Vesturveggur 5.6

Gul lína númer 1 á mynd.

Á talsvert sameiginlegt með Bæði Boreal og Suðurkantinum.

Fysta klifurleiðin upp á Vestrahornið. Það tók þá félaga um tvær og hálfa klukkustund að klífa leiðina sem er 450m löng. Að þeirra sögn er bergið með því besta sem þeir hafa kynnst og stórkostlegt til klifurs. Að þeirra mati var leiðin af IV. gráðu en erfiðast (crux) 5.6 (V/V+). Fyrstu 80-100 metrarnir voru erfiðastir.

FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson, 21. ágúst 1981

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type trad
First ascent
Markings

9 related routes

Bifröst 5.9

Leið númer 5 á mynd, 220m

Leiðin liggur upp klettahrygg undir höfuðvegg Kambhorns.

 1. spönn: 5.6, 20m, 5 boltar
 2. spönn: 5.5, 30m, 5 boltar
 3. spönn: 5.7, 20m, 8 boltar
 4. spönn: 5.9, 50m, 10 boltar
 5. spönn: 50m óboltuð tengispönn
 6. spönn: 5.7, 50m, 8 boltar

Við frumferð var leiðin að stórum hluta blaut og rök og eru því góðar líkur á að gráðurnar séu ekki alveg réttar og ætti að taka þeim með fyrirvara.

Leiðarlýsing: Leiðin býður upp á alvöru fjallaklifurfíling og reynir oft meira á útsjónarsemi og vandvirka fótavinnu heldur en að toga fast. Leiðin einkennist af blönduðu klifri þar sem brattarikaflar og mosagrónar syllur skiptast á. Leiðin er fullboltuð og var hreinsuð eftir bestu getu en þó geta enn verið lausir steinar og grip sem klifrarar skulu vera vakandi fyrir.

 1. spönn hefst á hliðrun til hægri eftir stöllum. Hér geta verið laus grip í byrjun, sérstaklega ef hliðrað er of ofarlega. Við fjórða bolta er hætt að hliðra og klifið beint í góðu bergi upp uns komið er upp á mosagróna syllu. Þaðan er gengið inn að ljósum kletti í stans.
 2. Úr stansi er hliðrað til hægri og farið upp á litla syllu. Athugið að hér var/er Fýlshreiður. Af syllunni er klifrað upp stuttan en brattan vegg á góðum gripum sem verður svo aflíðandi og endar á stuttri mosagróinni syllu. Af henni er gengið inn að stuttu hafti og eftir það tekur við þægilegur stans.
 3. Jafnvægisklifur beint af augum upp úr stansi þar til komið er að lítilli syllu. Þaðan er farið upp hægra megin, upp að syllu sem á hvíla nokkrir steinar sem sitja fastir undir mikli bjargi þar á syllunni. Klifið upp á þá syllu vistra megin við bjargið og upp á það. Þaðan er komið á litla syllu þar sem við stutt haft (2m) í lélegu bergi þar sem fátt er um tök og reynir á jafnvægiskúnstir. Þaðan er gengið inn að stansi.
 4. Spönnin er þrískipt og verður mögulega settur inn stans eftir brattasta kaflann. Klifið upp um 15m brattan vegg þar sem reynir jafnt á kraft, jafnvægi og fótavinnu. Úr honum er komið upp á litla syllu og eftir það léttist klifrið til muna (5.3-5.4) en berggæðin minnka einnig. Af þessum sökum er talsvert lengra milli bolta, en gott berg til boltunar fannst aðeins á örfáum stöðum. Klifið er nokkuð beint af augum um 20m og loks eru um 15m boltalausir (ágætt til klifurst en ekki til boltunar) inn að stansi.
 5. Gengið er upp mosagróna brekku úr stansi og þaðan hliðrað inn að loka hryggnum.
 6. Úr stansi er klifið beint upp stutt haft og þaðan beygt til hægri. Leiðin eltir þaðan hrygginn nálægt hægri brúninni þar sem skiptist á léttara klifur í lakara bergi og stífara klifur í betra bergi.

