Tag Archives: Grjótglíma

Ósfell

Ósfell er grjótglímusvæði nálægt Hólmavík. Í kringum Hólmavík liggja mörg klettabelti en úr einu þeirra fyrir neðan Ósfell hafa nokkrir flottir steinar hrunið úr og myndað þetta ágæta klifursvæði. Bergið hentar mjög vel til klifurs og lendingarnar eru yfirleytt mjög fínar.

Steinarnir eru sumir hverjir mjög flottir, sérstaklega einn sem er áberandi stór steinn ofarlega á svæðinu sem hefur rúllað hvað lengst frá klettabeltinu. Allar hliðar steinsins eru yfirhangandi og á honum hafa verið klifraðir nokkrir mjög flottir probbar. Steinnin hefur stundum verið kallaður Rósin vegna þess hvernig hann er í laginu.

Hafið í huga að klifursvæðið er inni á landi fólksins í Ós og skulum við því vera tillitssöm og ganga einstaklega vel um svæðið.

Valdimar búlderar 8A

Valdimar Björnsson hefur klifrað búlderprobban Olivine og gefið honum gráðuna 8A. Leiðin er staðsett á Hnappavöllum og gerir þetta hana að einum af erfiðustu búlderprobbum Íslands. Á 8A prófílnum sínum segir hann: “8A vegna þess að það tòk mig àr að klàra hann og með um 100 tilraunir.” ,og þar sem Valdi er nú þekktur fyrir að klifra hluti frekar fljótt og auðveldlega er deginum ljósara að þessi leið er í erfiðari kantinum.

Hugmyndir frá Selfossi

Í sumar voru klifuráhugamenn frá Selfossi að skoða stóra steinhnullunga sem voru í námu þar skammt frá. Sú hugmynd kom upp að flytja steinana frá námunni í Selfoss og koma þeim þannig fyrir að gott væri að stunda grjótglímu í þeim. Nokkur alvara var fyrir að framkvæma þessa hugmynd og væri gaman að fá að heyra hvernig þetta fór.

Á Geldinganesinu, rétt hjá Grafarvoginum, er steinanáma sem hefur ekki verið unnið í í þó nokkurn tíma. Í henni eru steinar sem eitthvað hefur verið klifrað í en aðgengi, umhverfi og klifur er ekki upp á marga fiska og það hefur ekki verið mikið sótt. Spurningin er hvort sá möguleiki sé raunhæfur að flytja steinana í bæinn. Þá væri aðgengið að steinunum betra og einnig væri hægt að stjórna því að einhverju leiti hvernig steinarnir snúa þannig að þeir væru sem hentugastir fyrir klifur. Spurningin er bara hvort steinarnir séu hentugir, hvort það sé hentugur staður fyrir þá og hvort hægt sé að fá einhverja styrki hugsanlega frá Reykjavíkurborg til að framkvæma þetta.

Þetta er verðugt verkefni til að skoða og hvet ég ykkur klifuráhugamenn á Íslandi til að athuga þetta. Ekki veitir af meira klifri í bæinn.

Klifurveggur á Egilsstöðum tekinn niður

Klifurveggurinn í Íþróttamiðstöð Egilsstaða hefur verið tekinn niður. Veggurinn var staðsettur í einu horni í stórum íþróttasal og hann var ekki mikið notaður samkvæmt starfsmönnum þar. Veggurinn var frekar lítill grjótglímuveggur og með nett yfirhang. Höldurnar voru einnig fremur litlar og hann því ekkert sérstaklega byrjendavænn. Fyrir lengra komna var þetta hins vegar fínasti veggur. Veggurinn hefur hugsanlega verið færður eitthvað annað.

Nýr leiðarvísir

Fyrsti steinninn var settur niður í dag í nýja Hnappavallaleiðarvísinn sem verið er að vinna í. Leiðarvísirinn er sá þriðji í röðinni af þessari grjótglímu leiðarvísa syrpu og fær hann nafnið “Hnappavellir Boulder”. Leiðarvísirinn verður í sama þema og þeir fyrri, nú með grænt litaþema.

 

Fyrsti steinn í HádegishamriUm 120 klifurleiðir og project hafa verið skráð niður en vonast er til að fjöldi þeirra verði í um 140 – 160 þegar leiðarvísirinn verður gefinn út.  Ekki er vitað með vissu hvenær leiðarvísirinn verður gefinn út, mikil vinna liggur fyrir höndum, en það verður líklegast í lok sumars eða í haust. Þetta verður þá stærsti grjótglímu leiðarvísirinn sem gefinn hefur verið út á Íslandi.

Sumar & klifur

Nú er mann aldeilis farið að lengja í sumarið og ef segja má, þá er nú stutt í að það fari að vora. Já, við vitum það öll að vorið er rétt handan við hornið, vorið er í loftinu.

