Erfiðasti Boulderprobbi á Íslandi klifraður!

Þann 19. júní gerðust merk tímamót á Hnappavöllum þegar hann Valdimar Björnsson klifraði Kamar probbann 7C+ (8a?) sem er erfiðasta boulderleið á Íslandi. Kamar probbinn er staðsettur fyrir aftan hinn víðfræga kamar á Hnappavöllum. Settur hefur verið upp bolti fyrir ofan leiðina og fór Valdi hana í toprope, hins vegar er beðið eftir hetju sem vill láta ljós sitt skína og high ball-a hana þar sem leiðin er 7m.

Undanfarin ár hefur áhuginn á boulderi farið stig vaxandi. Margir nýjir probbar hafa verið klifraðir og mörg ný boulder klifursvæði uppgötvuð, þar má nefna Vaðalfjöll sem er talið vera eitt besta bouldersvæðið á Íslandi þótt ekki sé langt síðan klifrarar byrjuðu að klifra þar á fullu.

Til hamingju Valdi með þennan merka sigur og við bíðum öll spennt eftir 8a eða 8a+.

Leave a Reply

Skip to toolbar