Lionsklúbburinn Kiddi 6b+ 5.10c

Leiðin liggur inni í gili við Rótarýbrúna, sunnan megin við Berjadalsána, og eru leiðirnar þá orðnar þrjár í gilinu

Hefst á brölti upp grasbala upp að fyrsta bolta (farið mjög varlega, laust og gróið). Fyrstu metrarnir eru á góðum tökum á slabbi en eftir það byrjar veggurinn að halla og við taka kantar og grunntök (ek). Klifrað út á horn og svo þverað til vinstri eftir grunnri sprungu og svo endað í toppi.

6b – 5.10b/c

FF: Sylvía Þórðardóttir og Þórður Sævarsson, ágúst 2022.

Crag Akranes
Sector Berjadalur
Type sport
First ascent
Markings

4 related routes

Sumarlandið 7a 5.11d

A nice little bouldery route in Akrafjall in spectacular surroundings. Super fun moves right from the start. 6c+/7a

FF: Þórður Sævarsson

Lionsklúbburinn Kiddi 6b+ 5.10c

Leiðin liggur inni í gili við Rótarýbrúna, sunnan megin við Berjadalsána, og eru leiðirnar þá orðnar þrjár í gilinu

Hefst á brölti upp grasbala upp að fyrsta bolta (farið mjög varlega, laust og gróið). Fyrstu metrarnir eru á góðum tökum á slabbi en eftir það byrjar veggurinn að halla og við taka kantar og grunntök (ek). Klifrað út á horn og svo þverað til vinstri eftir grunnri sprungu og svo endað í toppi.

6b – 5.10b/c

FF: Sylvía Þórðardóttir og Þórður Sævarsson, ágúst 2022.

Kiwanisklúbburinn 6b 5.10a

Gengið er frá bílastæði við Berjadalsána, upp Selbrekkuna og inn Berjadalinn í átt að Rótarý-brúnni. Þar er fallegur foss og háir klettar þar sem leiðirnar liggja. Bæði hægt að ganga niður í gilið eða síga úr sighring fyrir ofan brún. Neðsti partur leiðanna getur verið blautur ef mikið er á fossinum. Bestu aðstæður er eftir hádegi þegar sólin skín inn í gilið. Oftast dúnalogn þegar komið er niður í gilið. Gráðum skal tekið með fyrirvara, en klifrið er mjög skemmtilegt. Leiðir hafa verið hreinsaðar eftir bestu getu en eiga sjálfsagt eftir að slípast til með tímanum, hjálmar eru því nauðsynlegir.

Kiwanisklúbburinn 6a // 5c:

Spönn 1 (græn): Byrjar á þægilegu klifri upp á stórum tökum þar til komið er upp á stóran stall (gott að hafa klippt í fyrsta bolta til að forðast bað í ánni). Þar skiptist leiðin og klifrað er hægra megin við boltalínu, þar sem við taka stórar og kraftmiklar hreyfingar í hliðartökum (ek). Leiðin endar á þægilegu slabbi í sigbolta með keðju (fyrri spönn).

Einnig er hægt að vinstra megin við boltalínu (Sinawak afbryggði, rauð). Frá stallinum er klifrað vinstra megin við boltalínu á þunnum köntum og tæpum fótstigum (ek), sem hentar styttri klifrurum líklega betur en hægri línan. ATH að ekki má stíga í vegginn til vinstri yfir sprunguna. Leiðin endar á þægilegu slabbi í sigbolta með keðju (fyrri spönn).

Spönn 2 (blá): Úr stansi er hliðrað yfir til vinstri og klifrað beint upp bumbuna á köntum og leiðin toppuð (ek). Innar á brúninni er sighringur þar sem hægt er að tryggja seinni klifrarar upp á brún, en mögulega verður bætt við keðju seinna meir. Einnig er stakur bolti (nýr) rétt fyrir ofan hringinn og þá hægt að nota hann til að bakka upp sighringinn en þá þarf að taka með skiptilykil (17mm) og eins og eitt auga eða sighring.

FF: Sylvía Þórðardóttir & Þórður Sævarsson, maí 2022

Rótarýklúbburinn 6b+ 5.10c

Gul lína

Gengið er frá bílastæði við Berjadalsána, upp Selbrekkuna og inn Berjadalinn í átt að Rótarý-brúnni. Þar er fallegur foss og háir klettar þar sem leiðirnar liggja. Bæði hægt að ganga niður í gilið eða síga úr sighring fyrir ofan brún. Neðsti partur leiðanna getur verið blautur ef mikið er á fossinum. Bestu aðstæður er eftir hádegi þegar sólin skín inn í gilið. Oftast dúnalogn þegar komið er niður í gilið. Gráðum skal tekið með fyrirvara, en klifrið er mjög skemmtilegt. Leiðir hafa verið hreinsaðar eftir bestu getu en eiga sjálfsagt eftir að slípast til með tímanum, hjálmar eru því nauðsynlegir.

Rótarýklúbburinn 6b byrjar á flottum búlder yfir þak (ek) og upp sléttan vegg, og því mælst með að klippt sé í fyrsta bolta svo maður endi ekki í ánni. Þægilegt klifur upp stalla upp að láréttum vegg (ek) þar sem við taka kantar og ávvöl tök. Akkeri með bínu í topp.

FF: Sylvía Þórðardóttir, maí 2022

Leave a Reply

Skip to toolbar