Ég fékk símtal frá Eyþóri fyrr í vikunni er ég sat einn í vinnunni horfandi upp í loftið að filgjast með eðli húsflugna, það hljóðaði svona “Blessaður! Vaðalfjöll næstu helgi! Þú kemur er það ekki?” Það rann umsvifalaust af mér og ég skellti mér á Micrunni vestureftir. Ferðin var smooth alla leiðina og stóð bíllinn sig eins og hetja er hún lagði vaðalfjöllin undir dekk (og maga). Við strákarnir hittumst á miðri leið í Bjarkarlundi og vorum síðan vinsamlegast beðnir um að hætta að sína fólki fallegu kraftmiklu bílana okkar þar sem þeir væru bara einum of góðir og fólk væri farið að verða öfundsjúkt. Við féllumst á það og dröttuðumst uppeftir.
Þegar í klettana var komið tókum við fljótt eftir því að kalk frá því um páskana var ennþá á veggnum. Þetta segir okkur aðeins eitt, að það er alltaf gott veður fyrir vestan! Yfirhang klettsins gerir það líka að verkum að það rignir nánast aldrei á hann, það kuð vera um 35-45 gráður.
Í kvöldsólini og brakandi blíðu byrjuðum við síðan og hættum ekki fyrr en sólin hvarf á bakvið fjallstoppana.
Leiðirnar eru endalausar. Lágviðustaðir 6b+, fyrir neðan hana kemur Neðri Lágviðustaðir 6c, Bone braking fistfurcker 6c+, Pungbindið 6c, Dömubindið ? og síðan Left radical eckro punk 8a+. Það eru fleiri en ég bara man þær ekki í augnablikinu. Tobo er í vinnslu (eða verður það vonandi bráðum).
Þetta var hetju helgi. Klifrað var eins og aldrei fyrr, veisla á Ketilstöðum og dansað í kringum elda.
Ég segi ekki meir! Þið verðir bara að fara þangað!!