Kjarni

Fyrir ofan Kjarnaskóg er langt klettabelti. Einu nafni nefnast klettarnir Kjarnaklettar en áður fyrr var talað um þrjá mismunandi kletta fyrir ofan skóginn. Þeir voru Langiklettur (syðst), Arnarklettur (mið) og Krossklettur nyrst. Skráðar eru fjórar klettaklifurleiðir í Arnarklett.

Eitthvað er af ísklifri í hömrunum líka en það má finna á isalp.is

Langiklettur

Hér hafa verið klifraðar nokkrar ís- og mixklifurleiðir en engar klettaklifurleiðir eins og er.

Arnarklettur

Hér hafa verið klifraðar fjórar dótaklifurleiðir og fínir möguleikar eru til staðar í norðurhluta hamarana.

Krossklettur

Hér hafa engar leiðir verið klifraðar en hamrarnir hafa verið notaðir í sig á skátamótum. Hér er lofar bergið góðu og gæti boðið upp á gott klifur.

Map

Leave a Reply

Skip to toolbar