19 related routes

Kirkjan 6a

8 augu + akkeri. 16 metrar. Þétt boltuð og skemmtileg leið. 22. leiðsluklifurleiðin á Seyðisfirði og sú fyrsta í þessum klettum. Þessir klettar eru vistra megin (eða vestan megin) við Arnarkletta, bara örstutt frá.

Ásrún klifrar

Smugan 6b

Deilir fyrstu 2 augum með Bláber og síðustu 3 með Sleipner. 9 augu + akkeri með karabínu.

Línuveiðar 5b

8 augu + akkeri.
Þeim fer fækkandi línunum sem eru í boði á Arnarklettum. Löng og ævintýranleg leið.

Skip ahoj 6a+

4 boltar + akkeri. Skemmtileg og stutt leið.

Hart í bak 6a

3 augu + akkeri. Deilir akkeri með Skip ahoj.

Auðbjörg 6a

5 boltar + akkeri. Flottur veggur með góðum gripum. Auðbjörg er bátur sem hvílir nú undir nýju snjóflóðavarnargörðunum.

FF. Einar Sveinn

Sleipner 7b

8 augu + akkeri með karabínu. Nefnd eftir skonnortunni hans Wathne en hún fórst í fárviðri 1869.

Gegn sjókvíaeldi 7a+

8 boltar + toppakkeri. Skemmtileg og strembin leið þar sem sverir fingur eru ekki endilega kostur.

Sett upp af: Einar Sveinn Jónsson

Gullberg 6c

5 augu + akkeri. Skemmtilegur kanntaklifurprobbi. Sögusagnir herma að í klettinum finnist mikið af gulli og í sólinni getur maður séð gullið glitra í berginu.

Bláber 6a

8 augu held ég plús akkeri með karabínu. Há og ævintýraleg leið sem fær adrenalínið til að flæða. Klifrað í kverk alla leið upp á topp. Nefnd eftir stöku bláberi sem fannst í leiðinni þegar hún var hreinsuð.

Arnarleið í sumars sól 6c

8 augu, karabína í akkeri.

Önnur nöfn sem komu til greina voru Kertið, Krossinn og Í hvilftinni, en gaman að nefna eina eftir svæðinu. Löng og skemmtileg.

Kubburinn 6b+

Þétt leið í styttri kantinum. 3 augu + akkeri.

Silfurskuggi 7a

Leið númer 2 á mynd.

9 augu. Karabína í akkeri.

Leið sem maður þarf að hafa fyrir og mögulegur hryggbrjótur (heartbreak) á toppnum.

Silfurmáni 6a

Leið númer 3 á mynd.

9 augu. Karabína í akkeri.

Tæknileg í byrjun. Löng og skemmtileg leið.

Einhyrnið 5c

Flott leið á flottu bergi. Einhyrningurinn er skip úr Tinnabók en leiðin er nefnd eftir einhyrni sem finna má í leiðinni.

FF. Einar Sveinn Jónsson

Náttúra 7a+

Tæknileg og krefjandi leið alla leið upp á topp. 6 boltar + akkeri. Sirka 14 metrar.

NS-12 5b

Bátakóðinn á Gullver. 6 boltar og 15 metrar.

FF: Anna Liv Jónsson

Anna klifrar, Einar tryggir

Norröna 6b

Deildi áður akkeri með El Grillo en er nú komið með sitt eigið enda ein mest klifraða leið svæðisins.

Leiðasmiður: Einar Sveinn Jónsson

El Grillo 6b+

Fyrsta boltaða klifurleiðin á Seyðisfirði. Nefnd eftir bresku olíuskipi sem liggur þarna nálægt á hafsbotninum.

Sett upp af:

Einar Sveinn Jónsson

Jafet Bjarkar Björnsson

Leave a Reply

Skip to toolbar