Opnun Klifur.is

Nú hefur heimasíða fyrir íslenska klifursamfélagið verið formlega opnuð. Markmið okkar er að þessi síða gagnist klifrurum sem samskiptaleið og upplýsingamiðill. Núna er síðan á grunnstigi og munum við uppfæra hana jafnt og þétt. Við vonumst til þess að þetta verði lifandi og góður vettvangur fyrir klifrara til að skiptast á skoðunum og afla sér upplýsinga. Í sumar verður helsta verkefni okkar að safna saman upplýsingum um klifursvæði víðs vegar um landið og gera þær aðgengilegar á vefnum. Einnig munum við gefa út leiðarvísa á prenti fyrir stærstu klifursvæði landsins. Gleðilegt klifursumar! Jafet og Elmar

Leave a Reply

Skip to toolbar