Nordic Youth Camp í Finnlandi

Nú hefur hópur ungra og efnilegra klifrara lagt land undir fót og haldið til Turku í Finnlandi.  Klifrararnir taka þátt í Nordic Youth Camp sem eru norrænar klifurbúðir haldnar árlega. Í búðunum verður áhersla lögð á sportklifur og grjótglímu, bæði úti og inni.
Hægt er að fylgjast með hópnum á facebook  en búðirnar standa yfir dagana 26.06.2011-02.07.2011.

http://www.facebook.com/group.php?gid=105724649483067

Við óskum þeim góðrar ferðar og góðs gengis !

Í þessu samhengi er vert að minnast á að erfiðasta leið Finnlands, Syncro 8c, sem var klifruð af Tomi Nytrop fyrstum manna árið 2006 var klifruð aftur. Samkvæmt síðunni http://27crags.com/ var það þýski klifrarinn Christian Bindhammer sem endurtók leikinn fyrir tveim dögum eða þann 23. Júní 2011 og telur hann leiðina jafnvel bera gráðuna 8c+.

Leave a Reply

Skip to toolbar