem var fullur af fólki.. Það hefði kannski verið í lagi nema að gripið var á stærð við góðan fótbolta. Þegar gripið losnaði varð Jonni hvítur í framan, flaug aftur fyrir sig á syllu, fraus þar og grenjaði á mömmu sína af mikilli angist. Það var semsagt undir hetju komið að bjarga deginum. sem betur fer var Örvar á staðnum! Betur þektur undir nafninu Super Power Ofur Dóra Dúndur. Ég (meina Örvar því það er klárlega ekki ég meina hann sem skrifar þetta!) stökk til og öskraði ,,GRJÓÓÓÓÓÓT!!!!!!! ROCK!!!!!!!!!” niður brekkuna og náði að vekja athygli Eyþórs og Heiðars sem voru fyrir neðan. Eyþór kom síðan skilaboðunum áfram til fólksins fyrir neðan eftir að steinninn flaug 1 cm yfir hausinn á honum.
Jonni fór svo með mér að gá hvort það væri ekki í lagi með alla og jújú, strákarnir voru sem betur fer ennþá heilir. Heiðar sem hefur einstaklega mikla trú á okkur spyr vanþakklætislega „VORUÐI AÐ HENDA ÞESSU NIÐUR!!?” og Andri svarar í fullri samvisku „já Heiðar… þetta átti að vera geðveikt fyndið..”.Jonna var svo mikið létt við þetta að hann rak löppina í ANNAN stein sem síðan valt af stað niður! Við beittum fyrri björgunaraðgerðum og heyrðu sem betur fer allir í okkur og enginn slasaðist.
Það var sól og blíða allan daginn og fórum við ekki heim fyrr en seint um kvöldið.
Við kyntumst nýu fólki. Mjög vinalegt Ástralskt/Suður-Afrískt/Skost par sem býr í litlum helli upp í fjalli og finnst það bara fínt. Þau vakna kl. 7 á morgnana og fara að sofa kl. 7 á kvöldin. Okkur fannst þetta mjög skrítið. Fórum síðan heim þegar rökkva fór og hvíldum okkur eftir langan og erfiðan dag.

28. des
Fyrst það var búin að vera bræla yfir jólin gerðum við ráð fyrir að Makino Dromo væri ennþá blautur og fórum í Poema de Roca í staðinn. Eins og allir vita eiga konur ekki að aka bifreið! Það sannaðist þennan morgun. Við litum út um gluggann eftir að hafa heyrt skrítin hljóð utan hans og sáum okkur til mikillar skemmtunar að eitthvað stelpurassgat var að drepa aftur og aftur á bílnum sínum á leið upp brekkuna! Það var hlegið mikið að þessu og þegar hún hafði drepið á svona 20 sinnum ákváðum við að hjálpa henni. Tókum síðan eftir manni sem sat með hjartað í buxunum í farþegasætinu við hliðina á henni. Okkur var ljóst að þarna var ökukennsla á ferð og besta leiðin til að hjálpa henni væri að fara út, hvetja hana áfram og taka myndir! 😀 Hún eins og allar konur varð hinsvegar bara reið og gaf okkur puttann, en maðurinn við hliðina á henni brosti.
Það var ágætis veður þennan dag og klifruðum við alveg dass! Það er samt alltaf fyndin tilfinning þegar það rignir meira inn í hellinum en fyrir utan hann og virtist vera ómögulegt að finna þurran stað til að standa á..
Um kvöldið gerðist síðan hræðilegur atburður!! Jonni ætlaði að tengja harða diskinn og tölvuna hans Eyþórs saman en ruglaði saman straumbreytum og grillaði harðadiskinn. Það verður því ekki mikið um bíó það sem eftir er ferðar og fékk Jonni að vera í sillypants restina af kvöldinu!

29. des
Makinodromo!!!!! Vöknuðum snemma og dröttuðumst af stað! Leiðin inn í flottasta sectorinn á svæðinu liggur sem hér segir: Ferð niður á bílastæðið hjá Castrojo, klifrar yfir mannhelda girðingu inn á lestarteina, labbar með þeim í um 30 min, labbar síðan upp brekku dauðans í 20 mínútur og þá ertu komin/n! Á leiðinni gefur að líta el Camino del Rey, geðveika kletta og margt fleira.

-Örvar

Þegar á klifursectorinn var komið, tók villt klifur við. Þar eru án efa flottustu línur sem ég hef séð þó að ég geti kannski ekki klifrað þær allar. Eftir að hafa kastað mæðinni vatt ég mér í Trainspotting af því að Eyþór sagði að það væri geðveik leið og viti menn, í miðri leið trainspottaði ég eina lest niðri á teinunum. Ég vil meina að þá hafi andinn komið yfir mig því að ég kláraði leiðina.
Það er mikilvægt að það komi fram að mér finnst endalaust dúbíus að labba á lestarteinunum og þegar við sáum einhvern labba á móti okkur með vasaljós fór hjartað á mér að slá á þreföldum hraða sem myndi teljast hollt, því að ég held ég eigi ekki sex þúsund evrur til að láta af hendi. Svo kom í ljós að þetta voru bara tveir þýskir túristar og mér leið um leið miklu betur.
Ég vil benda á að það er mjög sniðugt að taka ekki með sér skilríki ef þú ætlar að labba á teinunum og hlaupa í gagnstæða átt eins hratt og þú getur ef þú sérð vörð. Einnig hjálpar það til að blandast litum umhverfisins eða klæðast dökkum klæðnaði þegar kvölda tekur.
    -Heiðar

30. Des

Fórum aftur í Makino. Það var að sjálfsögðu geðveikt þó að við höfum verið soldið þreyttir eftir að hafa arkað þangað daginn áður. Heiðari leist rosa vel á að labba lestarteinana, sérstaklega þegar við komum fram á skilti sem á stóð „Það er stranglega bannað að labba á teinunum! Sekt fyrir það er 6000 evrur”. Þetta reddaðist samt allt og fyrr en varði vorum við komnir, dauðþreyttir sveittir en aðalega dolfallnir yfir einum svakalegasta klett sem við höfum séð á okkar litlu ævi!!! Núna vissum við hvar klifurgripahönnuðir fá innblástur! Við klifruðum allan daginn í geðveikri sól og steikjandi hita.
Þarna voru líka komnir Ástralska/Suðurafríska/Skoska parið og spjölluðum við mikið saman. Þau voru að fara daginn eftir þannig að við gerðum plan um að hitta þau á barnum um kvöldið.. Alvarlegur „heitar gellur” skortur hefur einnig tekið sig upp og fannst okkur fín hugmynd að sjá hvort það væru ekki einhverjar fallegar kindur á svæðinu.
Leiðin til baka tekur um 40 mín. og var vellingur að hætti Jonna í matinn. Við vorum líka farnir að lifa okkur vel inn í spænskt tímaminni og var kvöldmatur stundvíslega milli 21 og 22 eins og þykir eðlilegt á Spáni.
Á barnum var margt um manninn og var barþjónninn gamall breskur snillingur með aðeins eina framtönn… Hver þarf tvær? Það var því miður ekki mikið um falleg læri og hoppandi bossa og vorum við farnir að finna alvarlega fyrir stelpumissi! Eitt af aðaleinkennum þess er mjög vond svita og amóníak lykt sem má finna án þess að hafa mikið fyrir því. Það var gripið til örþrifaráða og fórum við í typpasund um kvöldið í ískaldri lauginni!

31. Des
Það var feit rigning og tókum við allir hvíldardag. Eyþór, Jonni og ég vöknuðum snemma til að kaupa mat í Álora. Við fengum far hjá leigusalanum okkar, honum Dell. Hann er hinn fínasti kall. Elskar Guinness, reykja, tala um konur sem kellingar, blóta blökkufólki, innflytjendum og segir alltaf „me” í staðinn fyrir „my”. Það er samt bara allt í góðu gríni og þolir hann aðallega ekki fólk sem hlær ekki af bröndurunum hans. Við vorum hinsvegar mjög duglegir að hlæja og kunni hann það vel við okkur að hann beið eftir okkur á meðan við vorum í búðinni og skutlaði okkur heim aftur. Við keyptum ÓGEÐSLEGA mikinn mat. Aumingja Dell var orðinn þyrstur í kaffi, við komum við á barnum til þess að bjóða honum upp á bolla og viti menn, Hann og Tony (barþjónninn) eru bestu vinir. Amma Tonys eða Dell var líka á svæðinu og sat út í horni, hélt sér til hlés og leit út fyrir að vera hin ljúfasta. Þangað til hún fór að tala við Dell og sagði leið að hún hefði brotið stafinn sinn, Dell sýndi henni samúð og leit á hann og viti menn, stafurinn rétt hékk saman og sagði Dell að það væri líklegast ekki hægt að laga þetta og spurði hvernig hún hefði nú farið að þessu.. Hún svaraði með því að segja að hundurinn hefði ekki hætt að gelta þannig að hún hefði lamið hann með stafnum.. Dell „úffaði” út í loftið og hvíslaði að okkur að blóta ekki í kring um hana, annars myndi hún lemja okkur með stafnum.
Við gripum nýtt lesefni fyrir klósettið og héldum heim. Viti menn.. Heiðar og Andri voru ENNÞÁ sofandi og vöktum við þá og létum þá hjálpa okkur með matinn.
Eftir hádegismatinn var aðeins farið að stytta upp og notuðum við tímann til að skoða kóngstíginn (El Camino Del Rey). Crazy shit!! Skoðið bara myndirnar! Þær tala sínu máli!
Ég og Jonni elduðum áramótamatinn! Restin af hamborgarhryggnum, súkkulaðisósa, kartöflur og allskonar meira gúmelaðigott.
Það er víst bannað að sprengja flugelda á Spáni en við Íslendingarnir létum það ekki á okkur fá og eftir matinn var efnafræði 101. Við kveiktum varðeld með sprittkerti og brennivíni á gaseldavélinni. Mjög góð hugmynd! Skemmtum okkur fram á nótt og fórum í rúmið eitthvað um 5 leitið.

1. Janúar!! 😀

Vöknuðum furðusnemma. Veðriðvar farið að líta betur út og var búið að laga símann, sjónvarpið og moka möl af veginum eftir þrumuveðrið um daginn. Dell sagði okkur að símalanlínan hefði meira að segja legið niðri. Ég fékk að nota netið hjá honum sem var loksins komið í lag.
Það var síðan létt klifur hjá okkur, aðeins til að hressa okkur við. Stærfræðipælingar tóku við um kvöldið og fórum við að leika okkur í „Grapher” sem er hnitakerfisstærfræðiforrit þar sem maður getur búið til gröf í 2D og 3D með mismunandi formúlum. Eftir um þrjá tíma föttuðum við hvernig við áttum að gera kúlu. Við enduðum síðan á að tala um hvernig við ættum að reikna út hversu mikinn sprengikraft þú þarft til að koma 50 kílóa körfubolta á 300 km/klst með fallbyssu og hversu þykkt stál við þyrftum í fallbyssuna. Þar sem við vorum ekki með formúlublað fórum við að þróa hugmyndina frekar. Það endaði með því að 50 kílóa körfuboltinn var orðinn að frumstæðum þotuhreyfli sem yrði skotið úr fallbyssunni, fara síðan í gang og þannig ná 300 km/klst. Þetta er allt á byrjunarstigi en strax og við erum komnir með formúlublað getum við reiknað út kraftana og hvaða efni við þurfum að nota til að geta búið þetta til!

