Ugla 5b 5.6

Leið númer 29 á mynd.

Sumarið 2016 ákvað Palli, sem að eigin sögn hafði talað “digurbarklega” um að setja upp fleiri leiðir í Búahamra, að láta hendur standa fram úr ermum. Hann henti upp tveimur leiðum rétt vinstra megin við Svarta turninn. Ugla er 25-30m og með eitthvað á milli 15 og 18 bolta. Algengt er að fólk vant Hnappavöllum klári tvistana sína áður en leið er lokið. Einnig hefur talsvert verið um að fólk sé að rífa út grip í leiðinni, svo klifrið af nærgætni, notið hjálm.

FF: Páll Sveinsson, 2016

Crag Búahamrar
Sector Turnarnir
Type sport
First ascent Páll Sveinsson
Markings

8 related routes

Hvannartak 5.5

Leið númer 34

Þriggja spanna III gr. leið austarlega i Búahömrum á klettahöfða vinstra megin við Flatnasa. Leiðin er nefnd Hvannartak.

Í frumferðarbókinni segir: Annar veggur vestan við Flatnasa. Brölt upp sprungu rétt hægra megin við hornið. Sprungan er áberandi og liggur upp til hægri. 3 spannir.

FF: Snævarr Guðmundsson og Árni Tryggvason, 7. október 1990

Angurboða 5.6

Leið númer 33 á mynd

Leiðin byrjar í rennu eða kverk, rétt hægra megin við byrjunina á Tveggja turna tal.

Bergið er aðeins laust í sér neðst en verður umtalsvert betra eftir því sem ofar dregur.

Spönn 1: 30-40m, 5.6. Hefst í rennu eða kverk og helst í henni upp fyrstu 15m eða svo. Eftir fyrstu tryggingu fer maður inn í áberandi horn með lóðréttum pinch-um sem mynna á kalksteins túfur. Þokkalegur stans í einskonar hellisskúta með stóran stein (boulder stærð) sem hægt er að horfa á bakvið. Stansinn virkar best með stóru dóti, cam #2 og #3 myndu koma sér vel en #4 væri bestur ef að hann er með í för.

Spönn 2: 30-40m, 5.6. Úr stansinum er farið út á bjargið sem hægt er að horfa á bakvið (virkar vera alveg fast) og þaðan er smá klöngur út að næsta vegg. Næsta haft er bratt en með góðum tökum. Áberandi góð flaga liggur til vinstri og þegar komið er ofan á hana er stefnt aðeins til hægri. Góðir tryggingamöguleikar. Spönnin endar á syllunni þar sem að loka spönnin í Svarta turninum byrjar og því er hægt að tryggja seinni mann upp úr boltaða stansinum þar.

Hægt er að brölta upp hægra megin við Svarta turns spönnina (brölt og svo 3m af klifri í kverk) eða klára bara upp loka spönnina í Svarta turninum og fara svo niður klassíska niðurgöngugilið.

Í frumferð töldum við okkur vera í Loka en komumst svo að því daginn eftir að Loki er langt til vinstri frá því sem við vorum að klifra. Því er leiðin nefnd Angurboða en það er tröllskessan sem Loki eignaðist með Miðgarðsorm, Fennrisúlf og Hel.

FF: Bjartur Týr Ólafsson og Jónas G. Sigurðsson, 28. apríl 2018, 5.6 trad, 80+m

Tveggja turna tal 6a 5.8

Leið 32 á mynd.

Leið á milli Svarta turnsins og Angurboðu. Leiðin byrjar á áberandi stall þar sem að Angurboðu skorningurinn byrjar.

Spönn 1: Byrjar á stallinum á stölluðu klifri í nokkuð grónu landslagi en mjög fljótlega eykst hallin, gróðurinn minkar og leiðin verður áhugaverðari. Fullboltuð, 5.7 ca. 25m.

Spönn 2: Byrjar á góðri syllu í boltuðu akkeri og fer beint upp vegg en stefnir svo fljótlega inn í áberandi stromp á þokkalegum tökum. Frá toppnum á strompinum er létt stallað klifur upp á brún. Fullboltuð, 5.8 ca 25m.