Aðkoma: Farið upp frá Bretabúðunum upp brekku og undir fyrstu klettaveggina (þar er Saurgat Satans á horninu). Héðan er mælt með því að fólk setji upp hjálma. Þaðan er haldið áfram upp og til vesturs eftir grasbrekkum undir klettaveggjunum uns komið er fyrir hornið. Þaðan er haldið áfram upp grófa skriðu og hryggurinn birtist þá fljótlega.  Þaðan geta glöggir fylgt (nokkuð ógreinilegum) slóða sem liggur fyrst yfir grófa skriðu og þaðan í hlykkjum upp heldur fastari skriðu (þá rétt vestan við hrygginn). Að endingu er hliðrað til austurs inn að neðsta hluta hryggjarins. Nokkrar litlar vörður eru á leiðinni. Áætlaður uppgöngutími er um 30-45mín.

Niðurleið: Athugið að hægt er að ganga/klöngrast úr öllum stönsum til vesturs til þess að komast úr leiðinni ef svo ber undir. Frá efsta akkeri er létt klöngur um 10m þar til komið er á topp hryggjarins sem er ávalur malarhryggur. Þaðan er farið niður til vinstri (inn að stóru veggjunum) og niður frekar lausar og varasamar skriður. Mælt er með því að fikra sig fljótlega í vestur þar sem skriðurnar eru fastari og þaðan er komið inn á sömu leið og lýst var til uppgöngu.

 

 

FF: Árni Stefán Halldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen, haust 2017

Suðurkantur – afbrigði 5.5

Blá lína á mynd númer 4.

Nánast sama lína og Suðurkantur (græn), nema að hún klýfur sig til vinstri í þriðju eða fjórðu spönn og sameinast svo aftur Suðurkanti eftir tvær-þrjár spannir.

Dótaklifur

FF: Snævarr Guðmundsson og Björn Vilhjálmsson, 1992

Suðurkantur 5.5

Græn lína númer 3 á mynd

Dótaklifur.

Leiðin er alls um 300m en erfiðleikarnir eru í neðstu 150 metrunum. 5 spannir af gráðu 5.3 – 5.7. Leiðin fylgir Suðuregginni á vesturveggnum. Tími: 3 klst.

FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson 1988 (1990?)

Vesturveggur 5.6

Gul lína númer 1 á mynd.

Á talsvert sameiginlegt með Bæði Boreal og Suðurkantinum.

Fysta klifurleiðin upp á Vestrahornið. Það tók þá félaga um tvær og hálfa klukkustund að klífa leiðina sem er 450m löng. Að þeirra sögn er bergið með því besta sem þeir hafa kynnst og stórkostlegt til klifurs. Að þeirra mati var leiðin af IV. gráðu en erfiðast (crux) 5.6 (V/V+). Fyrstu 80-100 metrarnir voru erfiðastir.

FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson, 21. ágúst 1981

Dirty Rainbow 5.10a

Fyrsta spönn er boltuð af Árna Stefáni Halldorsen, Eyþóri Konráðssyni og Jónasi G. Sigurðssyni.

Flottur veggur rétt austan megin (hægri) við Saurgat Satans, gæti orðið frábær sportklifursector. Draumurinn er að láta Dirty Rainbow verða að fjölspanna leið, eins langt og mögulegt er að komast þarna upp, svo að hún er leið í vinnslu en fyrsta spönnin er tilbúin og er frábær sportklifur spönn.

Planið var að opna aðgang að þessum vegg með því að byrja á að bolta léttustu mögulegu leið upp á grassyllu sem liggur fyrir ofan allan veggin. Það mun auðvelda leiðasmiðum framtíðarinnar að geta sigið niður og boltað nýjar línur.  Teymið lét vaða í þetta á rigningardegi, því að þá var ekki möguleiki á að bouldera á steinunum fyrir neðan. Jonni byrjaði á að leggja af stað í hálfu dótaklifri og hálfu stigaklifri, bara til að komast upp vegginn og setja bolta á leiðinni á góða staði. Það gekk svona ljómandi vel, fyrstu fjóra boltana, svo var ákveðið að þetta væri ákaflega hægvirkt og frekar lítið solid. Bergið tekur ákaflega illa við tryggingum, allt var rennandi blautt og Jonni var í stífum fjallamennskuskóm. Næst var röðin komin að Eyþóri, hann leggur af stað vel til hægri, upp grasbrekku sem liggur að grassyllunni. Grasbrekkan lýtur út neðan frá fyrir að vera með því léttara sem þú gætir ímyndað þér, en svo er ekki. Brekkan er ótrúlega brött, og það er nánast ekkert sem er hægt að grípa eða stíga á sem telst vera öruggt, auk þess að vera blaut og full af fýlum. Eyþór kemst á stallinn fyrir ofan verðandi leiðina eftir um tvo tíma af klifri, óþægilegasta fall sem hann hefur tekið á klifurferlinum og baðaður í ælu frá 11 fýlum. Hann fixar línu bæði eftir grassyllunni og beint niður verðandi leiðina. Kaldir og blautir komum við okkur niður eftir þetta og Árni sá um að koma einhverjum dögum síðar, júmma sig upp og klára að bolta leiðina.