Nærbuxnaskipti nr. 1

2. Jan
Frekar venjulegur dagur. Vöknuðum og vorum frekar rólegir á því, það hafði verið rigning um nóttina en það rættist úr því og var komin sól um hádegið. Jonni, Heiðar og ég fórum í Las Encantadas sem er bara nánast við hliðina á húsinu okkar. Mjög flottur sector með fullt af skemtilegum leiðum. Við fundum þó galla á gjöfum Njarðar því að bóndinn fyrir neðan sectorinn varð einhvað pirraður fyrir nokkrum árum og tók fyrstu tvo boltana í burtu úr flestum leiðunum og þarf maður því að hafa gott pre-clip eða soloa 5-10 metra í fyrsta bolta.
Við skemmtum okkur mjög vel og hittum gamla hetju sem talaði ensku og bjó í Malaga. Hann sagði okkur hvar klifurbúðirnar væru og við spjölluðum mikið.
Það var svo ógeðslega heitt að ég tók til bragðs að klifra bara á nærbuxunum og hljóp síðan heim að gera nr. 2 og kom til baka með djús og vatn. Það mátti ekki seinna vera því Jonni og Heiðar voru bókstaflega að drepast úr hita.
Andri og Eyþór fóru í Poema de roca. Eyþór kláraði Eyes on the storm 7c og var Andri aðeins einni til tveimur hreyfingum frá því að klára hana líka!
Það var hakk og spakk að hætti Örvars og Jonna í kvöldmat. Síðan tók kátínan völd, sprell og stærfræðipælingar 😀

3. Jan
Fórum í Makino. Jonni og Eyþór nenntu ekki að bíða eftir mér og Heiðari að gera okkur til þannig að þeir skunduðu af stað. Andri greyið varð ráðalaus þegar hann sá að þeir voru farnir og vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga en beið samt og varð samferða mér og Heiðari.
Við ákváðum að það væri gaman að labba aðra leið í Makino. Hún byrjar eins en þegar maður er búin að labba svona 100m á teinunum beygir maður upp stíg og labbar yfir fjall fyrir ofan teinana og el Camino del Rey. Það var rosa gaman, ég fann steingerving og nutum við fallegs útsýnis allan tímann. Andri var samt ekki ánægður og fór að væla að honum fyndist ekki gaman í fjallgöngum en Heiðar sagði honum að þetta væri sko ævintýri og við ekki að lenda í fangelsi! Við komumst þó á leiðarenda og fórum að klifra. Við áttum rosa góðan dag í sól og blíðu.
Um kvöldið horfðum við á South Park en þar sem við eigum bara einn þátt eftir vildum við spara hann þannig að við reyndum að tengja iPodinn hans Eyþórs við apple tölvuna mína í von um að geta horft á þætti úr honum í iTunes.
Það var ekki hægt en fundum þó snilldar sjónvarpsefni í tölvunni minni!! :D:D Gamla Stundina okkar með Birtu og Bárði!!! 😀 Veit ekki af hverju ég er með það en grunar systur mínar um græsku! Vill samt þakka þeim fyrir þar sem þetta er ein mesta sýra í heiminum geiminum og við hlógum okkur máttlausa allt kvöldið.

4. Jan
Dagurinn byrjaði ekki vel. Allir voru spenntir fyrir Makino en neeeei… auðvitað var rigning ALLA nóttina og fyrir hádegi. Stærfræðilegar pælingar tóku við um hvernig átti að drekka 200 lítra tunnu af Sunny D. á þremur dögum. Það yrðu auðveldir 12,5 lítrar á mann á dag, ekkert mál! Miðað við allavegana að við kláruðum án mikillar áreynslu, 60 lítra af Sunny D., súkkulaðimjólk, mjólk, vatni og fanta… á 4 dögum! o.O
Strákarnir eru farnir upp í Poema de roca og ég er heima að reyna að læra smá.
Hitti Dell áðan sem er að laga hliðið okkar sem brotnaði í vindinum um daginn. Hann sagði mér að konan hans hefði farið og keypt skrúfur fyrir sig og það væri að sjálfsögðu ekki réttar og sagði mér líka að passa mig á að læra ekki of mikið því það væri bara “pain and suffering” eins og að gifta sig. Síðan fór hann að hlægja og sagði að við þyrftum að fara að þrífa sundlaugina þar sem konan hans hefði verið önnun kafin við að veiða dósir upp úr henni og skildi ekkert í þessu…
Planið hjá mér er allavegana að læra soldið í viðbót og kíkja síðan á strákana áður en sólin fer.

Örvar

5. Jan
Þar sem að við heyrðum í smá rigningu um nóttina var morgninum tekið í ró og klukkan 2 drulluðum ég, Andri og Örvar okkur loks út úr húsi og fórum í Poema de Roca, Heiðar og Eyþór fóru í boulder. Þegar við komum upp í Poema áttaði ég mig á því að Heiðar var með gri-gri-ið mitt og Andri hafði skilið sitt eftir heima svo við vorum tryggingar lausir. Við dóum þó ekki ráðalausir og fengum túpu lánaða hjá Dana sem við hittum og Andri tók eitt gó í Eyes on the storm, eftir það kynntumst við bandarískum bræðrum sem bjuggu í Grikklandi. Þeir voru osöm og lánuðu okkur grigri. Ég tók eitt gó og datt í síðustu hreyfingunni. Eftir það tók annar bandarísku bræðranna gó og flassaði leiðina, svo tók Andri gó og kláraði og síðan kom ég og kláraði líka og þar með var Eyes on the storm farin þrisvar í röð og þrír búnir að ná 7c í ferðinni og við vorum bara mjög sáttir með klifurdaginn, einnig má þess geta að Örvar tók gó og komst vel á veg með leiðina og hann gæti án efa klárað fyrir ferðalok. Þegar heim var komið fórum við að rista brauð. Brauðristin er stundum með bögg og brenndi brauðið mitt smá svo að það kom smá lykt í allt húsið. Síðan fór Örvar að rista brauð og fór svo í tölvuna. Eftir smá stund sagði Heiðar: okei strákar það er einhvað að brenna, ég sagði: nei brauðið mitt brann aðeins áðan, þá sagði Örvar: AAAA BRAUÐIÐ MITT!!! Síðan var okkur litið á eldhúsið sem var hulið þoku og mistri og ekkert sást nema brauðristin að spúa úr sér reyk eins og hún fengið borgað fyrir það. Ég hljóp og opnaði hurðina upp á gátt meðan Örvar tók brauðristina úr sambandi og veiddi leifarnar af brauðinu úr ristinni og viti menn virkilega brennt brauð glóir. Eftir það fóru reykræstiaðgerðir í gang sem gengu alveg furðulega vel. Þess má geta að rúmmál reyks sem kemur frá tveimur sneiðum af brauði er 76.894 rúmfet sem nemur u.þ.b. rétt ríflega einu spænsku 6 manna húsi ef reyknum er vel þjappað í herbergi Andra og Heiðars (þeirra vistverur voru vel í móðu). Að reykræstiaðgerðum loknum tók við stíft tjill fram eftir kvöldi og stefnan tekin á Makinodromo á morgun ef veðrið helst í skefjum.

Jonni

6. Jan
Nú var vakna snemma metið slegið!! Jonni og Örvar höfðu ætlað að fara tveir upp í Makinodromo eldsnemma og vöknuðu klukkan 9 sem endaði á að allir vöknuðu og voru spenntir fyrir klifri. Eftir kraftgöngu dauðans vorum við komnir upp að klettinum innan við klukkutíma frá því að við lögðum af stað frá húsinu. Komum að tvistunum hans Jonna í Hakuna Matata en það voru einhverjir Írar í henni. Þeim fannst svo rosa leiðinlegt að hafa verið í tvistunum að þeir buðust til að hætta í leiðinni eða lána greyið Jonna tvista til að klifra aðra leið. Við sögðum þeim bara að taka því rólega og fórum í aðra leið. Örvar ákvað að prófa stuttu 7b leiðina í upphitun og komst upp hálfa leiðina. Írarnir kláruðu svo Hakuna Matata og báðust afsökunar í 1000 skipti fyrir að klifra í tvistunum. Jonni flassaði hana, Örvar kláraði leiðina en ég botnaði ekkert í henni, fannst hún bara skrítin og beilaði(og var ekki stoltur af sjálfum mér fyrir það). Eyþór ákvað að taka gó í El Oráculo og ég ákvað að fara með honum þótt að hún væri blaut. Eftir miklar pælingar komumst við upp að næst síðasta boltanum en þar var blaut kólunetta sem er samt ábyggilega bara frekar góð þegar hún er þurr. Ekkert gekk þar því maður þurfti að taka í einhvern kant sem var ómögulegt með rennblauta putta. Við tókum skrímslaföll (e.monsterfalls) því síðasti boltinn var frekar neðarlega. Þess má geta að í leiðinni er skráargatið fyrir lykilinn að helvíti. Beittasta andskotans grip í heiminum og lítur alveg eins út og skráagat. Næst tóku við nokkur gó í Trainspotting hjá Örvari en þar sem lestirnar voru hættar að fara framhjá gekk það ekki í þetta sinn og bíður hún betri dags. Örvar var svo tekinn í rassgatið af Svía sem hann reyndi að keppa við í að setjast niður á annan fótinn og standa svo aftur upp. Komst svo að því að það stóð ,,Stockholm marathon 2009 – Finisher!” á bolnum hans svo hann hefði ekki getað valið sér verri keppinaut 🙂 Hittum svo Tékka sem við Eyþór höfðum talað við nokkrum dögum áður. Það er án efa mest solid gaur sem ég hef hitt. Býr í helli uppí Makino í staðinn fyrir að vera með kærustunni sinni því hún er hjá foreldrum sínum, ,,I don´t really need to be with them”, var afsökunin sem hann gaf okkur, brosti, og hélt svo áftam að saga sér tré í eldivið. Elduðum svo ógeðslega sterka hamborgara í matinn og sumir fengu Cayenne pipar í nefið sem er margfalt sterkari en Chilli og runnu tár og sviti af mannskapnum langt fram eftir kvöldi.

Andri

7. Jan
Planið um að vakan klukkan 8 þennan morguninn varð að engu þegar það heyrðist í rigningu úti… enn eina ferðina. Vöknuðum í staðinn klukkan hálf 1 og átum hafragraut í mogun/hádegismat. Planið var að taka active rest-day en endaði svo þannig að Jonni, Örvar og Heiðar fóru í Poema en ég og Eyþór vorum heima að chill-a og skrifa ferðasögur og eitthvað meira skemmtilegt. Eitt af því var til dæmis að fara niður til Dell og Susan. Vöktum óvart Dell sem var frekar myglaður þegar hann kom til dyra. Fengum að kíkja á netið og í sakleysi okkar kíktum við á póstinn. Var ekki bara kominn póstur frá Iceland Express sem sagði að það væri búið að aflýsa fluginu okkar og þeim þætti það mjög leiðinlegt (líklegt…). Upphófst mikið vesen sem endaði með því að við færðum flugið okkar yfir á 13. Janúar í staðinn fyrir 11. Janúar. Símtalið við Iceland Express þjónustufulltrúann endaði með orðunum ,,takk fyrir ekkert, þið eruð gagnslaus!”.
Heiðar og Jonni komu síðan aftur heim og hafði Heiðar farið Eye of the Storm, ekkert spurðist samt af Örvari fyrr en klukkutíma seinna. Hann hafði talað við tvo Dani sem voru í Poema de Roca (7a), fengið að fara eina ferð og kláraði leiðina.

Andri

8. Jan
Viti menn það er nístingskuldi, á suður-Spáni. Dagurinn byrjaði rólega hafragrautur og kaffi. Stressaði Heiðar fékk þó að ná sínu framm að lokum og dró Örvar með sér til Susan til þess að klára flugvesenið fyrir fullt og allt, en hverjar eru líkurnar, bankakerfið á Íslandi lá niðri og ekki var hægt að nota kortið hans Örvars (mahahahaha það lítur allt út fyrir að ég kemst einn til íslands).
Ég og Örvar ákváðum að missa okkur og taka okkur smá göngutúr í búðina og kíkja á hann Bóbó í klifurbúðinni, þegar út var komið frá honum bóbó gerðist hið óhugsanlega. SNJÓR á Spáni. Eftir þetta leiðinlega atvik röltum við aftur heim í hús með tárin í augunum og fundum það út að heimsendir sé í bráð. Þegar heim var komið fékk Örvar símtal frá bankanum um að kerfið væri komið aftur upp, þá hlupu þeir æstir og redduðu málunum.

Eyþór

9.jan
Jonni vaknaði upp fyrir allar aldir og var orðinn æstur í klifur. Hann hafði reiknað út með stærfræðilegum formúlum að það væri í raun heitara úti Í SÓLINNI en inni og ákvað þá að opna allar hurðirnar upp á gátt! Þessi læti í Jonna urðu til þess að hver maðurinn af fætur öðrum vaknaði upp með inngróið typpi og skorpinn pung vegna kulda. Jonni dró Andra með sér á eyrunum til Castrojo, restin lagði af stað 30 min seinna. Eftir 2ja min gang byrjaði að blása og þá var mjög sniðugt að vera í stuttermabol og ullarpeysu yfir. Við gátum þó huggað okkur við það að ekki sást ský á himni allan daginn. Eftir smá klifur í íslenskum aðstæðum komumst við að þeirri niðurstöðu að þegar er kalt á Íslandi þá er friction en nei út á Spáni verður kletturinn sprautaður af sleypiefni og juggarar verða eins og kartaflan niðrí klifurhúsi í 45 gráðum! Eftir kaldan dag var brennandi heitur grjónagrautur í matinn um 11 leytið. Allir sáttir með magasár og Harrí og Heimir á fóninum.

