Kristján og Stefanía Íslandsmeistarar

KlifurmótÞað má með sanni segja að Valdi og Hjalti Rafn hafi sett upp frábærar leiðir fyrir fjórða og síðasta klifurmót vetrarins sem var haldið í blíðskapar verði innan veggja Klifurhússins í dag. Þátttakan góð en klifrið betra!

Verðlaun klifurmóta hafa ávallt verið eftirsótt og sigurvegarar þessa móts fengu hina geysimögnuðu klifur regnhlíf því ekki er hægt að klifra ef steinninn er blautur.

Eftir mótið voru stig mótanna fjögurra lögð saman og svo voru þau Kristján Þór Björnsson og Stefanía R. Ragnarsdóttir krýnd Íslandsmeistarar. Í yngri flokki unnu Nils Alexander Novenstein og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir.


Sjá myndir frá móti.

Leave a Reply

Skip to toolbar