Hnappavallamaraþon

Jæja, þá er Hnappavallamaraþoni 2009 lokið og ekki er hægt að segja annað en að þetta hafi verið frábærlega vel heppnað. Maraþonið byrjaði á slaginu hálft 10 á laugardagsmorgunn og kláraðist sólarhringi seinna á sunnudegi. 5 lið höfðu skráð sig í kapphlaupið mikla, hvert lið með sitt markmið sem voru af ýmsum toga eins og að klifra flesta lengdarmetra eða klifra allar leiðir í sömu erfiðleikagráðu.

 

Á meðan maraþoninu stóð var klifrurum boðið upp á ís, grill, kökur og svo morgunkaffi eftir maraþonið. Þreyttir klifrarar fengu að hvíla lúin bein en svo var farið í verðlaunaafhendingu. Lið sem kallaði sig 1993 og samanstóð af Kjartan, Andra, Rakel og Kára, stóð uppi sem sigurvegari maraþonsins. Markmið þeirra var að klifra allar leiðir sem settar voru upp 1993.

 

Gaman er að minnast á það að á meðan á Hnappavallamaraþoninu stóð var þáttagerð í gangi. Verið er að mynda þætti sem verða sýndir í sjónvarpinu fljótlega. Þættirnir eru um útivist á Íslandi og verður þessi þáttur sérstaklega um klifur.

Leave a Reply

Skip to toolbar