Tag Archives: klifur

Hraðaklifurmót á Höfðatorgi

Hraðaklifurmótið var haldið á menningarnótt í fyrsta skipti. Þó nokkrir mættu til að taka þátt í mótinu og var einnig töluvert af áhorfendum. Klukkan 2 fór fólkið að tínast að og fékk að prufa leiðirnar áður en mótið byrjaði. Tveir og tveir kepptu í einu og sá Sigmar Vilhjálmsson (rauðhærði gaurinn úr Simmi og Jói þættinum) um að lýsa leikunum. Hann stóð sig eins og hetja og fræddi fólkið um köngulóastellinguna og áttuhnútinn.

 

Eftir að allir höfðu klifrað var farið í undanúrslit þar sem tvær stelpur og fjórir strákar kepptust um hinn eftirsóknarverða Höfðatorgsbikar. Eftir seinni umferðina var tími klifraranna lagður saman og höfðu þá Jafet Bjarkar og Lóa Björk sigrað.

 

Fólk var sammála því að þetta hafi verið frábær skemmtun og gaman hafi verið að klifra vegginn sem var nokkuð strembinn. Keppnin um Höfðatorgsbikarinn er ætlað að vera árlegur viðburður og verður hún þá haldin aftur að ári liðnu.

Klifur á Höfðatorgi

Stórviðburður mun eiga sér stað á Höfðatorgi á Menningarnótt, en þá munu allir bestu og hörðustu klifrarar landsins koma saman og keppa í hraðaklifri. Í keppninni sem er á vegum Klifurhússins verður klifrað á einum turninum á Höfðatorgi sem er 7 hæðir og 25 metrar. Skráning fer fram á Höfðatorgi fyrir keppni. Skilyrði er að vera vanur klifrari.

 

Menningarnóttin sem að vana er á 22. ágúst er að þessu sinni tileinkuð húsunum í borginni og af því tilefni verðu turninn sjálfur opinn almenningi sem getur skellt sér á nítjándu hæð og skoðað útsýnið.

Skip to toolbar