Uppfærsla – Klifur.is 6.2

Eingin smá uppfærsla á Klifur.is í dag. Núna geta allir notendur Klifur.is sett hvaða klifurleið sem er inn á lista. Það eru þrír listar í boði: Uppáhalds, klárað og verkefni (favorites, finished and projects).

user_buttonsÞegar þú ert búinn að setja inn leiðir á einhvern lista getur þú fundið leiðina aftur með því að klikka á einn takka. T.d. ef þig langar til að sjá allar leiðir sem þú ert búinn að klára þá klikkar þú bara á “Finished” takkann. I am super seriously. Þú getur valið leiðir alveg eins og þig langar t.d. ef þig langar að sjá öll þín Projects á Hnappavöllum þá er það ekkert mál.

Það sem væri hægt að gera í framhaldi að þessu er að notendur gætu séð hversu mikið í % maður er búinn með af ákveðnu klifursvæði. Svo væri kannski hægt að raða leiðum (og klifursvæðum) eftir því hversu margir hafa sett leiðina í Favorites lista. Möguleikarnir eru endalausir.

En bara go nuts og prófið þetta. Megið endilega láta mig vita hvað ykkur finnst.

Sjáumst á klifurmótinu!

Leave a Reply

Skip to toolbar