Kamarprobbinn 5.14a

Fyrst farin af Valdimari Björnssyni í top rope, júní 2010, þá hugsuð sem grjótglímuþraut með línu sem öryggi, til að rúlla ekki niður brekkuna eftir hátt fall. Leiðin fékk grjótglímugráðuna 7C+

Sumarið 2015 skellti Valdi boltum í leiðina, með það fyrir augum að breyta leiðinni úr grjótglímu þraut í stutta og mjög erfiða sportklifurleið.

Sumarið 2016 var hópur af sterkum frökkum sem komu í klifurferð til landsins. Í hópnum var Géróme Pouvreu, sem fór m.a. frumferðina af Lundanum. Valdi kvatti hann til að prófa kamarprobbann. Það tókst og gaf hann leiðinni gráðuna 8b+ eða 5.14a. Kamarprobbinn er því fyrsta íslenska leiðin til að fá gráðu af 5.14 bilinu og þar með erfiðasta klifurleið á Íslandi.

Crag Hnappavellir
Sector Miðskjól
Type sport
First ascent