Eins og flest vita er 4. og síðasta klifurmót vetrarins næsta sunnudag sem er 3. apríl. Klifurmótið er auðvitað haldið í Klifurhúsinu.
Mótið fyrir yngri krakkana (12 ára og yngri) byrjar 14:00 og stendur í eina klukkustund. Þegar því móti er lokið byrjar mót fyrir eldra fólkið og það mót stendur yfir í tvær klukkustundir.