Frá síðasta bolta og upp í akkeri er mjög torkeift barð og því hefur verið komði fyrir línubút sem er bundinn á milli akkerisins og síðasta bolta. Leyfilegt er að nota línuna til að toga sig þarna yfir, því að þá kemst klifrarinn í talsvert þægilegri stans upp á framhaldið að gera, þ.e. þegar næsta spönn bætist við ofan á þessa.

5.10a – 25-30m – fullt af boltum, sennilega alveg 12-15

 

Nemesis 5.8

Fyrst farin í júlí 1982 af Birni Vilhjálmssyni og Einari Steingrímssyni.

Í frumferð leiðarinnar sóló klifraði teymið upp “Gráu slöbbin”, merkt inn II, III og III. Slöbbin leiða upp á hrygg, þar sem að aðal klifurhluti Nemisis fer fram. Klifrað er austan megin við hrygginn.

Frá hryggnum er farið í skorstein og stefnt að öðru gráu slabbi við “Eyrað”. Gráa slabbið rétti lygilega úr sér þegar að því er komið og er lúmskt erfitt, líkist helst skíðastökkbretti. Er farið upp vinstra megin, inn í stóra horninu og stefnt á stóran stein, sem húkir undir stóru þaki, sem krýnir Gráa slabbið. Þaðan er haldið skáhalt út til vinstri upp á brúnina. Upp á topp er farið eftir gróf (ca 80-100m).

Spönn 1 – Gráða II – “Gráu slöbbin”
Spönn 2 – Gráða III – “Gráu slöbbin”
Spönn 3 – Gráða III – “Gráu slöbbin”
Spönn 4 – 5.5 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 5 – 5.8 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 6 – 5.4 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 7 – 5.4 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 8 – 5.7 – “Gráa slabbið”
Spönn 9 – 5.8 – “Gráa slabbið”
Spönn 10 – Létt klifur upp á topp – “Ofan við Eyrað”

Útbúnaður: Leiðin er boltalaus og vel gróin. Taka þarf með sér hefðbundinn búnað fyrir sportklifur, auk þess að taka hjálm, hnetusett og vinasett, jafnvel hexur, fleyga og fleyghamar. Mikið er af grónu landslagi, torf og börð, það er því alls ekki vitlaust að hafa með sér klifurísexi og jafnvel létta brodda. Einhverjir hafa stungið upp á golfskóm, með litlum oddum undir.

Frá 1982 hefur leiðin aðeins fengið eina uppferð og það var frumferðin. Frumferðar teymið á víst að hafa mælt með því að enginn myndi leika þessa leið eftir, þar sem að hún var á köflum illtryggjanleg og lítið um grip, nema bara í grasi. Hafið það í huga ef einhver ákveður að reyna að endurtaka þessa leið.

Skemmtilega frásögn frá frumferðinni má finna í 27. fréttabréfi Ísalp

Ódysseifur 5.9

Hæð: 200m
Lengd leiðar: 400m
Tími: 6-8 tímar í klifri + tveir tímar niður
Aðkoma: 15 mín frá bíl

Útbúnaður: Léttur klettarakkur, hnetusett + 1/2 vinasett. Aðkoma er sunnan við Kambhorn, ekki hræðast blauta sanda, þeir eru harðari en sýnist…

Leiðin var unnin á árunum 1995-1998 af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævarri Guðmundssyni. Einnig komu við sögu Björn Vilhjálmsson og Einar Steingrímsson auk Jóns Geirssonar en þeir tveir síðastnefndu tóku þátt þegar leiðin var klifin í heild, um verslunarmannahelgina 1998. Als voru farnar sex ferðir austur og í hverri ferð bættust ein til þrjár spannir við leiðina. Þegar upp var staðið var leiðin alls þrettán spannir. Höfðum við ekið alls um 7000km til að ljúka henni.

