Miðtindur Brunnhorns 5.5
Betri mynd tekin nær og mynd af norðurhliðinni óskast.
Leið upp norðurhliðina á miðtindi Brunnhorns. Klifrið byrjar í skarðinu á milli nyrðsta tindsins og miðtindsins.
Leiðin er 3 til 4 spannir að lengd. Þarna ku vera berg þokkalegt til klifurs en aðalerfiðleikarnir í klifrinu eru í síðustu spönn (3. gráða). Leiðin mun hafa verið hin skemmtilegasta að frátöldum fýlnum, sem mikið er af á þessum slóðum. Ferðin tók tæpa 5 tíma og gekk vel þrátt fyrir línuslit og rifbeinsbrot.
FF: Valdimar Harðarson, Guðni Bridde og Björgvin Richardsson, 1994
| Crag | Vestrahorn |
| Sector | Brunnhorn |
| Type | trad |
| First ascent | |
| Markings |