Mordor 6a

Byrjar neðarlega á brúninni vinstra megin og toppar beint upp á stefnið. Frábær leið. 

Fyrsta leið í videoi

Crag Akranes
Sector Elínarhöfði
Type boulder
First ascent
Markings

Video

9 related routes

Mínas Morgúl 6b+

Sit start

6b+

Fylgir sömu línu og Mordor en grípur ekki út á brúnirnar heldur notar aðeins kant og puttaholu á feisinu.

Glóinn 5c

Byrja sitjandi

5b/c

Iðilia 6a

Byrjar sitjandi alveg undir klöppinni, gott tak hægra megin, lítil nibba fyrir vinstri hönd, fótstig hægra megin og hælkrókur vinstra megin. Dýnamísk hreyfing í gott tak og toppað. Flott leið alveg í sjávarmálinu og ekki hægt að komast nær sjónum án þess að blotna, líklega ekki hægt að klifra þessa nema tíðin sé góð og fjara.

Síðasta leið í videoi, byrjar á 7:59

Andavin 6a+

Hliðrun sem byrjar í góðum tökum sem hverfa fljót. Toppað hægra megin við beygjuna. 

Sjötta leið í videoi, byrjar á 7:06

Lotlórín 6a

Leið númer 1 á mynd

Hliðrar yfir í tæpa sprunu og henni fylgt að enda. Ekki svindla og taka upp fyrir brún fyrr en sprungan endar. 

Fimmta leið í videoi, byrjar á 5:53

Róhan 6a

Leið númer 2 á mynd

Vinstra megin við Gondor. Sitjandi byrjun undir þaki, standandi á einhvers konar hraunmolum. Löng hreyfing og toppar á góðum köntum.

Fjórða leið í videoi, byrjar á 4:59

Gondor 7a

Leið númer 3 á mynd

Algjör perla, fyrst klifruð að Ben Mokry. Byrjar liggjandi í hnúði og tákrók. Toppar eftir baráttu við tæpa kanta. Snilld. 

Þriðja leið í videoi, byrjar á 2:43

Kazadh Dum 6b+

Byrjar í tveimur köntum og vinstri fótur á nibbu undi klettinum. Erfiðasta hreyfingin er að koma sér upp af dýnunni án þess að gefa DAB! Líklega ómögulegt fyrir þá sem eru stærri en undirritaður. Toppaer eftir flott dýnamíska hreyfingu.

Önnur leið í videoi, byrjar á 1:44

Mordor 6a

Byrjar neðarlega á brúninni vinstra megin og toppar beint upp á stefnið. Frábær leið. 

Fyrsta leið í videoi

Leave a Reply

Skip to toolbar