Yfirleitt er útiklifurtíðin byrjuð þegar páskafríið hefst. Nú er það líka víst að ef maður virkilega vill komast í útiklifur þá er það hægt, svo snemma sem í mars. Ef ég segi sjálfur frá þá var ein besta helgin sem ég hef átt á Hnappavöllum einnmit í mars. Allt var á kafi í snjó en sólin var uppi, það var heiðskírt og logn. Þessir aðstæður voru einstakar fyrir gott klifur.

Nú er mann aldeilis farið að lengja í sumarið og ef segja má, þá er nú stutt í að það fari að vora. Já, við vitum það öll að vorið er rétt handan við hornið, vorið er í loftinu.

Yfirleitt er útiklifurtíðin byrjuð þegar páskafríið hefst. Nú er það líka víst að ef maður virkilega vill komast í útiklifur þá er það hægt, svo snemma sem í mars. Ef ég segi sjálfur frá þá var ein besta helgin sem ég hef átt á Hnappavöllum einnmit í mars. Allt var á kafi í snjó en sólin var uppi, það var heiðskírt og logn. Þessir aðstæður voru einstakar fyrir gott klifur.

Það verður spennandi að sjá hvernig menn skipuleggja ferðir sínar þetta sumarið enda er eldsneytisverð hátt. Góð lausn er að fylla alltaf bílinn af fólki og kaupa kvöldmatinn saman sem hópur. Það eru rúmir 350 km aðra leið á Hnappavelli frá Reykjavík sem samsvarar um 700 km báðar leiðir. Miðað við núverandi verð á 95 octan bensíni myndi það kosta bíl sem eyðir 7 lítrum á hundraði u.þ.b. 11.200 krónur. Með því að deila bensín kostnaði niðar á fjóra gera þetta um 2800 krónur á mann.

Nú borða allir eðal mat á Hnappavöllum, allt annað en eðal matur myndi líklega hafa neikvæða áhrif á klifrið hjá manni. Segjum að þú kaupir mat fyrir tvö til þrjú þúsund kall og leggur það saman við bensín verðið þá myndi Hnappavallaferðin kosta þig rúmlega fimm til sex þúsund krónur.

Þetta er ekki svo slæmt. Hvernig myndir þú verðsetja ferð á Hnappavelli, sem veitir þér tvo fulla daga af hetju klifri, ef verður leyfir 😉 og tvo og hálfan dag með klifurvinum og félögum þínum. Eru fimm til sex þúsund krónur þá of miklir peningar?

En hvað um það! Það eru margar sportleiðir sem bíða eftir mönnum og einnig er fullt af grjótglímu probbum, sem hafa beðið allan veturinn eftir að komast í snertingu við okkur enn og aftur.

Það eru ansi margir með sín eigin prójekt og hafa unnið stíft í allan vetur til þess að ná markmiðum sínum nú í sumar.

Í stuttu máli þá verður mjög spennandi að sjá árangurinn hjá mönnum eftir sumarið og miðað við það hversu sterkir margir hafa orðið á síðastliðnu ári þá verður haustið sérlega fréttnæmt.

Svo smellti ég saman stuttu myndbandi frá ýmsum leiðum á Hnappavöllum og Jósepsdal til þess að gera biðina eftir sumrinu styttri 🙂

Skógurinn á Reykjanesi

Valdimar hefur sett saman enn eitt klifurmyndbandið. Í þessu myndbandi sem heitir “Svanurinn, Háibjalli” erum við Valdi að prófa í fyrsta skifti að klifra á þessum skemmtilega steini við Háabjalla á Reykjanesinu. Steinninn var vel mosavaxinn og við gáfum okkur góðan tíma í að þrífa steininn.

Í byrjun reyndum við að klifra leið sem liggur upp miðjan steininn. Leiðin er í nettu yfirhangi og fer upp slópera og lítil grip. Sú lína er ennþá óklifruð. Svanurinn 6b, fer aðeins til hægri og endar í langri hreyfingu upp á brún í flottan vasa.

Á steininum eru einnig Funky Joe 6a+ og Litlu flugurnar 6a.

Leirvogsgil

Leirvogsgil er norðaustan við Mosfellsbæ og tekur það innan við 10 mínútur að keyra þangað frá bænum. Þetta er lágt klettabelti sem sem liggur fyrir ofan Leirvogsá.

Það var byrjað að klifra á svæðinu rétt fyrir 1990 í hæsta hluta klettabeltisins. Þar er meðal annars fyrsta 5.12 leið landsins, Undir Esju sem Björn Baldursson klifraði 1990. Núna er búið að finna mikið af grjótglímuþrautum af öllum stærðum og gerðum í klettabeltinu.