Eyþór

10. Jan
Átti að verða Makinodromo dagur til að fara að hreinsa tvistana úr Trainspotting og Oráculo. Um hádegið þar sem Örvar var ennþá sofandi höfðum við ekki lagt af stað. Kostir og gallar þar sem nokkru seinna heyrðist í því sem virtist vera rigning. En neeeeeeii það var komið haglél, og ekkert lítið haglél. Heyrst hefur að útigangshundarnir séu allir götóttir eftir ósköpin. Nú vitum við merkinguna á bakvið setninguna When hell freezes over. Sitjum núna inni í minesweeper og höfum það kósý og hlustum á ljúfa tóna í von um betri morgundag. Planið er að fara að taka til, til að þurfa ekki að gera það allt á morgun því að ..já… það er frekar subbulegt hérna og höfum við komið auga á myglublett á veggnum sem við erum nokuð vissir um að var ekki hérna þegar við komum. Solid 🙂
Allt lítur úr fyrir að það verði frekar takmarkað klifur á morgun þar sem það er kominn úði úti núna, en við höldum samt í vonina um klifur.

Andri

11. Jan
Seinasti klifurdagurinn í El Chorro. Í dag hefðum við átt að vera komnir heim en vegna gagnsleysis Iceland Express fengum við tvo aukadaga sem við ætluðum að nota í klifur. Því miður var veðurguðinn ekki á sama plani og við því að skítakuldi hefur herjað á suður Spán og mun gera út vikuna. Því var mjög lítið klifrað.
Ég, Andri og Örvar fórum í Poema de Roca til að hreinsa tvistana hans Eyþórs úr Eye Of The Storm sem hafði farið með Jonna upp í Makinodromo til að ná í fleiri tvista.
Á leiðinni niður úr Poema þóttumst við sjá glitta í Eyþór og Jonna þannig að við ákváðum að stytta okkur leið niður að húsinu í von um að koma á undan þeim. Þessi leið var ca. tíu sinnum fljótlegri en að ganga eftir veginum. Fullkomið að uppgötva svona á seinasta deginum.
Á morgun, þann tólfta, ætlum við að vakna eldsnemma til að taka lest til Malaga. Þar ætlum við að finna klifurbúð og hanga svo fram á kvöld því að flugið okkar til Gatwick fer klukkan sjö. Á Gatwick þurfum við svo að bíða í tólf tíma eftir fluginu okkar til Íslands. Við lendum síðan ferskir klukkan hálftvö eftir hádegi, miðvikudaginn 13. janúar. Þá verðum við búnir að ferðast í þrjátíuogeinnoghálfan tíma.

Heiðar

12. Jan
Jonni vaknaði stundvíslega kl 6, gerði teygjuæfingar og hitaði upp fyrir daginn. Ég og Eyþór vorum reknir frammúr með harðri hendi kl 6:50. Ristabrauð og kaffi er morgunmatur sem svíkur aldrei. Íbúðín er gjörsamlega ,,spotless!” Hringdum á Mr. Muscle í gær og tókum þrif aldarinnar. Enginn skítur var skilinn eftir ósnertur! Teppaþrifin gengu líka vonum framar.Mælum með því einfalda bragði að snúa bara teppinu við því þá verður það tandurhreint!
Á lestarstöðinni var ekki þverfótað fyrir fólki. Þvílikan ys og þys hef ég aldrei séð á ævinni. Hvergi var hægt að finna sér sæti til að bíða á eða neitt. Við komust þó fljótt að því af hverju fólk tekur lest. Því hún var ekki einni sekúndu of sein! Aðeins TVEIM FCN TÍMUM!!!! Fyrir þá sem fatta ekki kaldhæðnina í þessu þá var enginn á staðnum. Þegar lestin hinsvegar komin var allt í góðu og við gátum andað léttar. Maður hefði svosem átt að vita það. Þetta helvítis vesen tekur engan enda! Helvítis púngurinn þarna uppi situr skellihlæjandi í stólnum sínum reykjandi hamingjupípu.
Við héldum áfram þar til komið var á lestarstöðina í Malaga. Fórum beint á Telepizza til að rifja upp góðar minningar frá því í byrjun ferðar, viti menn staðurinn var lokaður og enginn mötsölustaður opnaði fyrr en eitt eða tvö. Smá rölt tók þá við og við fundum snilldar þrektæki, þar sem feitabollan stendur bara og tækið lætur fæturna víbra þannig að spikið hristist burt líkt og í góðri brælu. Við álitum að það væri nú ekki flókið að finna mollið og fara í einhverja matvöruveslun, jújú Information sagði okkur það og þetta var bara spölkorn í burtu. Moll Dauðans! Þar inni var GEÐVEIKUR hávaði og ógeðslega mikið af ljótum Spánverjum, inn í matvöruversluninni var hægt að aka um á Hummer og aldrei verða fyrir, án djóks! Þar er allt líka selt í gallonum, svona til að maður fái nóg. Við rákum upp stór augu þegar við sáum Sunny D rekkan í búðinni. Viti  menn þú getur fengið Sunny D í öllum regnbogans litum, meira að segja útfjólubláum, hvítum og neon grænum! Við ákváðum að kíkja í íþróttabúðina í von um að finna klifurdót. Við fundum allveg dass en viti menn það var mega dýrt og við létum okkur nægja 50m af prússik í ýmsum stærðum og gerðum. Nú var nóg komið af búðarrölti og skelltum við okkur aftur á lestarstöðina tillbúnir í Tellepizza og risastóra kók. Eyþór (búinn með peninginn) fórnaði sér svo í að passa farangurinn meðan við ákváðum að fara í osom klifurbúðir. Aftur var komið við í information og við fengum lítið sætt kort af Malaga og hún merkti inn hvar gatan væri (carateria). Þetta var bara smá sprettur, bókstaflega! Hlupum alla leið og vorum komnir á um 10 min. Þar blasti við risaklifurbúð með öllu dóti í heiminum geyminum!! EN asnalegasti siður í heimi var auðvitað í gangi, Siesta!! Þannig að það var lokað, Dios mio… Klifurbúðin opnaði ekki fyrr en kl fimm. Fyrir ykkur sem kunna ekki á siestu þá stendur hún yfir frá 14-17. Þá fara allir feitu Spánverjarnir í frí til þess eins að éta og sofa. Koma síðan aftur í vinnuna og vinna til 9. Það var því ekkert annað að gera en að labba til baka og blóta feitum, ljótum, þrjóskum og heimskum Spánverjum. Þegar við komum aftur í mollið, hittum Eyþór og var búið að opna Telepizza. Síðan gerðum við ,,ekki neitt” þangað til við tókum lestina kl 17.
Eftir að við höfðum grísað á rétt terminal tók biðin við. Fengum þó fljótt að bóka okkur inn og vorum komnir upp í vél um 19:00 og fór bara vel um okkur. Ég persónulega dottaði alla leiðina og fyrr en varði vorum við bara allt í einu lentir í London.
Við vissum nú alveg fyrir að við þurftum að bíða í 10 tíma á Gatwick þannig að við plöntuðum okkur á sama stað og við vorum á í byrjun ferðar. Við fundum líka gott kaffihús sem heitir Costa þar sem er hægt að fá geðveikt góðar samlokur og kaffi. Strákarnir plöntuðu sér fljótt á bekkina og gólfið og reyndu að sofna. Ég og Heiðar gátum hinsvegar ekki sofnað og vöktum alla nóttina sem var frekar slapt.

13. Jan
Vorum búnir að leika okkur endalaust mikið með prússik band sem ég hafði keypt mér og vorum búnir að mastera alla hnúta sem við gátum hugsað okkur. Ég bað meira að segja gamlan kall sem sat við hliðina á mér að kenna mér bindishnút, sem hann gerði. Við ákváðum á þeim tímapunkti að það væri líklega best að færa okkur í rétt terminal og gá hvort það væri ekki eitthvað að frétta af fluginu okkar. Það var ekki mikið nema að það væri frestun því að það væri svo brjálað veður. Það var btw bara svona 1-2″ snjór og snjókoman var svona frosinn úði (oggu pons). Okkur fannst þetta frekar lélegt, það er eins og þetta sé heldur ekki mikið mál að moka og salta/sanda eitt stykki flugvöll. Það hefði mátt halda að það hefðu sirka tvær spænskar feitabollur verið sendar út að redda þessu með lítilli skóflu og sópi sem síðan væru farnar að hlakka til siesta. Síðan varð klukkan eitt, og síðan tvö og síðan þrjú og þá fengum við loks fréttir í kallkerfinu “skraZZ- Attention!! -skraZZ eitthvað eitthvað, your flight has been delayed, eitthvað eitthvað, -skraZZ… will be taken and destroyed! Thank you..-skraZZ”. Maður skilur sko ALDREI hvað þeir eru að segja, það er eins og einhver reykinga- og berkla-sjúklingur með gat í barkanum og svona rafmagns rödd sé látinn sjá um tilkynningarnar. Bara frábært! Svo töluðu þeir alltaf um þetta brjálaða veður sem hefði bara flokkast undir besta veður í heimi heima á Íslandi og þar hefði þetta aldrei verið látið viðgangast! (Fyndið líka til þess að hugsa að nokkrum dögum eftir að við komum heim skautaði einhver Iceland Express flugvél út í kant á flugbrautinni því það var svo sleipt). Helvítis djöfull! Það var ekki mikið hægt að gera á þessum blessaða flugvelli heldur, þannig að eina ráðið var að fara bara og versla okkur eina Sudoku. Jonni nörd þurfti auðvitað að kaupa sér einhverja extreme stærfræði sudoku og var búinn með hálfa bókina eftir svona korter. Kl 19 vorum við síðan alveg að gefast upp! Við vorum búnir að labba út um ALLT og fá okkur að borða. Þá kom heldur skemmtileg tilkynning í kallkerfinu um að við mættum fara til Iceland Express og lemja þá! Nei djók en vá hvað það hefði verið fínt! 😀 En já eins og ég sagði þá kom tilkynning um að við mættum fara til Iceland Express og ná í svona pappír sem sagði að við mættum eyða heilum 10£ í mat á flugvellinum. Vá! heil 10£ á mann!! Sérstaklega eftir að við vorum búnir að fá okkur að éta!! Vá frábært…
Klukkan 8 fengum við svo loksins að fara í gegnum check-in. Þegar við komum þangað inn voru allar búðirnar að loka þannig að við gátum ekki gert neitt nema skríða á barinn og kaupa bjór og pasta fyrir þessi 10£. Þegar við erum hinsvegar að fá okkur að borða kemur Jeff til okkar (vingjarnlegur Iceland Express flugþjónn) og kaupir snakk fyrir okkur alla! Ekki nóg með það heldur átti hann ennþá 30£ í Iceland express matarmiðum, henti þeim í okkur og sagði að við mættum missa okkur í gleðinni. Við keyptum að sjálfsögðu bjór fyrir þetta allt nema Jonni fékk loksins ósk sína uppfyllta, fór á Mc Donald’s og keypti sér sex ostborgara fyrir sín 10£. Jeff sat síðan hjá okkur og spjallaði og sötraði rauðvín. Hann fylgdi okkur síðan inn í flugvélina okkar kl 22:30.

14. Jan
Vá!! Vorum loksins að koma heim! Enginn hafði dáið, slasast eða týnst og tilhlökkunin við íslenskt vatn, íslenska bossa, knús frá okkar nánustu og tala nú ekki um bað! Steinsváfum allann tímann í flugvélinni í first class sætum. Ég fór úr skónum svona við þetta tækifæri og stelpan sem sat við hliðina á mér færði sig. Ég hafði líka ekkert skipt um sokka allan tímann! 😀
Þegar við síðan vöknuðum á Íslandi á milli þrjú og fjögur vorum við sóttir og allir lifðu hamingjusamir til æviloka! (vona ég..)

16. Des

Ég kom til Reykjavíkur frá Ísafirði, var búinn að sofa u.þ.b. ekki neitt og var kannski örlítið, smá, geðveikt ofsa spenntur frá helvíti.
Jonni, frú Jonni og Andri sóttu mig á flugvöllinn og við fórum að stússast. Planið var að kaupa hamborgarhrygg og var ákveðið að fara í Nóatún. Vissum þó ekki hvar það var að finna. ,,Í NÓATÚNI Í NÓATÚNI!!!” Öskraði einhver og drifum við okkur þangað og fórum beint að kjötborðinu. Ég sagði að ég vildi hamborgarhrygg og benti á 8 kílóa, meters langt flykki. Ég leit á Jonna og Jonni á mig og við bara awwyeeeee og svo bara ómægod og þá bara þúst lol skiluru??! Stúlkan sannfærði okkur þó um að búta hann niður í 4,7 kíló svo hann passaði í vakúm vélina. Keyptum síðan tvær kippur af malti og appelsíni og ekkert meira því Jonni er með ofnæmi fyrir eggjum, hnetum, latexi, ávöxtum og grænmeti. Fengum allt vottað og vorum ekkert smá sáttir við lífið.
Förinni var næst heitið í MH að skoða próf og þess má geta að Andri big brainer náði 7 í spænsku og var hann krýndur túlkur ferðarinnar. Við hittum líka Rakel sem náði öllu! 😀
Um kvöldið voru ég og Jonni að pakka dótinu hans og æfa fyrstu hjálp við ofnæmi. Didda (mamma hans Jonna) sagði mér hvernig ég ætti að barkaskera og svo leyfði hún mér að sprauta lauk með adrenalíni.

