Nýr klifurveggur í Þórshöfn

Nýr klifurveggur hefur verið settur upp í íþróttahúsinu í Þórshöfn. Veggurinn fékk eitt bil í íþróttahúsinu á milli tveggja límtrésbita sem mynda boga þaksins í íþróttahúsinu. Veggurinn er 4,7 metrar á breidd og 8,25 metrar á hæð og er möguleiki á því að lengja hann. Neðst niðri er veggurinn nánast lóðréttur en verður meira yfirhangandi eftir því sem ofar dregur. Ofarlega á veggnum er stór kassi með góðu þaki en þar getur björgunarsveitin æft björgunaraðgerðir eins og sprungubjörgun. Boltar og akkeri eru í veggnum þannig að bæði er hægt að æfa þar ofanvaðs- og sportklifur. 200 klifurgrip voru fengin frá Nicros í Bandaríkjunum til að setja á vegginn.

Friðfinnur Gísli Skúlason kom hugmyndinni af stað og fékk hjálp smiða til að setja vegginn upp en veggurinn var kostaður af Ungmennafélagi Langnesinga, Björgunsveitinni Hafliði og Langanesbyggð.

Leave a Reply

Skip to toolbar