Sportklifur

Í Leirvogsgili eru a.m.k. 6 boltaðar sportklifurleiðir. Þær eru allar mjög stuttar, 7-9m, og tæknilega stífar.

Fjólublá: Albatros – 5.11c/d
Appelsínugul: Flugan – 5.10c
Rauð: Kverkin – 5.9+
Græn: Undir Esju – 5.12b/d
Svört: Nornadans – 5.11d
Blá: Hornadans – 5.10d

Reykjanes Boulder tilbúinn

Nýji klifur leiðarvísirinn Reykjanes Boulder er loksins kominn í búðir. Í leiðarvísinum eru tekin fyrir fjögur grjótglímu klifursvæði; Öskjuhlíð, Gálgaklettar, Valbjargargjá og Hörzl við Hauga. Fjöldi leiða á svæðunum er á milli 18-44 og eru þær samtals 108 í bókinni. Ekkert af þessum svæðum hafa áður komið út í leiðarvísi og er þetta góð viðbót við klifurmenninguna á Íslandi.

Vísirinn er í sama stíl og Jósepsdalur Boulder sem var gefinn út í fyrra nema bara flottari. Hægt er að nálgast leiðarvísinn í Klifurhúsinu og Fjallakofanum.

Nýjar leiðir á Akrafjalli

Klifrað var á grjótglímusvæði við rætur Akrafjalls um helgina. Lítið hefur verið klifrað á svæðinu og voru margar nýjar leiðir klifraðar, þar á meðal Besta leiðin 6c, sem þykir vera mjög skemmtileg. Nýju leiðirnar hafa þegar verið settar inn á Klifur.is.

Nokkuð var um mosa á óklifruðum leiðum og var þess vegna gott að hafa með sér góðan vírbursta til að hreinsa hann í burtu.

Klifursvæðið var auðvelt að finna þar sem það er á fyrstu klettunum sem komið er að þegar ekið er upp að fjallinu. Eftir að hafa klifrað í nokkurn tíma ákvað hópurinn að ganga aðeins um svæðið og athuga hvort meira klifur væri á svæðinu. Þegar horft er yfir svæðið sér maður að þarna er heill hellingur af klettum en þó fannst ekki mikið af klifurleiðum í þessum göngutúr sem var frekar svekkjandi.

Enginn af gestunum höfðu áður klifrað á klifursvæðinu og voru allir ánægðir með daginn og ánægðir með svæðið þó að ekki hafi fundist mikið klifur ofar í brekkunum. Ekki er þó öll von úti því göngutúrinn náði engan veginn að klára allt svæðið og er alveg óhætt að mæla með þessu svæði.

Hægt er að skoða myndir frá ferðinni hér.

Valbjargagjá

Nýtt klifursvæði hefur fundist á Reykjarnesinu. Þetta er grjótglímusvæði sem Stefán Smárason fann og er staðsett í Valbjargagjá. Klifursvæðið er á litlu klettabelti nálægt Reykjarnesvita og eins og margir vita er útsýnið á því svæði ekki á lakari endanum.  Klifrið í Valbjargargjá er mjög flott en flestar leiðirnar þar eru í nettu yfirhangi. Bergið er frekar sérstakt með nóg af puttaholum og köntum og lendingin er góð. Ekki er búið að klifra mikið á svæðinu en þar er möguleiki á um 20 klifurleiðum.

Grjótglíma

Grjótglíma (boulder)

Grjótglímur er hægt að stunda bæði innan- og utanhúss. Oftast er klifrað í lágum klettabeltum eða steinum sem eru um 2 til 3 metrar á hæð. Þú ert ekki bundinn af því að vera með félaga til þess að stunda grjótglímu eins og í sportklifri. Það er samt sem áður þannig að þetta er sú grein klifurs þar sem félagsskapurinn er hvað mestur. Oft myndast mikil stemming meðal klifrara þegar margir koma saman við að leysa grjótglímuþrautir.

Búnaður

Til þess að stunda grjótglímu þarf aðeins klifurskó og kalkpoka. Þegar farið er út í náttúruna að klifra í klettum er samt einnig æskilegt að vera með dýnu.

TútturkalkpokiDýna

Sjá nánar um búnað

Klifursvæði

Það eru þó nokkur grjótglímuklifursvæði í Reykjavík og nágrenni. Það stærsta er Jósepsdalur en einnig eru minni svæði í Öskjuhlíð og Hafnarfirðinum.

Námskeið

Það er ekki nauðsynlegt að sækja námskeið til þess að fara að stunda þessa tegund klifurs. Margir byrja bara á því að kaupa sér aðgangskort í klifursal. Klifurfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið fyrir byrjendur á veturna í Klifurhúsinu. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Klifurhússins.

Myndir

Skip to toolbar