Úrdráttur:

– Hitti strákana
– 4,7 kg af kjöti
– Dótinu pakkað
– Barkaskurður og adrenalín

17. Des

Andri sótti okkur og keyrðum á flugvöllinn. Hittum Eyþór og Heiðar á flugvellinum. Heiðar var FREKAR stressaður því við náðum ekki að prenta út miðana fyrir Spán áður en við komum og voru augun í honum glampandi stjörf. Við vorum hinsvegar frekar slakir yfir þessu öllu og sögðum honum að þessu yrði reddað á Gatwick.
Það var gerð dauðaleit á okkur í tollinum og þegar þeir sáu kalkpokana okkar horfðu þeir á okkur eins og við værum mestu fífl í heimi. En það reddaðist! 😀
Í fríhöfninni settumst við síðan niður og chill-uðum smá. Heiðari var síðan litið á skjáinn og brá heldur betur í brún því á honum stóð “FINAL CALL FOR GATWICK!!” og við röltum af stað, síðan var öskrað á okkur í hátölurunum og þá fórum við að hlaupa og rétt náðum vélinni!

Fyrr en varði vorum við lentir á Gatwick og þar tók við 7- 8 tíma bið og Jonni greyið þurfti að vera í pínulítilli bleikri peysu allan tímann plús flugið til Spánar af því að hann hafði tapað í dauðaspaða kvöldið áður.
Heiðar var ennþá klikkað stressaður út af miðunum og við ákváðum að það væri best að fá sér að borða, chill-a og fara í arcade áður en miðunum var reddað og þá varð hann hvítur í framan! Brauðið sem við keyptum í Simply Food var ógeðslega þurrt og drukkum við tvo lítra af kakómjólk með tveimur brauðsneiðum. Tveimur tímum síðar var stressmælirinn hans Heiðars orðinn fullur. Honum var flökurt, hvítur í framan, snerist í hringi og var að bresta í grát. Þá fyrst fórum við að EMJA af hlátri! Sýndum síðan Heiðari miðana og sögðum að við hefðum reddað þessu fyrir löngu. Hálftíma gráturs hláturskast tók við af setningunni ΄Þið eruð búnir að þessu er það ekki..?.” Við gátum ekki einu sinni staðið og lágum bara á gólfinu og grétum. Heiðar var btw. ekki sáttur!
Síðan fór okkur að leiðast. Ég, Eyþór og Jonni fundum skilti til að flagga á, eftir þrjú flögg kom óvingjarnlegur starfsmaður og sagði að fyrst við værum með skegg þyrftum við að haga okkur eftir því, annars myndi hann ná í vopnaða verði og láta kasta okkur öfugum út! Við hlýddum og keyptum okkur klifur-vélmenni og dagatal í staðin.
Þegar við fórum í check-in sá ég að nöfnin okkar voru vitlaust skrifuð á miðanum, það hefði pottþétt verið vesen og benti þess vegna afgreiðslumanninum á það. Hann sagðist ætla að gá að þessu sem varð að 22 mínútna veseni og þurfti ég þess vegna að vera í ,,silly-pants” um kvöldið.. 🙁

Það voru betri veitingastaðir inn í fríhöfninni sjálfri (að við héldum) og fengum við okkur borgara á Armadillo sem leit frekar solid út. Bretar hafa samt aldrei verið þekktir fyrir góða eldamennsku (hafiði einhverntíma ætlað út að borða og ákveðið að fá ykkur breskan mat? Hélt ekki…”) og var hamborgarinn gerður úr kjötfarsi og þurfti jonni að láta laga hamborgarann sinn tvisvar út að því að þau tóku ekki mark á ofnæminu hans, ég og Eyþór erum samt alltaf tilbúnir fyrir barkaskurð og adrenalínsprautur og leið Jonna mun betur við það. Síðan var ekki nóg að maturinn hafi verið vondur heldur vorum við rukkaðir um 72 evrur fyrir matinn og þeir taka ekki við meira en 20 evru seðlum…. Algjörlega glataður staður..

Við lærum alltaf að mistökum og komum tímanlega í flugvélina. Ég, Jonni og Andri fengum að sitja aftast og fengum EKKERT pláss og ekki nóg með það heldur hölluðu fíflin fyrir framan okkur sætunum sínum aftur þannig að við vorum alveg í kremju og sváfum ekki rassgat!
Við lentum í Malaga kl 22:00 að spænskum tíma. Drifum okkur í lestina og fyrir þá sem langar til el Chorro þarf að taka lest til Malaga center (verslunarmiðstöð) og taka síðan lest restina eða leigubíl.
Við fengum okkur ógeðslega solid pizzu hjá sætri stelpu á stað sem heitir Telepizza. Öll spænskukunnáttan okkar var notuð í þessa pizzu en það virkaði að segja „Grande pepperoni pizza! Que hora” (Gei hóra) . Mælum með því og RISA kók á Burger King (sleppa klakanum, þá fáið þið meira kók..).

18. Des

Við fórum út að leita af leigubíl. Það voru svona tíu leigubílar saman í hóp og kallarnir stóðu og voru að spjalla. Leið og þeir sáu okkur þögnuðu þeir og horfðu á okkur mjög grunsamlega. Við héldum áfram að nota spænskuna okkar og báðum um “Grande taxi, cinco personale. Álora, el Chorro” og þeir svöruðu með “no no no! quadro personale..” og einhvað meira.. Það sem við skildum var að það væri ekki hægt að fá stóran taxa og að þeir vildu fá okkur í tvo taxa og 60 evrur fyrir hvorn. Það var ekki séns í helv. að við værum að fara borga það og upp hófst mikið vesen. Þetta endaði með því að ungur strákur labbaði upp að okkur og sagði að hann myndi taka okkur alla í einn taxa og vildi 80 evrur fyrir. Þá urðu hinir kallarnir EKKI sáttir og fóru að skamma strákinn en hann hló bara að þeim og sagði einhvað ,,culo” (rass). Bíllinn var gersamlega troðinn af drasli og lá alveg við götuna.
Hann sagði okkur að ef löggan kæmi myndi einn hlaupa að fela sig og síðan myndi hann keyra í hring og taka hann upp aftur. Við álitum það skothelt plan! Ferðin gekk mjög vel alla leið í Álora. Það var farin að myndast smá röð fyrir aftan okkur því við þurftum að læðast yfir hraðahindranir. Hann sagði okkur að ef löggan myndi koma myndu við allir fara í fangelsi og hann missa réttindin. Fimm metrum síðar stoppaði löggan okkur 😀 Heiðar missti andlitið og varð hvítur af stressi, Andri fékk hnút í framan og fraus, leigubílstjórinn lagðist fram á stýrið, Jonni stundi orðunum “ææ..” upp ég gat ekki annað en hlegið og Eyþór sat sultu rólegur í framsætinu og út úr lögreglubílnum stigu tveir ungir menn með skammbyssur. Annar þeirra var feitur með grímu fyrir andlitinu og hinn var aðeins eðlilegri í útliti. Jonni lá á þessu augnarbliki í grúfu, búinn að losa belltið spyrjandi hvort hann ætti að hlaupa á meðan Heiðar var að kúka á sig og segja mér að þegja. Bílstjórinn byrjaði að tala við lögguna í svolitla stund og þetta leit allt út eins og þetta myndi reddast, allt þar til hann kom inn í bílinn, barði hnefanum í lófann og sagði amuerte!! Ég spurði Eyþór hvað hann væri að segja og Eyþór svaraði með „við erum allir dauðir…” ennþá sultu slakur. Þá vantaði Heiðari að æla úr stressi og Andri sagði bara fokk, fokk, fokk, fokk….! Endalaust!
Þetta endaði síðan með því að við sýndum allir skilríkin okkar og ég og Jonni vorum sendir út og áttum að bíða á umferðareyju eftir að leigubílstjórinn var búinn að skutla Andra, Heiðari og Eyþóri í El Chorro. Síðan átti hann að koma til baka aftur að sækja okkur. Ég og Jonni fórum út og leigubílstjórinn keyrði af stað og síðan okkur til undrunar fór löggan bara… Leigubílstjórinn keyrði því bara svolítið áfram, henti Andra og Heiðari út og skildi þá eftir stressaða í drasl og kom til baka og sótti mig og Jonna og síðan náði hann í Heiðar og Andra og við héldum áfram allir saman restina af leiðinni. Það var líka gott að finna sameiginlegt áhugamál með bílstjóranum sem var brjóst og kellingar. Hann skælbrosti og hló.

Við komum síðan kl. 3 um nóttina í húsið okkar eftir frekar klikkaða ferð 😀 Húsið er ógeðslega fínt og það er sundlaug fyrir utan.
Það var 17 stiga hiti þegar við vöknuðum við þrumur veðurguðanna. Planið var að kíkja í klifurbúðina. Þegar ég og Andri bönkuðum heyrðum við bara gelt frá helvíti og síðan gekk hurðin til þegar hundurinn réðst á hana. Hjörtu okkar stoppuðu í smá stund en þá heyrðist í vingjarnlegri röddu og hurðin opnaðist. Það var kona sem sagði að það væri lokað á milli 14 og 17 en bauð okkur samt inn að skoða. Það er til fullt af dóti og meira að segja snýtuklútar í regnbogans litum. Ég spurði síðan eigandann að nafni og en bætti við hvort hann héti ekki Bóbó.. Hann sagði ,,ha?” en kynnti sig svo og við tókumst í hendur. Jonni og Eyþór keyptu í matinn og dagurinn var að stefna í pungsvitabað, litla skoðunarferð og vélmennaþjálfun.
Kletturinn lítur ógeðslega vel út og ætlum við í Poma de Roca á morgun. Við erum þó vongóðir um góðar stundir og gott klifur.
Ég eldaði snilldar pasta með rjómaost og tómatssósu. Jonni snillingur hafði óvart valið eggjapasta þannig að hann gat ekki borðað matinn. Heiðar kláraði ekki af disknum sínum og fékk ekki eftirmat! Töluðum síðan við Susan og Dell sem voru tilbúin til þess að gefa okkur hund! Langar geðveikt í…
Fórum í klifurbúðina í grenjandi rigningu, Jonni keypti sér Kong Frog tvist á 25 evrur og síðan græddum við fullt af mandarínum og sítrónum af trjárunna sem er hjá hótelinu. Enduðum síðan í typpasundi, spilinu endalausa, og Heiðar dj-aði og spilaði á hljómborð allt kvöldið! 😀

Örvar

19. Des

Vöknuðum eldhressir klukkan hálftvö og sáum að það var glampandi sólskin og awesome veður fyrir klifur. Fengum okkur morgunmat og héldum af stað upp að Poema de Roca. Þessi sector er risa hellir og vorum við allir að missa okkur þegar við sáum hann. Byrjuðum klifrið á léttum 6b leiðum og svo fór Eyþór í það að endurtaka 7b búlderleið sem hann hafði klifrað í fyrra. Klifruðum þar til við vorum orðnir einir með leðurblökunum, fuglunum og myrkrinu og ákváðum þá að það væri kannski orðið tímabært að halda heim í húsið þar sem við vorum löngu hættir að sjá eitthvað.

Fengum okkur couscous í kvöldmat og mælum við með því að vatnið sé soðið áður en couscous er sett útí því annars verður það eins og steypa…já við höfum reynsluna 🙂 horfðum svo á tvær frábærar og mannbætandi bíómyndir. Byrjuðum á að horfa á Idiocracy og eftir hana voru allir að sofna en ákváðum að það væri solid að horfa líka á Dawn of the Dead og fórum ekki að sofa fyrr en langt var liðið á nóttina.

Andri

20. Des

Vöknuðum aftur klukkan hálf tvö þrátt fyrir að hafa stillt vekjaraklukku og sáum fram á að þetta gengi ekki lengur.
Þennan dag var ákveðið að þar sem við höfðum svo lítinn tíma í klifur að fara á sector sem væri aðeins nær og fórum á Castrojo en þar eru leiðir eins og Little brown baby. Ég (Andri), Jonni og Örvar fundum okkur leið til að hita upp í og var okkur sagt að hún væri gráðuð IV sem er súper létt. Endaði sem fönký klifur og komumst við að því að hún væri 6b+. Heiðar og Eyþór fóru í einhverja röltleið sem virtist solid. Ég og Jonni fórum svo í geggjaða leið sem heitir Big fun sem er sko réttnefni. Þegar Jonni var kominn frekar hátt og sá fram á að hann ætti alveg dass eftir að klifra kallaði hann niður til að kanna statusinn á línunni og við Örvar álitum hann solid (það voru 2-3 metrar eftir í helming línunnar). Þegar Jonni kom svo niður sáum við að leiðin var AKKÚRAT 30 metrar. Eftir hana fórum við í 6c+/7a leiðina Simon ha perdido el panadero og flössuðum hana allir nema Eyþór því hann var að spara sig fyrir Pane, pane supermercado 7b+. Örvar og Heiðar komust svo að í Little brown baby en í hana hafði verið klikkuð röð allan tímann. Örvar komst að krúxinu og Heiðar var nokkrum hreyfingum frá flassi þegar það var komið myrkur.

