Nafnlausa svæðið

Byrjað var að klifra á nýfundnu klifursvæði í sumar. Klifursvæðið var talið vera í Sýrfellshrauninu en eftir að hafa skoðað kort af Reykjarnesinu kemst Jón Viðar Sigurðsson að því að Sýrfellshraunið er mun lengra í suð-austri. Eins og staðan er núna er ekki vitað með vissu hvað kalla á þetta klifursvæði. Tjaldstaðagjá er nálægt klifursvæðunum en klifursvæðið er staðsett á hrauni sem á sínum tíma lak úr gíg á Sandfellshæð. Ef einhver þekkir vel til svæðisins væri vel þegið að fá upplýsingar.

 

Með greininni læt ég til gamans fylgja með kort sem ég fékk sent frá Jóni. Á kortinu eru klifursvæðin merkt með rauðum punktum.

Leave a Reply

Skip to toolbar