Leiðin endar á svipuðum stað og önnur spönnin í Svarta turninum, þar hafa klifrarar val um að ganga niður úr leiðinni eða fara í loka spönnina í svarta turninum.

FF: Bjartur Týr Ólafsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. júní 2018. Tvær spannir, fullboltuð, 5.8, 50m.

Svarti turninn 6a 5.8

Leið númer 31 á mynd

Staðsetning:

Búahamrar í Esju, um 100 metrum vestan við Rauða turninn.

F.F.: 6/7/´09 – Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Sveinsson (Sissi).

Lýsing leiðar:

1. spönn: 5.7 – 30 m.

2. spönn: 5.8 – 15 m.

3. spönn: 5.3 – 50 m (tengispönn, brekka með stuttu hafti).

4. spönn: 5.8 – 10 m.

Fyrsta spönn er löng og brött á köflum, erfiðust fyrstu 15 metrana. 9 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Önnur spönn liggur upp einskonar berggang og endar í víðum strompi og þar er krúxið. 5 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Þriðja spönn liggur upp grasbrekku sem leiðir að stuttu og léttu klettahafti með einum bolta. Þar fyrir ofan er stutt brekka upp í eins-bolta megintryggingu.

Fjórða spönn liggur upp víða sprungu (off-width). Á einum stað þrengist sprungan og verður þar mjög hentug fyrir meðalstóran hnefa. 4 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Niðurleið:

Við mælum eindregið með því að klifrarar gangi niður. Best er að fara nokkra metra til vesturs og þar niður gil, fylgja svo klettaveggnum þar til komið er að þröngu og bröttu gili. Sjá leiðarvísi.

Búnaður:

60 metra lína + 11 tvistar.

ATH!!

Við erum búnir að hreinsa leiðina nokkuð vel en þó geta leynst staðir þar sem bergið er laust. Því er nauðsynlegt að nota hjálm. Varast skal að klifra út úr leið í fyrstu spönn.

Njótið vel! Það væri gaman að heyra frá þeim sem klifra leiðina, t.d. athugasemdir um gráðun o.s.frv.

Leiðarvísir og myndir

Ugla 5b 5.6

Leið númer 29 á mynd.

Sumarið 2016 ákvað Palli, sem að eigin sögn hafði talað “digurbarklega” um að setja upp fleiri leiðir í Búahamra, að láta hendur standa fram úr ermum. Hann henti upp tveimur leiðum rétt vinstra megin við Svarta turninn. Ugla er 25-30m og með eitthvað á milli 15 og 18 bolta. Algengt er að fólk vant Hnappavöllum klári tvistana sína áður en leið er lokið. Einnig hefur talsvert verið um að fólk sé að rífa út grip í leiðinni, svo klifrið af nærgætni, notið hjálm.

FF: Páll Sveinsson, 2016

Stúlkan í turninum 5c 5.7

Leið númer 30 á mynd

Sumarið 2016 ákvað Palli, sem að eigin sögn hafði talað “digurbarklega” um að setja upp fleiri leiðir í Búahamra, að láta hendur standa fram úr ermum. Hann henti upp tveimur leiðum rétt vinstra megin við Svarta turninn. Stúlkan í turninum er 25-30m og með eitthvað á milli 15 og 18 bolta. Algengt er að fólk vant Hnappavöllum klári tvistana sína áður en leið er lokið. Einnig hefur talsvert verið um að fólk sé að rífa út grip í leiðinni, svo klifrið af nærgætni, notið hjálm.

FF: Páll Sveinsson, 2016

Gleymdi turninn 5c 5.7

Leið númer 36 á mynd

FF: Snævarr Guðmundsson. Kringum 5.7, þarfnast hreinsunar

Rauði turninn 6a+ 5.9

Leið númer 35 á mynd.

2 spannir, 5.9 og 5.7
FF: Snævarr Guðmundsson og Páll Sveinsson, 1991

Comments

  1. Pingback: Esja | Ísalp

Leave a Reply

Skip to toolbar