Komum við hjá Maribel á leiðinni heim og keyptum í matinn og ákváðum að þar sem Jonni sagðist vera meistari í grjónagrautseldun og það yrði í matinn. Hann sagði að það þyrfti bara helmingi meira af vatni en grjónum og svo miðað við þetta kíló sem við vorum með 4 lítra af mjólk. Það leið þó ekki langur tími eftri að grauturinn var kominn í suðu að Heiðar komst að því að allt vatnið var búið að gufa upp. Jonni sullaði þá bara allri mjólkinni útí en komst svo að því að það vantaði 1 lítra af vatni. En þetta reddaðist og var grjónagrautur í matinn.

Eftir matinn tók enn á ný við bíómyndagláp en ákváðum við að læra enn og aftur af mistökum og horfa bara á eina mynd og varð Boondock Saints fyrir valinu. Eftir að vera búnir að horfa á klikkað rússadráp tók við spjallstund þar sem að einhverri ástæðu ákvað ég að segja “un byssó pro favor” sem hitti líka svona vel á hláturtaugarnar og var mikið hlegið að því :D.
Eftir að hafa skoðað tópóinn vel og vandlega fann ég svo leið sem heitir Fantsía 6c og höfum við sett okkur það markmið að klifra hana…SOLID

Andri

21. Des

RIGNING 🙁 :(. Vöknuðum á mettíma klukkan 12 en þá var búin að vera rigning alla nóttina og var ennþá grenjandi rigning. Borðuðum kaldan grjónagraut og svo fóru Jonni og Eyþór til Álora til að versla ódýrari mat. Örvar var í klifurstuði þrátt fyrir bleytu og mikil ský og ákvað að fara hetjuferð upp að Poema de Roca og reyna að ná einhverju klifri. Ég og Heiðar vorum eftir í chilli í húsinu og eftir þónokkrar tilraunir tókst honum að fá Dyna-Flex boltann á ferð og varð hann klikkað stoltur af sjálfum sér.
Vegna mikillar hræðslu Örvars við allt sem hreyfist og hefur fleiri en tvær fætur ákváðum að sýna honum kóngulóna sem við fundum og biðum því spenntir eftir að hann sneri heim 🙂
Jonni og Eyþór létu loksins sjá sig klukkan 6 en ekkert hefur heyrst frá Örvari og komumst við að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að hann væri dáinn.

Andri

Í tilefni af áðurnefndri rigningu var sjálfskipaður hvíldardagur og ég og Eyþór fórum í magninnkaup í Álora. Við löbbuðum og löbbuðum í grillandi hita og úða alveg heilan helling og enginn vildi taka okkur uppí þeir bentu bara hinumegin á veginn og beint áfram. Að lokum vildi gamall kall taka okkur upp í. Þess má geta að hann talaði enga ensku, hvað þá íslensku og hann var með haglabyssuskot í aftursætinu. Hann keyrði okkur svona kílómeter þar til að við komum að skriðu á veginum. Þá sagði hann „drekos spúos eldos me hombre” eða eitthvað í þá áttina og sneri við og við héldum áfram að labba. Svona þremur korterum síðar tók einhver kona okkur uppí og keyrði okkur restina.
Þegar við fórum að versla komumst við að því að Spánverjar eru asnalegir, því að í rekkunum í búðinni voru heilar grísalappir, ekkert kjötborð, og skammt frá því fundum við grísafóstur sem var búið að skera í tvennt eftir hryggnum, setja stóra plástra á sárið og setja þetta síðan í vacum pakkningu. Keyptum við þrjár hálfsmetra pepperoni lengjur (Elgslifur) og fullt af öðru stöffi. Þegar við komum út var komið úrhelli svo við ákváðum að kíkja á löggustöðina með 50 kg. af mat til að reyna að heilsa uppá kunningja okkar frá því um daginn. Síðan drösluðum við okkur heim og ekkert merkilegt gerðist þar til að Örvar sofnaði í rúminu mínu og ég ákvað að sjálfsögðu ekki að biðja hann fallega að fara í sitt rúm heldur tók ég mér sitthvorn pepperoni liminn í hönd og barði hann þar til að hann var ekki lengur sofandi. Þá fór hann að slá á móti og náði í blautt handklæði og upphófst mikill slagur þar sem Örvar fékk nokkuð fast pepperonihögg í punginn og ég fékk handafar á öxlina og handklæðasmell á innanvert hnéð. Við sömdum um vopnahlé og Örvar fór að hlúa að pungnum á sér og ég fór að sofa mjög ánægður að hafa loksins fengið að berja einhvern með pepperoni.

Jonni

22. Des

Það var Poema de Roca klifur þennan daginn. Þar sem það hafði verið rigning allt kvöldið og nóttina vorum við alveg í skýjunum að sjá að það var kominn blár himinn og glampandi sól. Við lögðum hressir af stað upp að klettinum og þegar við vorum rúmlega hálfnaðir komst snillingurinn Örvar að því að hann hafði gleymt skónum sínum í húsinu. Hann hljóp aftur til baka en restin af okkur hélt áfram. Þegar við komum svo í hellinn var grenjandi rigning inní hellinum en veðrið fyrir utan var solid. Við létum það ekki stoppa okkur að kletturinn væri farinn að gráta og skelltum okkur í skó. Eyþór, Heiðar og ég byrjuðum á að hita upp í 7b leið. Heiðar fór hana í öðru gó-i og mér tókst að flassa hana. Jonni og Örvar voru báðir mjög nálægt að klára hana en eyddu meiri tíma í 7a leið sem var frekar blaut. Í einu gó-inu hjá Jonna stoppaði hann, settist í línuna, leit svo aðeins á puttana sína en kallaði svo stoltur niður að hann væri búinn að fylla puttaholuna í leiðinni af blóði.

Þegar komið var í hús fór ég í það að vaska upp þar sem ég hafði tapað í dauðaspaða og var EKKI sáttur þegar ég var kallaður uppvaskakonan. Eftir kíló af hakki og kíló af spagettí var horft á 300. Í klikkuðu macho-flippi var svo haldið í hefðina að fara naktir í sundlaugina þrisvar sinnum en hún er svona 4 gráðu heit.. solid. Heiðar greyið er hinsvegar eitthvað hræddur og fer alltaf í sundskýlu.
Seinna um kvöldið var Dyna-Flex boltinn á fleygi ferð í höndunum á Örvari og fékk hann þá snillldar hugmynd að stoppa hann á geirvörtunni sinni……. VIÐ HLÓGUM GEÐVEIKT MIKIÐ !!!! svo ákvað Heiðar að prófa og boltinn var aðalvopnið það sem eftir var af kvöldinu. Enn seinna um kvöldið ákváðum við að það væri geggjað sniðug hugmynd að hrinda Heiðari út í sundlaugina í buxum og það var aðeins of fyndið…sögðum honum að hann þyrfti að vera dómari í sundkeppni hjá Örvari og Jonna og ég og Eyþór myndum halda á ljósinu.. ÁN EFA BESTA KVÖLDIÐ HINGAÐ TIL!!!!!!!!!!!!!!!

Andri

á meðan Heiðar ölið þambar
eru strákar að slurka
fórn í sundin hafnar
dofna karla lurkar

Menn hlægja að krafti
Heiðar grætur í stafni
Jonni gnístir í horni
Andri heldur hann sofni
Eyþór er sulturólegur

glóandi geirar lýsa stafninn
ægir étur punga
hreinir sveinar trilla manninn
áfengið róar unga
                  Örvar

Gullkorn:

Heiðar: „ok þegar maður er fullur, ég kalla það lausn við tímaflakki því að þá er tíminn afstæður..”   ??
Jonni: „nei, þetta er dótið mitt, ekki setja þetta á eistun á þér!!”

23. Des

Það hafði rignt alla nóttina en við fórum samt upp í Poema de Roca. Heiðar ákvað að vera heima þennan daginn og taka því rólega, taka til og laga rafmagnið. Þegar við komum í hellinn var hann alveg eins og daginn áður, flestar leiðirnar blautar nema leiðirnar sem okkur langaði að klifra. Þá var byrjað á 7b búlderleiðinni og svo fór Eyþór í Eyes of the storm og restin af okkur í Poema Roca. Allt gekk rosa vel og kom meira að segja þrumuveður og svo tvö stykki ský heilsuðu upp á okkur inni í hellinum. Ein þruman var svo klikkuð að allur hellirinn nötraði og þá var Örvari hætt að vera sama, hljóp í hringi og vissi ekkert hvað hann átti að gera en við hinir hlógum bara að honum og sögðum honum að vera rólegur.

Eftir erfiðan dag var horft á Monthy Python og Top gear og borðaðir hamborgarar. Ég, Jonni og Eyþór fórum svo í það að reyna að finna út hvar einn klifursectorinn í tópóinum væri að finna og bárum við saman kortið í tópóinum hans Eyþórs og svo mínum og Jonna. Komumst við að því að það væru ekkert samræmi á milli þessara korta og sumt væri speglun, annað hliðrun og sumt annað væri bara ekki af sama landsvæðinu. Það tók okkur ekki nema klukkutíma að komast að þessari niðurstöðu sem var svo til einskis því við vorum ekkert nær því að vita hvar þetta væri.

Andri

Þess má geta að í dag voru fyrstu nærbuxnaskiptin hjá sumum í hópnum!

24. Des JÓL!! 😀

Skunduðum af stað í Castrojo í von um að þar væri þurrt og góðar aðstæður til þess að klifra. Þegar þangað var komið var Heiðar frekar svekktur því að Little brown baby var blaut í byrjun og í endann. Þá fórum við í 6a+ leið sem leit út fyrir að vera solid og þegar ég var búinn að klifra slatta heyrðist í Jonna „áttu nokkuð mikið eftir að klifra ?” og svaraði ég játandi og spurðist fyrir um statusinn á línunni og fékk ég þá til baka að hann væri bara góður og fylgdu svo hlátrasköll frá Jonna og Örvari sem voru mjög hughreystandi en ég hélt áfram. Komumst seinna að að leiðin var 35 metrar og línana mín er 60 metrar……. en þetta var alveg solid og reddaðist. Eyþór missti sig svo í Pane pane supermercado 7b+ og kláraði hana auðveldlega og Heiðar og Jonni flössuðu frekar svít 6c leið og Örvar fór hreyfingarnar og var grátlega nálægt að klára hana. Þegar Eyþór var að hreinsa Big fun lenti hann í draumi hvers klifrara. Hann snerist á hvolf og fór í óteljandi hringi.

Eyþór og ég löbbuðum af stað heim í hús og ákváðum að kíkja við hjá Maribel fyrst það væri í leiðinni en vorum ekkert rosalega vongóðir um að það væri opið. En viti menn, það var opið klukkan 7 á aðfangadag sem er eitthvað það mest solid sem ég veit um. Versluðum og á leiðinni út var að sjálfsögðu kallað Felize navidad
og varð gamla frekar sátt.

Jonni og Örvar dembdu sér í að sjóða hamborgarhrygginn þegar þeir komu heim. Það átti að sjóða hann með malti og tómatpúrru svo við ákváðum það að hella jólablandi og tómatsósu kæmist bara frekar nálægt því og var sinnepi bætt útí svona í tilefni dagsins. Eftir stutta stund benti Jonni svo á að hryggurinn væri farinn að lykta eins og pylsa á Bæjarins Bestu sem var svo sannaleg rétt. Eyþór fór að vinna í því að gera jólatréð okkar jólalegt og hengdi því tvista á það sem jólaskraut og kom það bara vel út svo ég hef ákveðið að kaupa aldrei jólaskraut á mín jólatré.
Vesenið er aldrei langt undan. Ekki nóg með það að enginn okkar kunni á ofninn svo að við þurftum að fá tvo Slóvaka til að kenna okkur á hann og svo áttum við ekki ofngrind svo að grindin af eldavélinni var notuð en hún var bara aðeins of stór í ofinn en það var allt í góðu.