Í leiðina, sem er minnst 400m löng, voru settir inn meira en 40 boltar. Þá settum við samtímis og leiðin var leidd. Gabbróið í Vestrahorni er lítið sprungið og því vart hægt að tryggja me hnetum. Þar sem við boltuðum var ekki hægt að tryggja á annan hátt. Aðeins í tveim efstu spönnunnum eru engir boltar. Leiðin fylgir augljósustu línum, þ.e.a.s. sem við sáum út hverju sinni. Í hverri megintryggingu eru yfirleitt tveir boltar og því er auðvelt um vik að síga leiðina niður. Þó er bolti til þess að síga niður efstu 20m af toppinum en bergið þar er fremur varasamt. Eftir það er brölt niður brattar skriður og slöbb.

Leiðin byrjar við enda stóru syllunar og fylgir henni út að hryggnum. Þaðan liggur hún í stórum dráttum eftir honum. Erfiðasti kaflinn er spönn nr. 4 (5.8). Þar fyrir ofan eru horn og grófir klifraðar og í lokin upp í bogalaga grassprungu (spönn 7). Ofan hennar er farin grassylla sem liggur til vinstri (spönn 8). Þaðan er stefnan tekin á hornið. Á myndinni er leiðin merkt nokkuð nákvæmlega. Til þess að losna við það að villast er sniðugast að hafa myndina með þegar leiðin er klifuð til að forðast óþarfa tafir.

Snævarr Guðmundsson

Á seinni árum hefur nálægðin við sjóinn eitthvað farið illa með þessi 40 augu sem eru í leiðinni. Sögur herma að einhver þeirra hafi verið úr áli og að þau brotni nokkuð auðveldlega af veggnum. Núna eru þó nokkur ár liðin síðan leiðin var klifruð síðast og væri frábært ef einhver gæti skorið úr þessu fyrir okkur, ásamt því að gefa okkur ca gráður á spannirnar.

Boreal 5c 5.7

Rauð lína númer 2 á mynd.

Fundin boltuð og frumfarin af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævarri Guðmundssyni.

Fyrst klifruð í maí 2013

Aðkoman tekur um það bil 90 mín og er það brött ganga upp grýtta fjallshlíð. Grjótið er allt laust en er það stórt að gangan er ekki eins og að ganga í skriðu. Einhver teymi hafa átt í erfiðleikum með að finna leiðina, vonandi kemur myndin af góðum notum. Það á að vera blátt prússik í fyrsta bolta, það er til að gera leiðina sýnilegri ef verið er að leita af henni, það táknar ekki að leiðin sé project.

Leiðin er þægilega boltuð alla leið og er því “byrjendavæn” ef svo má að orði komast. Leiðin er samt sem áður alvarleg, hún er langt af jörðinni og það er laust grjót á vissum stöðum. Því ber augljóslega að klifra með hjálm eins og venjan er í fjölspannaklifri.

Ekki er þörf á að taka með sér dótaklifurbúnað, hnetur vini eða fleyga. Þetta er hins vegar langt slabbklifur svo að klifurskór í víðari kantinum eru sniðugir.

1. spönn –30m 4c (áður 5.5) – 5 boltar, slab
2. spönn– 40m 4c (áður 5.5) – 6 boltar, slabb
3. spönn– 50m 5b (áður 5.7) – 10 boltar, slabb/þrep
4. spönn– 50m 5b (áður 5.7) – 14 boltar, slabb/horn
5. spönn– 35m 4a (áður 5.3) – 1 bolti, skriða/þrep
6. spönn– 45m 4c (áður 5.5) – 12 boltar, slab
7. spönn– 30m 5b (áður 5.7) – 7 boltar, slabb/sprunga
8. spönn– 40m 4b (áður 5.4) – 8 boltar, slabb/grófir
9. spönn– 48m 4b (áður 5.4) – 5 boltar, slabb/grófir
10. spönn– 55m 4a (áður 5.3) – 4 boltar, slabb/gróið
11. spönn– 55m 4a (áður 5.3) – 3 boltar, slabb/skriða

Alls 478 m

Tveir boltar í öllum megintryggingum, 4 í brattasta kaflanum. Meðaltalsbil á milli bolta segir ekkert til um þéttleikan en boltar raðst eftir því hve erfitt klifrið er.

