Nýr leiðarvísir

Fyrsti steinninn var settur niður í dag í nýja Hnappavallaleiðarvísinn sem verið er að vinna í. Leiðarvísirinn er sá þriðji í röðinni af þessari grjótglímu leiðarvísa syrpu og fær hann nafnið “Hnappavellir Boulder”. Leiðarvísirinn verður í sama þema og þeir fyrri, nú með grænt litaþema.

 

Fyrsti steinn í HádegishamriUm 120 klifurleiðir og project hafa verið skráð niður en vonast er til að fjöldi þeirra verði í um 140 – 160 þegar leiðarvísirinn verður gefinn út.  Ekki er vitað með vissu hvenær leiðarvísirinn verður gefinn út, mikil vinna liggur fyrir höndum, en það verður líklegast í lok sumars eða í haust. Þetta verður þá stærsti grjótglímu leiðarvísirinn sem gefinn hefur verið út á Íslandi.

Leave a Reply

Skip to toolbar