Andri

25. Des

Geðveikt chill orsakaðist vegna mikillar rigningar. Örvar hinsvegar var duglegur að læra allan tímann! Það var samt soldið scary að heyra í þrumunum og sjá glampandi eldingar inn um gluggann. Strákunum fannst það mjög fyndið og gerðu í því að hrekkja mig… aumingja litli ég.

26. Des

Annar dagurinn í eymdinni… Ég hélt að óveðrið ætlaði engan enda að taka. Það var ekki langt í að dauðir lifnuðu við og færu að ásækja okkur, hundarnir (sem eru fleiri en fólkið í el chorro) færu að svelta og það losnaði um helvíti til frambúðar! Strákarnir litu illa út. Heiðar var svartur í kringum augum og talaði afturábak.. Það var ekki mikið eftir í eilífðina.

27. Des

Heitasti dagurinn til þessa! Blár himinn og ekki sást í hvíta bólstra neinstaðar. Planið var að rölta niður í Castrojo og klifra þar upp einhverja brekku sem endar í la Canjada sem er soldið töff sector. Þar er léttasta leiðin 6c+ og erfiðasta leiðin 7c.
Jonna fannst góð hugmynd að príla til og frá upp í klettunum sem endaði með því að hann greip í grip sem hann héllt að færi fast en það losnaði og flaug niður brekkuna og í áttina að Castrojo sem var fullur af fólki.. Það hefði kannski verið í lagi nema að gripið var á stærð við góðan fótbolta. Þegar gripið losnaði varð Jonni hvítur í framan, flaug aftur fyrir sig á syllu, fraus þar og grenjaði á mömmu sína af mikilli angist. Það var semsagt undir hetju komið að bjarga deginum. sem betur fer var Örvar á staðnum! Betur þektur undir nafninu Super Power Ofur Dóra Dúndur. Ég (meina Örvar því það er klárlega ekki ég meina hann sem skrifar þetta!) stökk til og öskraði ,,GRJÓÓÓÓÓÓT!!!!!!! ROCK!!!!!!!!!” niður brekkuna og náði að vekja athygli Eyþórs og Heiðars sem voru fyrir neðan. Eyþór kom síðan skilaboðunum áfram til fólksins fyrir neðan eftir að steinninn flaug 1 cm yfir hausinn á honum.
Jonni fór svo með mér að gá hvort það væri ekki í lagi með alla og jújú, strákarnir voru sem betur fer ennþá heilir. Heiðar sem hefur einstaklega mikla trú á okkur spyr vanþakklætislega „VORUÐI AÐ HENDA ÞESSU NIÐUR!!?” og Andri svarar í fullri samvisku „já Heiðar… þetta átti að vera geðveikt fyndið..”.Jonna var svo mikið létt við þetta að hann rak löppina í ANNAN stein sem síðan valt af stað niður! Við beittum fyrri björgunaraðgerðum og heyrðu sem betur fer allir í okkur og enginn slasaðist.
Það var sól og blíða allan daginn og fórum við ekki heim fyrr en seint um kvöldið.
Við kyntumst nýu fólki. Mjög vinalegt Ástralskt/Suður-Afrískt/Skost par sem býr í litlum helli upp í fjalli og finnst það bara fínt. Þau vakna kl. 7 á morgnana og fara að sofa kl. 7 á kvöldin. Okkur fannst þetta mjög skrítið. Fórum síðan heim þegar rökkva fór og hvíldum okkur eftir langan og erfiðan dag.

28. Des

Fyrst það var búin að vera bræla yfir jólin gerðum við ráð fyrir að Makino Dromo væri ennþá blautur og fórum í Poema de Roca í staðinn. Eins og allir vita eiga konur ekki að aka bifreið! Það sannaðist þennan morgun. Við litum út um gluggann eftir að hafa heyrt skrítin hljóð utan hans og sáum okkur til mikillar skemmtunar að eitthvað stelpurassgat var að drepa aftur og aftur á bílnum sínum á leið upp brekkuna! Það var hlegið mikið að þessu og þegar hún hafði drepið á svona 20 sinnum ákváðum við að hjálpa henni. Tókum síðan eftir manni sem sat með hjartað í buxunum í farþegasætinu við hliðina á henni. Okkur var ljóst að þarna var ökukennsla á ferð og besta leiðin til að hjálpa henni væri að fara út, hvetja hana áfram og taka myndir! 😀 Hún eins og allar konur varð hinsvegar bara reið og gaf okkur puttann, en maðurinn við hliðina á henni brosti.
Það var ágætis veður þennan dag og klifruðum við alveg dass! Það er samt alltaf fyndin tilfinning þegar það rignir meira inn í hellinum en fyrir utan hann og virtist vera ómögulegt að finna þurran stað til að standa á..
Um kvöldið gerðist síðan hræðilegur atburður!! Jonni ætlaði að tengja harða diskinn og tölvuna hans Eyþórs saman en ruglaði saman straumbreytum og grillaði harðadiskinn. Það verður því ekki mikið um bíó það sem eftir er ferðar og fékk Jonni að vera í sillypants restina af kvöldinu!

29.

Makinodromo!!!!! Vöknuðum snemma og dröttuðumst af stað! Leiðin inn í flottasta sectorinn á svæðinu liggur sem hér segir: Ferð niður á bílastæðið hjá Castrojo, klifrar yfir mannhelda girðingu inn á lestarteina, labbar með þeim í um 30 min, labbar síðan upp brekku dauðans í 20 mínútur og þá ertu komin/n! Á leiðinni gefur að líta el Camino del Rey, geðveika kletta og margt fleira.

-Örvar

Þegar á klifursectorinn var komið, tók villt klifur við. Þar eru án efa flottustu línur sem ég hef séð þó að ég geti kannski ekki klifrað þær allar. Eftir að hafa kastað mæðinni vatt ég mér í Trainspotting af því að Eyþór sagði að það væri geðveik leið og viti menn, í miðri leið trainspottaði ég eina lest niðri á teinunum. Ég vil meina að þá hafi andinn komið yfir mig því að ég kláraði leiðina.
Það er mikilvægt að það komi fram að mér finnst endalaust dúbíus að labba á lestarteinunum og þegar við sáum einhvern labba á móti okkur með vasaljós fór hjartað á mér að slá á þreföldum hraða sem myndi teljast hollt, því að ég held ég eigi ekki sex þúsund evrur til að láta af hendi. Svo kom í ljós að þetta voru bara tveir þýskir túristar og mér leið um leið miklu betur.
Ég vil benda á að það er mjög sniðugt að taka ekki með sér skilríki ef þú ætlar að labba á teinunum og hlaupa í gagnstæða átt eins hratt og þú getur ef þú sérð vörð. Einnig hjálpar það til að blandast litum umhverfisins eða klæðast dökkum klæðnaði þegar kvölda tekur.
    -Heiðar

30. Des

Fórum aftur í Makino. Það var að sjálfsögðu geðveikt þó að við höfum verið soldið þreyttir eftir að hafa arkað þangað daginn áður. Heiðari leist rosa vel á að labba lestarteinana, sérstaklega þegar við komum fram á skilti sem á stóð „Það er stranglega bannað að labba á teinunum! Sekt fyrir það er 6000 evrur”. Þetta reddaðist samt allt og fyrr en varði vorum við komnir, dauðþreyttir sveittir en aðalega dolfallnir yfir einum svakalegasta klett sem við höfum séð á okkar litlu ævi!!! Núna vissum við hvar klifurgripahönnuðir fá innblástur! Við klifruðum allan daginn í geðveikri sól og steikjandi hita.
Þarna voru líka komnir Ástralska/Suðurafríska/Skoska parið og spjölluðum við mikið saman. Þau voru að fara daginn eftir þannig að við gerðum plan um að hitta þau á barnum um kvöldið.. Alvarlegur „heitar gellur” skortur hefur einnig tekið sig upp og fannst okkur fín hugmynd að sjá hvort það væru ekki einhverjar fallegar kindur á svæðinu.
Leiðin til baka tekur um 40 mín. og var vellingur að hætti Jonna í matinn. Við vorum líka farnir að lifa okkur vel inn í spænskt tímaminni og var kvöldmatur stundvíslega milli 21 og 22 eins og þykir eðlilegt á Spáni.
Á barnum var margt um manninn og var barþjónninn gamall breskur snillingur með aðeins eina framtönn… Hver þarf tvær? Það var því miður ekki mikið um falleg læri og hoppandi bossa og vorum við farnir að finna alvarlega fyrir stelpumissi! Eitt af aðaleinkennum þess er mjög vond svita og amóníak lykt sem má finna án þess að hafa mikið fyrir því. Það var gripið til örþrifaráða og fórum við í typpasund um kvöldið í ískaldri lauginni!

31. Des

Það var feit rigning og tókum við allir hvíldardag. Eyþór, Jonni og ég vöknuðum snemma til að kaupa mat í Álora. Við fengum far hjá leigusalanum okkar, honum Dell. Hann er hinn fínasti kall. Elskar Guinness, reykja, tala um konur sem kellingar, blóta blökkufólki, innflytjendum og segir alltaf „me” í staðinn fyrir „my”. Það er samt bara allt í góðu gríni og þolir hann aðallega ekki fólk sem hlær ekki af bröndurunum hans. Við vorum hinsvegar mjög duglegir að hlæja og kunni hann það vel við okkur að hann beið eftir okkur á meðan við vorum í búðinni og skutlaði okkur heim aftur. Við keyptum ÓGEÐSLEGA mikinn mat. Aumingja Dell var orðinn þyrstur í kaffi, við komum við á barnum til þess að bjóða honum upp á bolla og viti menn, Hann og Tony (barþjónninn) eru bestu vinir. Amma Tonys eða Dell var líka á svæðinu og sat út í horni, hélt sér til hlés og leit út fyrir að vera hin ljúfasta. Þangað til hún fór að tala við Dell og sagði leið að hún hefði brotið stafinn sinn, Dell sýndi henni samúð og leit á hann og viti menn, stafurinn rétt hékk saman og sagði Dell að það væri líklegast ekki hægt að laga þetta og spurði hvernig hún hefði nú farið að þessu.. Hún svaraði með því að segja að hundurinn hefði ekki hætt að gelta þannig að hún hefði lamið hann með stafnum.. Dell „úffaði” út í loftið og hvíslaði að okkur að blóta ekki í kring um hana, annars myndi hún lemja okkur með stafnum.
Við gripum nýtt lesefni fyrir klósettið og héldum heim. Viti menn.. Heiðar og Andri voru ENNÞÁ sofandi og vöktum við þá og létum þá hjálpa okkur með matinn.
Eftir hádegismatinn var aðeins farið að stytta upp og notuðum við tímann til að skoða kóngstíginn (El Camino Del Rey). Crazy shit!! Skoðið bara myndirnar! Þær tala sínu máli!
Ég og Jonni elduðum áramótamatinn! Restin af hamborgarhryggnum, súkkulaðisósa, kartöflur og allskonar meira gúmelaðigott.
Það er víst bannað að sprengja flugelda á Spáni en við Íslendingarnir létum það ekki á okkur fá og eftir matinn var efnafræði 101. Við kveiktum varðeld með sprittkerti og brennivíni á gaseldavélinni. Mjög góð hugmynd! Skemmtum okkur fram á nótt og fórum í rúmið eitthvað um 5 leitið.

1. Janúar!! 😀

Vöknuðum furðusnemma. Veðriðvar farið að líta betur út og var búið að laga símann, sjónvarpið og moka möl af veginum eftir þrumuveðrið um daginn. Dell sagði okkur að símalanlínan hefði meira að segja legið niðri. Ég fékk að nota netið hjá honum sem var loksins komið í lag.
Það var síðan létt klifur hjá okkur, aðeins til að hressa okkur við. Stærfræðipælingar tóku við um kvöldið og fórum við að leika okkur í „Grapher” sem er hnitakerfisstærfræðiforrit þar sem maður getur búið til gröf í 2D og 3D með mismunandi formúlum. Eftir um þrjá tíma föttuðum við hvernig við áttum að gera kúlu. Við enduðum síðan á að tala um hvernig við ættum að reikna út hversu mikinn sprengikraft þú þarft til að koma 50 kílóa körfubolta á 300 km/klst með fallbyssu og hversu þykkt stál við þyrftum í fallbyssuna. Þar sem við vorum ekki með formúlublað fórum við að þróa hugmyndina frekar. Það endaði með því að 50 kílóa körfuboltinn var orðinn að frumstæðum þotuhreyfli sem yrði skotið úr fallbyssunni, fara síðan í gang og þannig ná 300 km/klst. Þetta er allt á byrjunarstigi en strax og við erum komnir með formúlublað getum við reiknað út kraftana og hvaða efni við þurfum að nota til að geta búið þetta til!

