Frábært veður var á landinu alla Verslunarmannahelgina (lesist lítill vindur og ekki rigning) og mikið var klifrað víða um land.
Hópur fór í Norðurfjörð til að klifra og setja upp nýjar leiðir. Helgin var vel nýtt og opnaðar voru 6 nýjar leiðir.
Grjótkast – 5.10a
Dalalæða – 5.8
Tyrkjaránið – 5.11a
Baskavígin – 5.9
Þorskastríðið – 5.9
Strengjafræði – 5.7
Einnig voru nokkrar leiðin sem að enn vantaði akkeri eftir seinkun á akkerapöntun. Akkerum var bætt við í: Blómin á þakinu 5.9, Týndu síldina 5.10b/c, Tilbera 5.9 og Nábrækur 5.8. Nú eru því allar leiðirnar í Norðurfirði eins og þær eiga að sér að vera.
Leiðarvísirinn hefur verið uppfærður og myndir lagaðar
Einnig var margt um manninn á Hnappavöllum. Margar leiðir voru klifraðar og náði Björn Baldursson að komast upp Föðurlandið 5.13c, elstur manna.