Ef þið hafið ekki heyrt á þetta nafn minnst, ættuð þið að leggjast í smá rannsóknarvinnu.
Þessi 18 ára stelpa frá Bandaríkjunum hefur nú klifrað sína fyrstu 9a (5.14d) leið. Það gerði hún í Red River Gorge í Bandaríkjunum nú fyrir örfáum klukkutímum. Það tók hana ekki meira en 3 daga og 6 tilraunir svo það má búast við enn stærri afrekum frá þessari stelpu í náinni framtíð. Sasha er þar með þriðja konan til þess að klifra leið af þessu erfiðleikastigi en áður hafa Josune Bereciartu og Charlotte Durif náð þessum frábæra árangri.
Áfram konur/stelpur !!!!!!