Nærbuxnaskipti nr. 1

2. Jan

Frekar venjulegur dagur. Vöknuðum og vorum frekar rólegir á því, það hafði verið rigning um nóttina en það rættist úr því og var komin sól um hádegið. Jonni, Heiðar og ég fórum í Las Encantadas sem er bara nánast við hliðina á húsinu okkar. Mjög flottur sector með fullt af skemtilegum leiðum. Við fundum þó galla á gjöfum Njarðar því að bóndinn fyrir neðan sectorinn varð einhvað pirraður fyrir nokkrum árum og tók fyrstu tvo boltana í burtu úr flestum leiðunum og þarf maður því að hafa gott pre-clip eða soloa 5-10 metra í fyrsta bolta.
Við skemmtum okkur mjög vel og hittum gamla hetju sem talaði ensku og bjó í Malaga. Hann sagði okkur hvar klifurbúðirnar væru og við spjölluðum mikið.
Það var svo ógeðslega heitt að ég tók til bragðs að klifra bara á nærbuxunum og hljóp síðan heim að gera nr. 2 og kom til baka með djús og vatn. Það mátti ekki seinna vera því Jonni og Heiðar voru bókstaflega að drepast úr hita.
Andri og Eyþór fóru í Poema de roca. Eyþór kláraði Eyes on the storm 7c og var Andri aðeins einni til tveimur hreyfingum frá því að klára hana líka!
Það var hakk og spakk að hætti Örvars og Jonna í kvöldmat. Síðan tók kátínan völd, sprell og stærfræðipælingar 😀

3. Jan

Fórum í Makino. Jonni og Eyþór nenntu ekki að bíða eftir mér og Heiðari að gera okkur til þannig að þeir skunduðu af stað. Andri greyið varð ráðalaus þegar hann sá að þeir voru farnir og vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga en beið samt og varð samferða mér og Heiðari.
Við ákváðum að það væri gaman að labba aðra leið í Makino. Hún byrjar eins en þegar maður er búin að labba svona 100m á teinunum beygir maður upp stíg og labbar yfir fjall fyrir ofan teinana og el Camino del Rey. Það var rosa gaman, ég fann steingerving og nutum við fallegs útsýnis allan tímann. Andri var samt ekki ánægður og fór að væla að honum fyndist ekki gaman í fjallgöngum en Heiðar sagði honum að þetta væri sko ævintýri og við ekki að lenda í fangelsi! Við komumst þó á leiðarenda og fórum að klifra. Við áttum rosa góðan dag í sól og blíðu.
Um kvöldið horfðum við á South Park en þar sem við eigum bara einn þátt eftir vildum við spara hann þannig að við reyndum að tengja iPodinn hans Eyþórs við apple tölvuna mína í von um að geta horft á þætti úr honum í iTunes.
Það var ekki hægt en fundum þó snilldar sjónvarpsefni í tölvunni minni!! :D:D Gamla Stundina okkar með Birtu og Bárði!!! 😀 Veit ekki af hverju ég er með það en grunar systur mínar um græsku! Vill samt þakka þeim fyrir þar sem þetta er ein mesta sýra í heiminum geiminum og við hlógum okkur máttlausa allt kvöldið.

4. Jan

Dagurinn byrjaði ekki vel. Allir voru spenntir fyrir Makino en neeeei… auðvitað var rigning ALLA nóttina og fyrir hádegi. Stærfræðilegar pælingar tóku við um hvernig átti að drekka 200 lítra tunnu af Sunny D. á þremur dögum. Það yrðu auðveldir 12,5 lítrar á mann á dag, ekkert mál! Miðað við allavegana að við kláruðum án mikillar áreynslu, 60 lítra af Sunny D., súkkulaðimjólk, mjólk, vatni og fanta… á 4 dögum! o.O
Strákarnir eru farnir upp í Poema de roca og ég er heima að reyna að læra smá.
Hitti Dell áðan sem er að laga hliðið okkar sem brotnaði í vindinum um daginn. Hann sagði mér að konan hans hefði farið og keypt skrúfur fyrir sig og það væri að sjálfsögðu ekki réttar og sagði mér líka að passa mig á að læra ekki of mikið því það væri bara “pain and suffering” eins og að gifta sig. Síðan fór hann að hlægja og sagði að við þyrftum að fara að þrífa sundlaugina þar sem konan hans hefði verið önnun kafin við að veiða dósir upp úr henni og skildi ekkert í þessu…
Planið hjá mér er allavegana að læra soldið í viðbót og kíkja síðan á strákana áður en sólin fer.

Örvar

5. Jan

Þar sem að við heyrðum í smá rigningu um nóttina var morgninum tekið í ró og klukkan 2 drulluðum ég, Andri og Örvar okkur loks út úr húsi og fórum í Poema de Roca, Heiðar og Eyþór fóru í boulder. Þegar við komum upp í Poema áttaði ég mig á því að Heiðar var með gri-gri-ið mitt og Andri hafði skilið sitt eftir heima svo við vorum tryggingar lausir. Við dóum þó ekki ráðalausir og fengum túpu lánaða hjá Dana sem við hittum og Andri tók eitt gó í Eyes on the storm, eftir það kynntumst við bandarískum bræðrum sem bjuggu í Grikklandi. Þeir voru osöm og lánuðu okkur grigri. Ég tók eitt gó og datt í síðustu hreyfingunni. Eftir það tók annar bandarísku bræðranna gó og flassaði leiðina, svo tók Andri gó og kláraði og síðan kom ég og kláraði líka og þar með var Eyes on the storm farin þrisvar í röð og þrír búnir að ná 7c í ferðinni og við vorum bara mjög sáttir með klifurdaginn, einnig má þess geta að Örvar tók gó og komst vel á veg með leiðina og hann gæti án efa klárað fyrir ferðalok. Þegar heim var komið fórum við að rista brauð. Brauðristin er stundum með bögg og brenndi brauðið mitt smá svo að það kom smá lykt í allt húsið. Síðan fór Örvar að rista brauð og fór svo í tölvuna. Eftir smá stund sagði Heiðar: okei strákar það er einhvað að brenna, ég sagði: nei brauðið mitt brann aðeins áðan, þá sagði Örvar: AAAA BRAUÐIÐ MITT!!! Síðan var okkur litið á eldhúsið sem var hulið þoku og mistri og ekkert sást nema brauðristin að spúa úr sér reyk eins og hún fengið borgað fyrir það. Ég hljóp og opnaði hurðina upp á gátt meðan Örvar tók brauðristina úr sambandi og veiddi leifarnar af brauðinu úr ristinni og viti menn virkilega brennt brauð glóir. Eftir það fóru reykræstiaðgerðir í gang sem gengu alveg furðulega vel. Þess má geta að rúmmál reyks sem kemur frá tveimur sneiðum af brauði er 76.894 rúmfet sem nemur u.þ.b. rétt ríflega einu spænsku 6 manna húsi ef reyknum er vel þjappað í herbergi Andra og Heiðars (þeirra vistverur voru vel í móðu). Að reykræstiaðgerðum loknum tók við stíft tjill fram eftir kvöldi og stefnan tekin á Makinodromo á morgun ef veðrið helst í skefjum.

Jonni

6. Jan

Nú var vakna snemma metið slegið!! Jonni og Örvar höfðu ætlað að fara tveir upp í Makinodromo eldsnemma og vöknuðu klukkan 9 sem endaði á að allir vöknuðu og voru spenntir fyrir klifri. Eftir kraftgöngu dauðans vorum við komnir upp að klettinum innan við klukkutíma frá því að við lögðum af stað frá húsinu. Komum að tvistunum hans Jonna í Hakuna Matata en það voru einhverjir Írar í henni. Þeim fannst svo rosa leiðinlegt að hafa verið í tvistunum að þeir buðust til að hætta í leiðinni eða lána greyið Jonna tvista til að klifra aðra leið. Við sögðum þeim bara að taka því rólega og fórum í aðra leið. Örvar ákvað að prófa stuttu 7b leiðina í upphitun og komst upp hálfa leiðina. Írarnir kláruðu svo Hakuna Matata og báðust afsökunar í 1000 skipti fyrir að klifra í tvistunum. Jonni flassaði hana, Örvar kláraði leiðina en ég botnaði ekkert í henni, fannst hún bara skrítin og beilaði(og var ekki stoltur af sjálfum mér fyrir það). Eyþór ákvað að taka gó í El Oráculo og ég ákvað að fara með honum þótt að hún væri blaut. Eftir miklar pælingar komumst við upp að næst síðasta boltanum en þar var blaut kólunetta sem er samt ábyggilega bara frekar góð þegar hún er þurr. Ekkert gekk þar því maður þurfti að taka í einhvern kant sem var ómögulegt með rennblauta putta. Við tókum skrímslaföll (e.monsterfalls) því síðasti boltinn var frekar neðarlega. Þess má geta að í leiðinni er skráargatið fyrir lykilinn að helvíti. Beittasta andskotans grip í heiminum og lítur alveg eins út og skráagat. Næst tóku við nokkur gó í Trainspotting hjá Örvari en þar sem lestirnar voru hættar að fara framhjá gekk það ekki í þetta sinn og bíður hún betri dags. Örvar var svo tekinn í rassgatið af Svía sem hann reyndi að keppa við í að setjast niður á annan fótinn og standa svo aftur upp. Komst svo að því að það stóð ,,Stockholm marathon 2009 – Finisher!” á bolnum hans svo hann hefði ekki getað valið sér verri keppinaut 🙂 Hittum svo Tékka sem við Eyþór höfðum talað við nokkrum dögum áður. Það er án efa mest solid gaur sem ég hef hitt. Býr í helli uppí Makino í staðinn fyrir að vera með kærustunni sinni því hún er hjá foreldrum sínum, ,,I don´t really need to be with them”, var afsökunin sem hann gaf okkur, brosti, og hélt svo áftam að saga sér tré í eldivið. Elduðum svo ógeðslega sterka hamborgara í matinn og sumir fengu Cayenne pipar í nefið sem er margfalt sterkari en Chilli og runnu tár og sviti af mannskapnum langt fram eftir kvöldi.

Andri

7. Jan

Planið um að vakan klukkan 8 þennan morguninn varð að engu þegar það heyrðist í rigningu úti… enn eina ferðina. Vöknuðum í staðinn klukkan hálf 1 og átum hafragraut í mogun/hádegismat. Planið var að taka active rest-day en endaði svo þannig að Jonni, Örvar og Heiðar fóru í Poema en ég og Eyþór vorum heima að chill-a og skrifa ferðasögur og eitthvað meira skemmtilegt. Eitt af því var til dæmis að fara niður til Dell og Susan. Vöktum óvart Dell sem var frekar myglaður þegar hann kom til dyra. Fengum að kíkja á netið og í sakleysi okkar kíktum við á póstinn. Var ekki bara kominn póstur frá Iceland Express sem sagði að það væri búið að aflýsa fluginu okkar og þeim þætti það mjög leiðinlegt (líklegt…). Upphófst mikið vesen sem endaði með því að við færðum flugið okkar yfir á 13. Janúar í staðinn fyrir 11. Janúar. Símtalið við Iceland Express þjónustufulltrúann endaði með orðunum ,,takk fyrir ekkert, þið eruð gagnslaus!”.
Heiðar og Jonni komu síðan aftur heim og hafði Heiðar farið Eye of the Storm, ekkert spurðist samt af Örvari fyrr en klukkutíma seinna. Hann hafði talað við tvo Dani sem voru í Poema de Roca (7a), fengið að fara eina ferð og kláraði leiðina.

Andri

8. Jan

Viti menn það er nístingskuldi, á suður-Spáni. Dagurinn byrjaði rólega hafragrautur og kaffi. Stressaði Heiðar fékk þó að ná sínu framm að lokum og dró Örvar með sér til Susan til þess að klára flugvesenið fyrir fullt og allt, en hverjar eru líkurnar, bankakerfið á Íslandi lá niðri og ekki var hægt að nota kortið hans Örvars (mahahahaha það lítur allt út fyrir að ég kemst einn til íslands).
Ég og Örvar ákváðum að missa okkur og taka okkur smá göngutúr í búðina og kíkja á hann Bóbó í klifurbúðinni, þegar út var komið frá honum bóbó gerðist hið óhugsanlega. SNJÓR á Spáni. Eftir þetta leiðinlega atvik röltum við aftur heim í hús með tárin í augunum og fundum það út að heimsendir sé í bráð. Þegar heim var komið fékk Örvar símtal frá bankanum um að kerfið væri komið aftur upp, þá hlupu þeir æstir og redduðu málunum.