Frá enda leiðar eru ca 30 m á toppinn á Kambhorni.
Hægt er að síga beint niður leiðina, búið er að koma fyrir sigakkerum fyrir það, best er samt að síga úr toppakkerinu niður norður hliðina á Kambhorni. Þá þarf bara að síga einu sinni og svo rölta niður skriður.

Við bendum á facebooksíðuna Klifur í Vestrahorni, hún hefur að geyma skemmtilegar myndir frá frumferðinni, ásamt ferðasögum frá ýmsum teymum sem hafa látið vaða í hana.

Saurgat Satans 5.10b

Boltuð fjölspannaleið, ágætlega langt á milli bolta á sumum stöðum, slabb allan tíman.

Aðkoma: Gengið beint upp brekkuna frá tjaldsvæðinu, ætti ekki að taka mikið meira en korter. Best er svo að síga niður leiðina aftur þar sem hún fer ekki alveg upp á topp, muna að setja hnúta á endana á línunni!

Búnaður: 12-15 tvistar ætti að vera feiki nóg, ekki vitlaust að kippa 2-3 hnetum með, ekki nauðsinlegt samt. Mælt er með því að vera með hjálm allan tíman! Nesti, lína, bakpoki, kalk, klifurskór, tryggjaradúnn og góða skapið.

Leiðarlýsing: Leiðin er sjö spannir, 150+m. Leiðin er orðin nokkuð gróin og því er skynsamlegt að fara ekki í hana strax eftir rigningardag, ágætt að bíða 2-3 daga frá rigningu, endilega hreinsa burt mosa og þess háttar eftir þörfum.

Spönn 0: Brött grasbrekka upp að fyrsta akkeri,ekki boltuð enda ekki eiginlegt klifur. Ekki þörf á að fara í klifurskó eða tryggja. Mælt er með á leiðinni niður að síga samt úr akkerinu, þetta er eiginlega of bratt til að ganga niður.

Spönn 1: Byrjar á að travisa aðeins út til hægri og stefnir svo út á lítið þak, endar á góðri syllu, 5.10a

Spönn 2: Hér þarf að sýna varúð til að fara ekki út úr leið! Ef haldið er beint áfram upp frá akkerinu, þá er maður kominn inn í dótaleiðina Ódyseif, það er einn ryðgaður bolti 8-10m fyrir ofan akkerið og fleygur sem er hálfur inni, ekki fara þangað! Í staðinn þarf maður að travisa fyrir hornið hægra megin við akkerið og þá kemur maður að flottum vegg með góðum stall undir fyrir tryggjara og yfir veggnum er stærðarinnar þak, fer ekki fram hjá neinum. Þessi spönn er sennilega tæknilega erfiðasta spönnin í leiðinni, endar á syllu stall með grasi. Mikill sportklifur fílingur í þessari spönn, 5.10b

Spönn 3: Léttasta spönnin í leiðinni, að spönn 0 undanskyldri. Hér fer klifrarinn frá gras-syllu-stallinum upp stuttan vegg, yfir horn og svo í hvarf frá tryggjara. Klifrarinn heldur áfram upp frekar beint að næsta akkeri, 5.9

Spönn 4: Ágætlega löng spönn, hér fer að teygjast á boltunum. Nokkuð augljós beint upp, 5.10a/b

Spönn 5: Mjög stutt spönn menn hafa freistast til að taka spönn 5 og 6 saman, það er hins vegar alveg rosalega gott fyrir sálina að gera það ekki, 5.10a

Spönn 6: Meðal löng spönn, tvö ágætis boltabil. Liggur nokkurn veginn beint upp og endar í akkeri, 5.10a/b

 

Leave a Reply

Skip to toolbar