Langi seli 6c 5.10d

Leið númer 15

Leiðin er 5.10d ef byrjunin er tekin beint upp eins og á myndinni, 5.10a ef byrjað er í kverkinni og hliðrað yfir í 2. bolta. Lengsta boltaða leiðin á svæðinu, rúmir 25m af gleði. Æðisleg leið!

Crag Pöstin
Type sport
First ascent
Markings

Video

20 related routes

Svartigaldur 7b 5.12a

Tryggð með einum bolta og einum fleyg (Mjög líklega í vafasömu ástandi eins og er). 5.11d/5.12a

FF: Björn Baldursson, 1990, 8m

Dimmalimm 5.8

FF: Stefán Steinar Smárason og Björn Baldursson, 1989. 9m

Maður lifandi 5.10c

FF: Björn Baldursson, 1990. 8m

Flóðalabbi 5.6

Leið 4

Dótaleið í óvenjulegu, skemmtilegu bergi. Fínasta tilbreyting fyrir þá sem eru farnir að þekkja boltuðu leiðirnar í Pöstunum helst til náið.

Aðal erfiðleikarnir eru í lóðréttum veggnum fyrir ofan við aðalklifursvæðið. Hægt er að komast að leiðinni upp brekkuna vinstra megin, en getur líka verið gaman að lengja leiðina og brölta upp stóru sprunguna vinstra megin við Vippuna (innan við 5.4).

Nefnd eftir uppátækjasama draugnum sem séra Magnús á Hörgslandi kvað niður á sínum tíma í mýrinni undir klifurleiðunum.

Hitt saurgatið 5.5

Leið 2

Stutt, auðtryggjanleg sprunga milli Heyvagninsins á horninu og Internetsins.
Saurgatið má finna í miðri leið, en þar er þröngur og djúpur mónó sem býður upp á skemmtilegan en varasaman “mónó-lás”.

(Engar upplýsingar fundust um leiðina þó svo hún hafi mjög líklega verið klifruð áður, svo gráða og nafn eru ekki heilög)

Internetið 5a 5.5

Leið 3

Innsta boltaða leiðin í gilinu.

Boltuð af Stefáni S. Smárasyni og fyrst farin af Styrmi Stefánssyni

Byrjar á svipuðum slóðum og Testósterón yóga.

Fyrir þá sem þurfa að bíða eftir línu, þá er alltaf boulder

Langi seli 6c 5.10d

Leið númer 15

Leiðin er 5.10d ef byrjunin er tekin beint upp eins og á myndinni, 5.10a ef byrjað er í kverkinni og hliðrað yfir í 2. bolta. Lengsta boltaða leiðin á svæðinu, rúmir 25m af gleði. Æðisleg leið!

Gleym-mér-ei 5b 5.6

Leið númer 14

Hin klassíska upphitunarleiðin, löng og fjölbreytt. Hentar vel fyrir byrjendur til að prófa klifur.

Hornafræði alþýðunnar 6b 5.10a

Leið númer 13

Boltuð í leiðslu, svolítið langt á milli bolta og eitthvað um lausa steina. Fínasta leið engu að síður.

Sóley 6a 5.8

Leið númer 12

Skemtileg leið, stendur til að laga boltun eftir sillu í miðri leið. Farið varlega!

Geirvartan 6b+ 5.10c

Leið númer 11 (hægri)

Tveir krúx kaflar aðskildir með góðri hvíld. Leiðin dregur nafn sitt af stórum hnúð ofarlega í leiðinni sem hefur kunnulegt form…

Prins póló 6b 5.10a

Leið númer 10 (vinstri)

Yndisleg leið, góð grip, fimm stjörnur!

Perestroika 6c 5.10d

Leið númer 9

Fékk stjörnu í gamla leiðavísinum, tæp as fuck sagði einhver…

Svarta leiðin 6b 5.10a

Leið númer 8

Frábær leið, krúx að komast í annan bolta, góður hælkrókur er svarið við öllu.

Eftir höfðinu dansa limirnir 6a+ 5.9

Leið númer 7

Margt í boði að gera, leiðin er talsvert erfiðari ef vinstri veggurinn er ekki notaður. Margt í boði að stíga á á leiðinni upp

Testósterón jóga 6b+ 5.10b

Leið númer 6

Nafnið er dregið af furðulegri tegund jóga sem frumkvöðlar voru að kynna í útvarpinu daginn sem leiðin var boltuð.

Vippan 6b+ 5.10c

Leið númer 5

Stutt leið sem hefur samt upp á mikið að bjóða, geggjaðan mono meðal annars.

Heyvagninn á horninu 5b 5.6

Leið 1

Ein af léttu leiðunum á svæðinu, klassísk upphitun. Nefnd eftir ryðgaða heyvagninum sem er alltaf geymdur þarna og við elskum öll.

Leave a Reply

Skip to toolbar