Eyþór

9.jan

Jonni vaknaði upp fyrir allar aldir og var orðinn æstur í klifur. Hann hafði reiknað út með stærfræðilegum formúlum að það væri í raun heitara úti Í SÓLINNI en inni og ákvað þá að opna allar hurðirnar upp á gátt! Þessi læti í Jonna urðu til þess að hver maðurinn af fætur öðrum vaknaði upp með inngróið typpi og skorpinn pung vegna kulda. Jonni dró Andra með sér á eyrunum til Castrojo, restin lagði af stað 30 min seinna. Eftir 2ja min gang byrjaði að blása og þá var mjög sniðugt að vera í stuttermabol og ullarpeysu yfir. Við gátum þó huggað okkur við það að ekki sást ský á himni allan daginn. Eftir smá klifur í íslenskum aðstæðum komumst við að þeirri niðurstöðu að þegar er kalt á Íslandi þá er friction en nei út á Spáni verður kletturinn sprautaður af sleypiefni og juggarar verða eins og kartaflan niðrí klifurhúsi í 45 gráðum! Eftir kaldan dag var brennandi heitur grjónagrautur í matinn um 11 leytið. Allir sáttir með magasár og Harrí og Heimir á fóninum.

Eyþór

10. Jan

Átti að verða Makinodromo dagur til að fara að hreinsa tvistana úr Trainspotting og Oráculo. Um hádegið þar sem Örvar var ennþá sofandi höfðum við ekki lagt af stað. Kostir og gallar þar sem nokkru seinna heyrðist í því sem virtist vera rigning. En neeeeeeii það var komið haglél, og ekkert lítið haglél. Heyrst hefur að útigangshundarnir séu allir götóttir eftir ósköpin. Nú vitum við merkinguna á bakvið setninguna When hell freezes over. Sitjum núna inni í minesweeper og höfum það kósý og hlustum á ljúfa tóna í von um betri morgundag. Planið er að fara að taka til, til að þurfa ekki að gera það allt á morgun því að ..já… það er frekar subbulegt hérna og höfum við komið auga á myglublett á veggnum sem við erum nokuð vissir um að var ekki hérna þegar við komum. Solid 🙂
Allt lítur úr fyrir að það verði frekar takmarkað klifur á morgun þar sem það er kominn úði úti núna, en við höldum samt í vonina um klifur.

Andri

11. Jan

Seinasti klifurdagurinn í El Chorro. Í dag hefðum við átt að vera komnir heim en vegna gagnsleysis Iceland Express fengum við tvo aukadaga sem við ætluðum að nota í klifur. Því miður var veðurguðinn ekki á sama plani og við því að skítakuldi hefur herjað á suður Spán og mun gera út vikuna. Því var mjög lítið klifrað.
Ég, Andri og Örvar fórum í Poema de Roca til að hreinsa tvistana hans Eyþórs úr Eye Of The Storm sem hafði farið með Jonna upp í Makinodromo til að ná í fleiri tvista.
Á leiðinni niður úr Poema þóttumst við sjá glitta í Eyþór og Jonna þannig að við ákváðum að stytta okkur leið niður að húsinu í von um að koma á undan þeim. Þessi leið var ca. tíu sinnum fljótlegri en að ganga eftir veginum. Fullkomið að uppgötva svona á seinasta deginum.
Á morgun, þann tólfta, ætlum við að vakna eldsnemma til að taka lest til Malaga. Þar ætlum við að finna klifurbúð og hanga svo fram á kvöld því að flugið okkar til Gatwick fer klukkan sjö. Á Gatwick þurfum við svo að bíða í tólf tíma eftir fluginu okkar til Íslands. Við lendum síðan ferskir klukkan hálftvö eftir hádegi, miðvikudaginn 13. janúar. Þá verðum við búnir að ferðast í þrjátíuogeinnoghálfan tíma.

Heiðar

12. Jan

Jonni vaknaði stundvíslega kl 6, gerði teygjuæfingar og hitaði upp fyrir daginn. Ég og Eyþór vorum reknir frammúr með harðri hendi kl 6:50. Ristabrauð og kaffi er morgunmatur sem svíkur aldrei. Íbúðín er gjörsamlega ,,spotless!” Hringdum á Mr. Muscle í gær og tókum þrif aldarinnar. Enginn skítur var skilinn eftir ósnertur! Teppaþrifin gengu líka vonum framar.Mælum með því einfalda bragði að snúa bara teppinu við því þá verður það tandurhreint!
Á lestarstöðinni var ekki þverfótað fyrir fólki. Þvílikan ys og þys hef ég aldrei séð á ævinni. Hvergi var hægt að finna sér sæti til að bíða á eða neitt. Við komust þó fljótt að því af hverju fólk tekur lest. Því hún var ekki einni sekúndu of sein! Aðeins TVEIM FCN TÍMUM!!!! Fyrir þá sem fatta ekki kaldhæðnina í þessu þá var enginn á staðnum. Þegar lestin hinsvegar komin var allt í góðu og við gátum andað léttar. Maður hefði svosem átt að vita það. Þetta helvítis vesen tekur engan enda! Helvítis púngurinn þarna uppi situr skellihlæjandi í stólnum sínum reykjandi hamingjupípu.
Við héldum áfram þar til komið var á lestarstöðina í Malaga. Fórum beint á Telepizza til að rifja upp góðar minningar frá því í byrjun ferðar, viti menn staðurinn var lokaður og enginn mötsölustaður opnaði fyrr en eitt eða tvö. Smá rölt tók þá við og við fundum snilldar þrektæki, þar sem feitabollan stendur bara og tækið lætur fæturna víbra þannig að spikið hristist burt líkt og í góðri brælu. Við álitum að það væri nú ekki flókið að finna mollið og fara í einhverja matvöruveslun, jújú Information sagði okkur það og þetta var bara spölkorn í burtu. Moll Dauðans! Þar inni var GEÐVEIKUR hávaði og ógeðslega mikið af ljótum Spánverjum, inn í matvöruversluninni var hægt að aka um á Hummer og aldrei verða fyrir, án djóks! Þar er allt líka selt í gallonum, svona til að maður fái nóg. Við rákum upp stór augu þegar við sáum Sunny D rekkan í búðinni. Viti  menn þú getur fengið Sunny D í öllum regnbogans litum, meira að segja útfjólubláum, hvítum og neon grænum! Við ákváðum að kíkja í íþróttabúðina í von um að finna klifurdót. Við fundum allveg dass en viti menn það var mega dýrt og við létum okkur nægja 50m af prússik í ýmsum stærðum og gerðum. Nú var nóg komið af búðarrölti og skelltum við okkur aftur á lestarstöðina tillbúnir í Tellepizza og risastóra kók. Eyþór (búinn með peninginn) fórnaði sér svo í að passa farangurinn meðan við ákváðum að fara í osom klifurbúðir. Aftur var komið við í information og við fengum lítið sætt kort af Malaga og hún merkti inn hvar gatan væri (carateria). Þetta var bara smá sprettur, bókstaflega! Hlupum alla leið og vorum komnir á um 10 min. Þar blasti við risaklifurbúð með öllu dóti í heiminum geyminum!! EN asnalegasti siður í heimi var auðvitað í gangi, Siesta!! Þannig að það var lokað, Dios mio… Klifurbúðin opnaði ekki fyrr en kl fimm. Fyrir ykkur sem kunna ekki á siestu þá stendur hún yfir frá 14-17. Þá fara allir feitu Spánverjarnir í frí til þess eins að éta og sofa. Koma síðan aftur í vinnuna og vinna til 9. Það var því ekkert annað að gera en að labba til baka og blóta feitum, ljótum, þrjóskum og heimskum Spánverjum. Þegar við komum aftur í mollið, hittum Eyþór og var búið að opna Telepizza. Síðan gerðum við ,,ekki neitt” þangað til við tókum lestina kl 17.
Eftir að við höfðum grísað á rétt terminal tók biðin við. Fengum þó fljótt að bóka okkur inn og vorum komnir upp í vél um 19:00 og fór bara vel um okkur. Ég persónulega dottaði alla leiðina og fyrr en varði vorum við bara allt í einu lentir í London.
Við vissum nú alveg fyrir að við þurftum að bíða í 10 tíma á Gatwick þannig að við plöntuðum okkur á sama stað og við vorum á í byrjun ferðar. Við fundum líka gott kaffihús sem heitir Costa þar sem er hægt að fá geðveikt góðar samlokur og kaffi. Strákarnir plöntuðu sér fljótt á bekkina og gólfið og reyndu að sofna. Ég og Heiðar gátum hinsvegar ekki sofnað og vöktum alla nóttina sem var frekar slapt.

13. Jan

Vorum búnir að leika okkur endalaust mikið með prússik band sem ég hafði keypt mér og vorum búnir að mastera alla hnúta sem við gátum hugsað okkur. Ég bað meira að segja gamlan kall sem sat við hliðina á mér að kenna mér bindishnút, sem hann gerði. Við ákváðum á þeim tímapunkti að það væri líklega best að færa okkur í rétt terminal og gá hvort það væri ekki eitthvað að frétta af fluginu okkar. Það var ekki mikið nema að það væri frestun því að það væri svo brjálað veður. Það var btw bara svona 1-2″ snjór og snjókoman var svona frosinn úði (oggu pons). Okkur fannst þetta frekar lélegt, það er eins og þetta sé heldur ekki mikið mál að moka og salta/sanda eitt stykki flugvöll. Það hefði mátt halda að það hefðu sirka tvær spænskar feitabollur verið sendar út að redda þessu með lítilli skóflu og sópi sem síðan væru farnar að hlakka til siesta. Síðan varð klukkan eitt, og síðan tvö og síðan þrjú og þá fengum við loks fréttir í kallkerfinu “skraZZ- Attention!! -skraZZ eitthvað eitthvað, your flight has been delayed, eitthvað eitthvað, -skraZZ… will be taken and destroyed! Thank you..-skraZZ”. Maður skilur sko ALDREI hvað þeir eru að segja, það er eins og einhver reykinga- og berkla-sjúklingur með gat í barkanum og svona rafmagns rödd sé látinn sjá um tilkynningarnar. Bara frábært! Svo töluðu þeir alltaf um þetta brjálaða veður sem hefði bara flokkast undir besta veður í heimi heima á Íslandi og þar hefði þetta aldrei verið látið viðgangast! (Fyndið líka til þess að hugsa að nokkrum dögum eftir að við komum heim skautaði einhver Iceland Express flugvél út í kant á flugbrautinni því það var svo sleipt). Helvítis djöfull! Það var ekki mikið hægt að gera á þessum blessaða flugvelli heldur, þannig að eina ráðið var að fara bara og versla okkur eina Sudoku. Jonni nörd þurfti auðvitað að kaupa sér einhverja extreme stærfræði sudoku og var búinn með hálfa bókina eftir svona korter. Kl 19 vorum við síðan alveg að gefast upp! Við vorum búnir að labba út um ALLT og fá okkur að borða. Þá kom heldur skemmtileg tilkynning í kallkerfinu um að við mættum fara til Iceland Express og lemja þá! Nei djók en vá hvað það hefði verið fínt! 😀 En já eins og ég sagði þá kom tilkynning um að við mættum fara til Iceland Express og ná í svona pappír sem sagði að við mættum eyða heilum 10£ í mat á flugvellinum. Vá! heil 10£ á mann!! Sérstaklega eftir að við vorum búnir að fá okkur að éta!! Vá frábært…
Klukkan 8 fengum við svo loksins að fara í gegnum check-in. Þegar við komum þangað inn voru allar búðirnar að loka þannig að við gátum ekki gert neitt nema skríða á barinn og kaupa bjór og pasta fyrir þessi 10£. Þegar við erum hinsvegar að fá okkur að borða kemur Jeff til okkar (vingjarnlegur Iceland Express flugþjónn) og kaupir snakk fyrir okkur alla! Ekki nóg með það heldur átti hann ennþá 30£ í Iceland express matarmiðum, henti þeim í okkur og sagði að við mættum missa okkur í gleðinni. Við keyptum að sjálfsögðu bjór fyrir þetta allt nema Jonni fékk loksins ósk sína uppfyllta, fór á Mc Donald’s og keypti sér sex ostborgara fyrir sín 10£. Jeff sat síðan hjá okkur og spjallaði og sötraði rauðvín. Hann fylgdi okkur síðan inn í flugvélina okkar kl 22:30.

14. Jan

Vá!! Vorum loksins að koma heim! Enginn hafði dáið, slasast eða týnst og tilhlökkunin við íslenskt vatn, íslenska bossa, knús frá okkar nánustu og tala nú ekki um bað! Steinsváfum allann tímann í flugvélinni í first class sætum. Ég fór úr skónum svona við þetta tækifæri og stelpan sem sat við hliðina á mér færði sig. Ég hafði líka ekkert skipt um sokka allan tímann! 😀
Þegar við síðan vöknuðum á Íslandi á milli þrjú og fjögur vorum við sóttir og allir lifðu hamingjusamir til æviloka! (vona ég..)

Leave a Reply

Skip to toolbar